Innilega er manni óhætt að segja að tíminn líði hratt, febrúar fer senn að líða undir lok og svo bara páskarnir í næsta mánuði og sumarið þar á eftir.
Verð að játa að mig hlakkar mikið til að sumarið komi og það yrði æðislegt af sumarið í ár myndi vera eitthvað í líkingu við síðasta sumar, en ég er sko vægast sagt komin með leið á þessum snjó og snjóhreti sem búið er að vera viðloðandi síðast liðnar vikur
Var mega sátt þessa daga sem rigndi og allur snjórinn fór en núna segir Siggi Stormur að hann sé að koma aftur?!? ekki alveg jafn sátt með það.
Huginn er komin á fulla fart í gipsinu sínu og hörku dúlegur, enda ekki langt að sækja það enda var móðursystir hans í gipsi heila 3 mánuði af síðasta ári, má hann þá þakka fyrir að þurfa bara vera í því í 6 vikur :P
Píla var svo í ófrjósemisaðgerð á föstudeginum fyrir viku síðan og hún er nú bara ótrúlega brött stelpan, er víst farin að stökkva upp í sófana heima og svoleiðis ... hehe
Annars er mest lítið að frétta, bara þetta vanalega held ég.. vinnan og hestbak er svona það helsta sem spannar sólarhringinn manns og uni ég því bara vel enda í skemmtilegri vinnu og á skemmtilegan reiðhest ;)
Svo eru pælingar um framhaldið samt að gera mann frekar pirri-pú, sérstaklega þegar maður hefur ekki glóru um hvað mann langar að gera...
væri ekki leiðinlegt að opna fyrsta dýra-ljósmyndunar-stúdíóið hér á landi bara spurning hvort það sé markaður fyrir því
og ég held að það væri heldur ekki leiðinlegt að vera hjúkka á dýraspítala.. það er ekki eins langt nám og dýralæknirinn en örugglega ekkert léttara og spörning hvort maður meiki alla þessa efnafræði, svo ekki sé talað um blóðið og jukkið sem fylgir þessu víst og ekki víst að ég gæti verið með meðvitund á meðan því stæði, ég myndi bara enda í yfirliði á gólfinu býst ég við, hehe
Thursday, February 21, 2008
Friday, February 15, 2008
Komið ár!
Jæja gott fólk, haldiði að það sé ekki bara komið ár síðan hún litla ég flaug af hestbaki og þríbraut á sér hægri hendina!
Það verður bara að segjast að tíminn líður svo sannarlega hratt því mér finnst svo stutt síðan ég var að pirrast og baslast við að skrifa með vinstri hendinni meðan ég eyddi þessum þrem mánuðum í ljóta gipsinu.
Hreyfigetan er ekki komin 100% en við skulum segja að hún er allavega í kringum 90 - 95 % sem er bara mjög gott mál :)
og talandi um gips að þá er hann Huginn litli heldur betur gipsaður, en hann fór í aðgerð á boomerang löppunum sínum á mánudaginn síðast liðinn. Hann var nú ekki par sáttur til að byrja með en er farin að kunn á þetta núna og skríður um gólf eins og skæruliði með lappirnar gipsaðar með bláu gipsi alveg upp í nára
- Hann er sko sannkallaður Ofur Huginn!!
Það er nú ekki allt búið enn, heldur fór Pílu ponnsið mitt í aðgerð í dag, en það stóð til að senda hana í geldingu. Hún fór snemma í morgunn og allt gekk vel fyrir sig, að vísu komu í ljós bólgur í leginu þegar hún var oppnuð svo því var bara öllu kippt út í staðinn fyrir að taka einungis eggjastokkana eins og stóð til, sem ég held að hafi bara verið gott mál þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af legkrabba eða neinu slíku.
Hún er búin að vera dáldið slöpp í kvöld enda búin að vera að jafna sig af svæfingunni auk þess sem ég held að deyfingin sé að þverra og þá finnur maður nú dáldið til.
- Vonum bara að stelpan verði fljót að jafna sig
og já ég hef meiri fréttir, en hann afi minn, Valur Magnússon lést í vikunni. Hann var 81 árs og búinn að liggja á spítala síðan í apríl á síðasta ári eftir heilablóðfall.
Hann var frekar mikið veikur og allir vissu að hann færi að fara. Nú er hann á betri stað og líður mikið betur.
R.I.P afi
Það verður bara að segjast að tíminn líður svo sannarlega hratt því mér finnst svo stutt síðan ég var að pirrast og baslast við að skrifa með vinstri hendinni meðan ég eyddi þessum þrem mánuðum í ljóta gipsinu.
Hreyfigetan er ekki komin 100% en við skulum segja að hún er allavega í kringum 90 - 95 % sem er bara mjög gott mál :)
og talandi um gips að þá er hann Huginn litli heldur betur gipsaður, en hann fór í aðgerð á boomerang löppunum sínum á mánudaginn síðast liðinn. Hann var nú ekki par sáttur til að byrja með en er farin að kunn á þetta núna og skríður um gólf eins og skæruliði með lappirnar gipsaðar með bláu gipsi alveg upp í nára
- Hann er sko sannkallaður Ofur Huginn!!
