Friday, January 11, 2008

Breiðhyltingur

Já gott fólk, it has happened. hún litla ég er komin í höfuðborgina og orðin að breiðhyltingi eins og svo margt annað gott fólk hefur verið og er enn.

Ég eyddi s.s mestum deginum í dag í að pakka því sem ég átti eftir að pakka *sem var nú bara allt* og um fjögur lagði ég af stað á vit ævintýranna, hehe
Lenti hér í keilufellinu rétt rúmlega fimm, Sólrún frænka tók vel á móti mér eins og við var að búast og nú er ég búin að taka allt upp og koma mér fyrir. Gunnar frændi hló dáldið af mér þegar hann sá mig sitja við tölvuna mína við þetta miniature borð sem er hér inni, en ég er nú ekki beint há í loftinu þannig að þetta sleppur... þó svo að óhætt er að flokka þetta sem hobbita borð :P
Dorrit er ekki heima eins og er og býst ég við að hún sé með Hauki í vinnunni.. hlakka samt mikið til að hitta hana, hún er svo mikið krútt.
- skelli kannski inn mynd af henni við tækifæri

vinnan byrjar svo bara á morgun, en ekki fyrr en í hádeginu svo ég fæ að sofa út ;)

annars held ég að ég láti þetta nú bara duga úr Breiðholtinu í bili.
later ;)

1 comment:

Anonymous said...

Er strax farin að sakna þín vildi hellst hafa ykkur systur undir sitthvorum vængnum og Huginn í fanginu.LOVE Mútta