Sunday, February 28, 2010

Nærri komnar 2 vikur

Hmm.. síðast var bloggað á sunnudegi og viti menn í dag er sunnudagur! skyldi þetta ætla verða að einhverju trendi hjá mér?

Það er nú ýmislegt búið að ganga á hjá mér þessa viku síðan ég bloggaði síðast og ekki beint hægt að segja að það hafi verið mín heppnasta vika.
á fimmtudeginum fór ég í reiðtúr á Mjölni og tók Hrólf til reiðar (fyrir ykkur ekki-svo-mikla-hestafólk þýðir það að ég hélt í hann í taumi og hann hljóp með). Nema hvað að þegar líða fer á reiðtúrinn komum við að kafla þar sem að Mjölnir er vanur að fá að hlaupa, eitthvað urðum við ósátt þegar ég vildi ekki lofa honum að hlaupa og ruku hestarnir stjórnlaust af stað.
sama hvað ég tók í tauminn eða talaði við hann hægði hann ekki á sér en mér tókst að beygja honum útaf veginum, hélt hann samt bara áfram og hlaupa og mér til mikillar skelfingar sá ég að hann var á leið á girðingu!
Sem betur fer tók hann líka eftir því og hægði á sér, nýtti ég þá tækifærið, stökk af baki og tókst að hemja hrossin.

löbbuðum við þá þennan kafla sem hann fær alltaf að hlaupa og fór ég aftur á bak. það gekk bara vel svo ég ákvað að tölta smá, nema hvað að hestarnir fóru eitthvað að æsa hvorn annan upp, tölt varð að hröðu tölti sem varð svo að stökki án þess að ég hefði nokkuð um það að segja og byrjaði leikurinn uppá nýtt, nema að í staðþess að hafa girðingu til að stöðva okkur þá stökk ég af baki í krappri beygju þar sem þeir þurftu að hægja verulega á til að ná henni og teymdi þá félaga heim enda var vegalengdin stutt.

fleira sem gerðist þennan dag var að ég hrasaði um einn af hundunum, tókst að smalla soyasósu flösku á eldhúsgólfinu, súpan síðan daginn áður reyndist mygluð og einn af köttunum klóraði einn af hundunum... hefur greinilega eitthvað legið í loftinu þann daginn.

Annars hefur allt verið með rólegunótunum og ég farið á hestbak og sópað ásamt því að læra og ganga með hundana... tjah nema kannski í gær.

Ég ákvað að fara í göngutúr með Gjafar sem er ungur og ótaminn en spakur og teymist vel, nema hvað að í göngutúrnum fælist hann við gaur á hjóli, hleypur af stað - yfir mig! - og ég missi tauminn, sem betur fer stoppaði hann örfáum metrum frá og fór að bíta gras.
hjólagaurinn sagði eitthvað við mig sem ég skyldi nú ekki og hélt svo bara áfram og hjólaði aftur fram hjá hestinum, ekkert að hugsa um að hjálpa mér á fætur eða að hjálpa mér við að ná hrossinu - I guess chivalry really is dead.

Miðannaprófið í bókmenntafræðinni er á morgun, eftir það mun ég líklegast eyða deginum í Bern með Susanne, þeas ef veðrið verður þokkalegt... er búið að vera dáldið drungalegt í dag með rigningu og vindi.
Sem betur fer er allur snjórinn farin héðan, sýnist á öllu að hann hafi flúið Sviss og komið sér bara vel fyrir á Íslandi um leið og ég kom hingað :P

Sunday, February 21, 2010

Nærri komin vika

Já núna á þriðjudaginn verður komin vika síðan ég kom til Sviss og lífið hér er bara mjög fínt.
Er að vísu á miklu kanínufóðri hérna og þarf að vakna eeldsnemma á morgnanna en var ekki einhver sem segir að vinnan göfgi manninn?
- þá hlýt ég að vera orðin asskúri göfug í lok sumars ;)

Dagarnir snúast að mestu leyti um það að gefa hrossunum, fara á hestbak, sópa, fara út með hundana, sópa, taka skítinn úr gerðunum, skera salat í matinn, sópa og já sópa svo aðeins meira.
Eitt af mikilvægustu þýsku orðinum sem Susanna vildi kenna mér var bisen en það þýðir einmitt kústur!

Á laugardaginn slapp ég þó léttilega með ekkert sóp þar sem að við fórum á hesta pilates námskeið sem varði allan daginn. Já ég sagði hesta pilates.
Dagurinn byrjaði um áttaleytið þangað sem við lögðum af stað til næsta þorps þar sem að námskeiðið átti sér stað og byrjuðum við á 3 klst pilates æfingum og fórum svo í hádegismat, eftir matinn var svo unnið með hestana en þá áttum við að nýta æfingarnar sem við höfðum lært til að hafa rétta ásetu og jafnvel geta stýrt hestunum án þess að nota tauminn.

