Thursday, February 12, 2009

Allt við sama hornsins heygarð

Já það er nú mest lítið merkilegt að ske hér í Reykjavíkinni... dagarnir líða hratt enda nóg að gera.
Skóli > Lærdómur > hestbak > sund... not necessarily in that order, auk vísindaferða þarna inn á milli ;)

Einnig hef ég verið að fara á leiklistarnámskeið núna á miðvikudögum en svo er víst Vetrarhátíð núna um helgina og er Ólöf sú sem er með okkur á námskeiðinu að skipuleggja kærleiksgöngu sem farin verður á Laugardaginn milli kl 18 - 20 og vill endilega fá okkur sem og fleiri úr öðrum leikhópum að koma og vera með einhverjar uppákomur á leiðinni.. gefa ókeypis faðmlög, afhenda krúttlega málshætti o.þ.h og vænti ég að þetta verði bara voða gaman, þeas ef veðrið verður ekki leiðinlegt.

Annars er nú ekki frá meiru að segja nema það að ég er komin með hundleið á þessum kulda... búin að fá nóg og vil fara að fá hlýrra veður. Bara svona svo þið vitið :P