Tuesday, January 29, 2008

Brúðkaup í sumar!!

Já gott fólk ætli hún systir mín sé ekki bara orðin lofuð kona því það kom loksins að því að Dóri bar fram stóru spurninguna, enda ekki seinna vænna þar sem að hann sagði sjálfur einhverntíma að hún yrði að vera gift fyrir þrítugt og þar sem hún er 26 ára í dag stelpan .. well you can do the math

Þannig að núna þýðir sko ekkert annað en að slá í rassinn á sér og koma sér í form ef maður ætlar að verða kick ass brúðarmær.. og það er sko sannarlega nóg að gera í undirbúningu og fleiru þar sem að brúðkaupið verður í ágúst!!!
- og svo þykist ég hafa tíma í það að blogga.. jeminn eini

later

Saturday, January 26, 2008

Fyrsti reiðtúrinn árið 2008!

Veiveivei!
þá er ég loksins búin að komast í reiðtúr á nýja árinu! ekkert búin að fara á bak síðan stelpunni var sleppt í ágúst.

Við systurnar fórum sem sagt út í hús og lögðum á stelpurnar okkar sem voru mjög ánægðar að sjá okkur. Hleyptum þeim fyrst aðeins út í gerði þar sem að þær veltu sér og andskotuðust, óheyrilega mikið stuð :P
svo þegar við lögðum af stað slóst í för með okkur stelpa sem var líka upp í húsum og skemmtum við okkur bara vel.
Lilja hennar Siggu og Þokki sem stelpan var á voru að vísu með svo mikið keppnisskap að þau voru eiginlega bara komin í kapp og Álu greyjið sem hafði varla yfirferðina í þetta á eftir á valhopp/stökki, hehe

Ég var samt rosalega ánægð með það hversu mikið Ála tölti þar sem ég bjóst nú við því að hún vildi bara brokka, en það vildi hún einmitt aðallega gera þegar ég keypti hana í vor en þá hafði hún náttúrulega ekki verið hreyfð í nærri ár svo það skýrir það kannski.
En þetta var bara rosalega gaman og ég naut mín út í eitt. sérstaklega þegar við hleyptum upp þarna eina brekku og Ála tók þessi líka þvílíku gleðihopp og stökk... bara eins og versta rodeo hross, stanslaust stuð!
Svo á leiðinni heim var hún komin í enn meira stuð og var farin að tölta hratt og vel þegar við svo komum að smá lækjarsprænu sem hún hafði gengið yfir bara nokkrum mínútum áður þá tók mín sig sko til og stökk yfir hana!
- fannst það sérstaklega skemmtilegt þar sem aldrei áður hefur hestur stokkið yfir neitt með mig á baki :P

En já óhætt að segja að þetta hafi aldeilis verið sallíbunu reið og var svo sannarlega skemmtileg. Svo erum við systur að hugsa um að skreppa aftur á morgun :P
- þær verða kannski aðeins rólegri þá, hehe

Friday, January 11, 2008

Breiðhyltingur

Já gott fólk, it has happened. hún litla ég er komin í höfuðborgina og orðin að breiðhyltingi eins og svo margt annað gott fólk hefur verið og er enn.

Ég eyddi s.s mestum deginum í dag í að pakka því sem ég átti eftir að pakka *sem var nú bara allt* og um fjögur lagði ég af stað á vit ævintýranna, hehe
Lenti hér í keilufellinu rétt rúmlega fimm, Sólrún frænka tók vel á móti mér eins og við var að búast og nú er ég búin að taka allt upp og koma mér fyrir. Gunnar frændi hló dáldið af mér þegar hann sá mig sitja við tölvuna mína við þetta miniature borð sem er hér inni, en ég er nú ekki beint há í loftinu þannig að þetta sleppur... þó svo að óhætt er að flokka þetta sem hobbita borð :P
Dorrit er ekki heima eins og er og býst ég við að hún sé með Hauki í vinnunni.. hlakka samt mikið til að hitta hana, hún er svo mikið krútt.
- skelli kannski inn mynd af henni við tækifæri

vinnan byrjar svo bara á morgun, en ekki fyrr en í hádeginu svo ég fæ að sofa út ;)

annars held ég að ég láti þetta nú bara duga úr Breiðholtinu í bili.
later ;)

Wednesday, January 9, 2008

Betra seint en aldrei..

Jæja ég vil bara óska öllum gleðilegs nýs árs!!

Þá er bara komið árið 2008!
Margt gerðist á síðasta ári, sumt gott annað miður gott og stundum finnst mér ég hafa verið frekar óheppin... lenti ég þá m.a. alls í 3 árekstrum og handleggsbrotnaði illa en ef litið er á björtuhliðarnar þá festi ég kaup á yndislegri hryssu, bíl og útskrifaðist úr FVA!!

og það er eiginlega stóra stökkið sem ég tek núna en þar sem ég ætla ekki að halda áfram í skóla fyrr en næsta haust að þá er það bara Reykjavíkin og atvinnumarkaðurinn sem tekur við, en ég fer í bæinn núna á föstudaginn en er það hún Sólrún frænka sem ætlar að lofa mér að vera :)

Ég er komin með tvær vinnur.
Önnur er hjá Sólarfilmu en ég byrja þó þar ekki fyrr en 1. feb, hitt starfið er hjá hagstofunni þar sem ég mun koma til með að vinna tvö kvöld virka daga og aðra hvora helgi. vinn ég sem spyrill og mun hafa það skemmtilega starf að hringja í fólk og spyrja þau spurninga.. voða merkilegt og mikilvægt ;)
- hagstofu starfið er þó ekki nema 4ra mánaða verkefni svo því verður líklegast lokið í apríl.. þá verð ég víst að sjá til hvort ég fái mér einhverja aðra auka vinnu eða láti mér bara Sólarfilmuna duga.