Wednesday, May 13, 2009

Sumarfrí ^^

Núna er réttast að fagna, en síðasta prófið mitt var í dag!
Svo núna er ég komin í sumarfrí og ekkert að gera nema að bíða eftir einkunnunum
Tjah það er að vísu ekki alveg rétt því í þessum skrifuðu orðum sit ég heima hjá henni Siggu systur og er að passa hann Huginn, en foreldrarnir skruppu í bíó.
Og það er óhætt að segja að hann frændi minn sé algört krútt, en þegar ég fór og lagði hann bað hann mig um að syngja 'dvel ég í draumahöll' þegar laginu lauk bað hann mig um að syngja það aftur... hvað gerir maður ekki fyrir frænda sinn.
Þegar tónleikunum lauk lagði huginn hendina sína á kinn mína, leit í augu mín og sagði "þú ert duglegur að syngja"



Svo annað kvöld ætlum við Anna vinkona eitthvað að hanga saman og á föstudaginn er próflokadjamm!
Á laugardaginn er svo Eurovision kvöld og á sunnudagskvöldið verður farið á Santa Maria þar sem ég mun hitta hina 7 krakkana sem að fara með mér til Kanada í sumar!!
- Ójá, 6 vikna ferð til kanada verður farin í lok júní og ég er ekkert smá spennt! á eftir að verða æðislega gaman ^^
Ú svo má nú ekki gleyma því að á mánudaginn mun ég fá dýralækni með mér uppí hesthús og athuga hvort að hún ála sé orðin bomm :)

Monday, May 4, 2009

Margt á döfinni

Já núna er alveg ágætlega mikið að frétta.

Ég er búin að vera í upplestrarfríi frá HÍ síðan 17. apríl og hefur það nýst bara ágætlega en svo er fyrsta prófið sem mun vera bandarísk menningarsaga á morgun!!
Svo koma hin 3 nærri því í röð á eftir 8. maí, 11. maí og síðasta er 13. maí
- Get sko sagt ykkur það að Red Bull er besti vinur námsmannsins ;)

Ég á því miður ekki von á því að fá vinnu í sumar, enda eru ekki beint margir atvinnuveitendur sem vilja fá starfsmann sem getur ekki unnið í júlí, en í enda júní er ég að fara í 6 vikna ferð til Kanada!! Er orðin ekkert smá spennt og hlakka mikið til.

En vegna þessa sé ég framá dáldið strembinn vetur peningalega séð og tók þá ákvörðun að spara pening með að taka mér árs frí frá hestamennskunni og því fór ég með hana Álu til stóðhests. Stóðhesturinn er um ræðir heitir Klængur frá Skálakoti en ég á nefnilega hlut í þeim fola.

Sedda vinkona var svo almennileg að bjóða fram bíl og hestakerru svo við rúntuðum austur á hvolsvöll í gær með hana Álu þar sem hún fékk gott í kroppinn ;)
- og það voru nú engin lítil læti, en Ála var fyrsta meri sumarsins til að koma til hans í fyljun. Mér var sagt að fara með hana inn í hlöðu og stilla henni þannig upp að hann gæti komið og hnusað aðeins af henni. Næsta sem ég veit heyri ég hnegg, hófadyn og svo kemur Klængur á harðaspretti og stekkur uppá hana!
..Ekki hægt að kvarta undan kyndeyf á þeim bæ!

Við tókum Álu svo bara aftur í bæinn og mun ég hafa samband við dýralækni á næstu dögum uppá að fá það staðfest hvort hún sé ólétt eður ey.

Kannski að maður prófi líka þessa gömlu aðferð sem Rannsý í Ásgarði mælti með, en þá á maður að taka eitt hár úr sterti merarinnar, binda hóffjöður á endan og halda 3-4 cm fyrir ofan merina.
Maður þarf að vera með stöðugar hendur og taka vel eftir. Ef föðurinn hangir kjur þá er merin ekki fyljuð en ef hún byrjar að snúast í hringi eða sveiflast fram og til baka þá er hún með fyli, verður gaman að tékka á þessu :)

og þar með má nú eiginlega segja að ég sé að stíga mín fyrstu skref í ræktun :P

Nokkrar myndir af hinum (vonandi) væntanlega föður


Thursday, February 12, 2009

Allt við sama hornsins heygarð

Já það er nú mest lítið merkilegt að ske hér í Reykjavíkinni... dagarnir líða hratt enda nóg að gera.
Skóli > Lærdómur > hestbak > sund... not necessarily in that order, auk vísindaferða þarna inn á milli ;)

Einnig hef ég verið að fara á leiklistarnámskeið núna á miðvikudögum en svo er víst Vetrarhátíð núna um helgina og er Ólöf sú sem er með okkur á námskeiðinu að skipuleggja kærleiksgöngu sem farin verður á Laugardaginn milli kl 18 - 20 og vill endilega fá okkur sem og fleiri úr öðrum leikhópum að koma og vera með einhverjar uppákomur á leiðinni.. gefa ókeypis faðmlög, afhenda krúttlega málshætti o.þ.h og vænti ég að þetta verði bara voða gaman, þeas ef veðrið verður ekki leiðinlegt.