Ég fékk ekki hnakk, heldur var lögð einskonar motta á bakið á hestinum sem ég var á sem fest var með lónseringargjörð og ég átti bara værsogú að sitja þannig. Það var nú alls ekkert svo slæmt en ég var samt dáldið stressuð fyrir því þegar við færum að brokka en ég er nú kannski ekki jafnvægismesta manneskjan enda þekkt fyrir að vera dáldill veltikall... en þetta fór nú bara allt á hinn besta veg og ég náði að halda mér á baki meðan brokkað var, það sem meira er ég náði að slaka alveg á á brokkinu og ekki spenna lappirnar utan um kviðinn á hrossinu eins og ég á til með að gera þegar ég er berbakt á baki
- en það má ekki því það virkar sem hvatning á hestinn ;)

Svo það gekk mjög svo vel og 21 mars munum við víst fara aftur í hesta pilates nema þá námskeið 2.

En þó svo að ég hafi ekki oltið af baki þann daginn þá tókst mér að velta á gólfið 4 stk glösum sem að bókstaflega smölluðust á hörðum gólfflísunum.
Málið var að ég ætlaði að ná í tölvuna mína inn í íbúð og fara inn í hús. Ég hafði hreinlega gleymt að hún var í hleðslu, lyfti henni upp og snúran sá um að sópa glösunum framaf borðinu.
Christan kom svo hendi færandi með kúst og fægiskóflu og sagði mér að það var til þýskt máltæki "brotið gler færir heppni"
- svo ég vonast til að vera mjög heppin hér :p

Ekki það að mér finnst ég hafa verið fullt heppin nú þegar. Fólkið hér er rosalega fínt, hundarnir eru skemmtilegir, hestarnir góðir, veðrið að vísu dáldið kalt en amk logn! og svo eru Susanne og Christan alltaf að plana eitthvað skemmtilegt fyrir mig að gera meðan ég er hérna; ýmsar skoðunarferðir, carnivöl, hestasýningar ofl ofl ...

En ætli það sé ekki komið nóg af bloggi í bili og tími á að kíkja aðeins í heimalærdóminn því maður er víst í námi líka :P

Tuesday, February 16, 2010

Útþrá

Já tíminn flýgur og tíminn líður og það er jafnvel stundum að hann lýgur.

Hér er ég stödd í Sviss 7 mánuðum eftir að ég kom heim frá Kanada og hér mun ég dvelja næstu 3 - 6 mánuðina.

Ferðalagið hófst kl 4 í morgunn eftir slitróttan 2ja tíma svefn, þá lögðum við feðgin af stað til Keflavíkur en ég þurfti að ná flugi til Gatwick, England og þaðan til Zurich, Sviss (hmm.. skyldi maður núna vera orðin Englands vinur?) þetta gekk nú bara áfallalaust fyrir sig fyrir utan yfirvigtina.. á farangrinum ekki mér þú skilur. En það er frekar erfitt að mega bara hafa 20 kg í farangri fyrir svona langa dvöl fjarri heimilinu.

En aðal áhyggjan var nú hvort ég myndi þekkja hann Christian Brönnimann eða hvort það myndi taka mig einhvern tíma að hafa uppi á þeim manni þegar til Sviss var komið. En það voru óþarfa áhyggjur þar sem að hann stóð þarna með A4 blað sem stóð á stórum stöfum Ásrún... hefði ekki getað farið fram hjá mér :P

Upphófst þá 1,5 klst keyrsla heim í bæinn og spjölluðum við Christan dáldið saman á leiðinni. hann er mjög næs, ég hef enn voða lítið talað við Susanne en hún var upptekin með einhverri konu þegar við komum og núna eru þau bæði farin að skila einhverjum bíl. En hún er örugglega bara mjög fín... vona ég.

þetta þykir mér vera sérkennilegur bær. Hér búa um 400 manns og öll húsin eru nú bara í einum hnapp. Hér eru þau með hestana, hundana og kettina og ég sver að áðan heyrði ég baul úr næsta húsi! Frekar sérstakt.
Annars er ég bara búin að koma mér ágætlega fyrir í íbúðinni minni - já íbúðinni minni. Það er pínu lítil krútta íbúð sem ég fæ að vera í smá stofa með baðherbergi og svefnherbergi bara mjög kósý og að sjálfsögðu internetið :)

Ég ætla nú að reyna að halda þessu bloggi eitthvað lifandi svona meðan ég er hérna úti uppá að fólk fái jú að fylgjast aðeins með.