Annars er nú ekki frá meiru að segja nema það að ég er komin með hundleið á þessum kulda... búin að fá nóg og vil fara að fá hlýrra veður. Bara svona svo þið vitið :P

Friday, January 30, 2009

Kósíkvöld hjá stúdentaleikhúsinu

Já óhætt er að segja að gærkveldið hafi bara verið einstaklega vel heppnað.
Fór um áttaleytið á síðasta námskeiðið hjá stúdentaleikhúsinu og þar á eftir var kósíkvöld.

Vorum við þarna ca 30 saman, spiluðum og spjölluðum langt fram eftir nóttu og endaði þetta með 7 manns sem höfðu sig ekki ferðbúin heldur um 04.30 að morgni til!
En þetta var bara svo einstaklega skemmtilegt fólk að enginn vildi fara heim fyrir utan snilldarlega leiki sem farið var í sbr 'varúlfaleikinn' og 'gettu hver'

Ég reyndist svo vera bjargvættur kvöldsins þegar ég reddaði þeim Júlíönu og Bryndísi starti í bílinn þar sem þeirra reyndist vera rafmagnslaus, og svo miskunnaði ég mig yfir tvo Bjarna sem þarna voru og skutlaði þeim heim í mosó.

Listinn yfir þá sem koma til með að leika í næsta uppsetningu hjá stúdentaleikhúsinu var birtur í morgun og því miður var ég ekki þar niðri á blaði enda bara ca 10 manns af 30 sem fengu hlutverk en það er eflaust nóg annað hægt að gera, aðstoða við sviðsmyndina, gera plaggat, setja saman leikskrár oþh að ógleymdum partýunum ^^

En já ætli það sé ekki vissara fyrir mig að fara að drífa mig og klára að undirbúa fyrir kvöldið.
later dudes & dudettes

Wednesday, January 21, 2009

Út vil ek..... ekki

oj bara.
Það er rigning og slabb og hálka og blautt úti.. mér finnst það ekki sniðugt og finnst frekar fúllt að þurfa að arka í slabbinu á milli háskólatorgsins og öskju millli tíma.

En já ég hef hafið nám í háskóla íslands og hef skráð mig í ensku. Einnig hef ég mætt á einn fund hjá stúdentaleikhúsinu og leist bara nokk vel á það.
Óhætt er samt að segja að háskólinn er örlítið öðruvísi en framhaldsskólinn að þeim þætti að í háskólanum þarf maður virkilega að læra og lesa mikið... who'da thunk!

Ég er allavega enn nokkurnvegin á áætlun enda bara tvær viknur liðnar, hehe

Að sjálfsögðu er ég líka með gobbann minn í bænum og höfum við farið í nokkra góða reiðtúra og mér líkar svo miklu betur í heimsenda heldur en í neðri fák.
Mér leist að vísu ekki alveg á blikuna í gær þegar ég tók eftir því að merin var farin að láta dáldið kjánalega í miðjum reiðtúr, stökk ég þá af baki og fékk grun minn staðfestann.... það var farið að safnast töluverður snjór undir hófana og hún átti erfitt með að halda jafnvægi blessunin.
Þá er nú gott að eiga einstaklega geðprýðis hross, en ég lyfti löppum hennar og barði ísinn úr hófunum með skaftinu á písknum.
- ekki allir hestar sem hefði staðið kjurir á meðan að þessu stóð. En svo lögðum við af stað til baka og riðum á ágætum hraða til að koma í veg fyrir að það safnaðist mikið meiri snjór í hófana.

Þegar ég kom aftur upp í hús komst ég að því að Álu finnst epli ekki góð... en Lilja elskar þau. það vildi nefnilega svo til að ég fann poka fullan af eplum og ákvað að tékka hvort stelpurnar hefðu áhuga á þeim. Lilja smakkaði einn bita en vildi svo ekki sjá þetta á meðan að Lilja var alveg óð í þetta og át heilt epli in no time.

Ég hef verið búsett í Njörvasundinu núna þessar tvær skólavikur og mér líkar það bara vel. Siggi og Rannsý eru mjög fín og það væsir svo sannarlega ekki um mig þarna ;)

En jæja Jay kennari er komin aftur og þá fer kennslan líklegast að hefjast á ný.
Þar til næst.