Það er nú ekki allt búið enn, heldur fór Pílu ponnsið mitt í aðgerð í dag, en það stóð til að senda hana í geldingu. Hún fór snemma í morgunn og allt gekk vel fyrir sig, að vísu komu í ljós bólgur í leginu þegar hún var oppnuð svo því var bara öllu kippt út í staðinn fyrir að taka einungis eggjastokkana eins og stóð til, sem ég held að hafi bara verið gott mál þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af legkrabba eða neinu slíku.
Hún er búin að vera dáldið slöpp í kvöld enda búin að vera að jafna sig af svæfingunni auk þess sem ég held að deyfingin sé að þverra og þá finnur maður nú dáldið til.
- Vonum bara að stelpan verði fljót að jafna sig
og já ég hef meiri fréttir, en hann afi minn, Valur Magnússon lést í vikunni. Hann var 81 árs og búinn að liggja á spítala síðan í apríl á síðasta ári eftir heilablóðfall.
Hann var frekar mikið veikur og allir vissu að hann færi að fara. Nú er hann á betri stað og líður mikið betur.
R.I.P afi
Sunday, February 10, 2008
vikan að klárast!
það er nú ekki einu sinni fyndið hvað tíminn líður hratt og núna er ég búin að starfa heila viku í sólarfilmu!
Verð nú að segja að mér líkar bara virkilega vel þarna og er að takast að læra á það hvernig þetta gengur allt fyrir sig, svo er starfsfólkið þarna ekki af verri endanum ;) og það er bara mesta snilld ever að vera búin að vinna kl 12 á föstudögum, bara æði að hafa langar helgar sko
Annars hef ég nú ekki komist á hestbak síðan á fimmtudag sem er mikill bömmer og allt þessu leiðinda veðri að kenna því ef það er ekki rigning, rok og stormviðvörun að þá er svo mikill og blautur snjór að hann hleðst svo mikið í hófana að maður hefði bara endað á rugguhesti!
Þannig að maður hefur lítið annað gert en bara að hleypa þeim stöllum út í gerði til að velta sér aðeins og hreyfa sig.
Þannig að maður hefur lítið annað gert en bara að hleypa þeim stöllum út í gerði til að velta sér aðeins og hreyfa sig.
Skapi mínu var þó létt á laugardaginn þegar Sedda dró mig með sér upp í hesthús með Mánadís sína í forbyggingar mat og svo austur að kíkja á tryppin :)
Þau litlu bara mjög vel út, voru í góðum holdum og vel loðin, að vísu var girðingin hrunin svo við þurftum að gera við og sem betur fer voru hestarnir allir enn á sínum stað. Ég komst voða lítið nálægt Veröld minni þar sem hún var dáldið stygg en það eldist vonandi af henni
Sæta Veröld
Annars held ég að það sé voðalega lítið spennandi að frétta, Boston Legal er í kvöld sem er ávallt frábært enda snilldar þættir ^^
Monday, February 4, 2008
Byrjuð í nýrri vinnu
Jahá gott fólk nú er stelpan komin í tvær vinnur
Önnur er á hagstofunni og hin í Sólarfilmu og þar sem ég var að vinna á báðum stöðum í dag að þá var vinnudagurinn minn frá 08.00 til 22.00 ... dáldið langur vinnudagur að mínu mati.
En já Sólarfilma,
Mætti s.s í dag fyrsta daginn minn og hann gekk nú bara nokkuð vel. Gústi var sá eini sem mættur var þegar ég kom og sagði hann mér að systur minnar væri sárt saknað enda fyndin, skemmtileg og lífsglöð stelpa þar á ferð (hans orð, ekki mín) svo þarna eru komnar aldeilis væntingar sem bornar eru til manns....
Svo mættu Tolli (eigandinn) og Margrét (almennur starfsmaður :P) um hálf níu. Tolli fór upp á skrifstofu og Gústi eitthvað út að sendast svo það vorum bara við Magga að dandalast inni á lager sem var bara mjög gaman. Flokkuðum póstkortin og svo sýndi hún mér hitt og þetta sem gott er að vita.
Ég held að mér eigi bara eftir að líka vel í sólarfilmunni sér í lagi þar sem fyrsti dagurinn gekk svona vel... nema að það sé eitthvað óheilla merki, because then I'm screwed
Annars er nú kannski ekkert svo mikið að frétta, var heima í Borgó um helgina ásamt henni systur minni og hennar fjölskyldu, sem var bara gaman nema þegar við fórum út að labba með hundana og lappirnar frusu næstum af okkur í þessum helv**** kulda.
Get ekki beðið eftir hlýrra veðri og jafnvel smá rigningu til að bræða þennan leiðinda snjó
En já.. hún litla ég þarf aðvakna kl 7 í fyrramálið að þá er ég að hugsa um að fara bara að sofa
later
Önnur er á hagstofunni og hin í Sólarfilmu og þar sem ég var að vinna á báðum stöðum í dag að þá var vinnudagurinn minn frá 08.00 til 22.00 ... dáldið langur vinnudagur að mínu mati.
En já Sólarfilma,
Mætti s.s í dag fyrsta daginn minn og hann gekk nú bara nokkuð vel. Gústi var sá eini sem mættur var þegar ég kom og sagði hann mér að systur minnar væri sárt saknað enda fyndin, skemmtileg og lífsglöð stelpa þar á ferð (hans orð, ekki mín) svo þarna eru komnar aldeilis væntingar sem bornar eru til manns....
Svo mættu Tolli (eigandinn) og Margrét (almennur starfsmaður :P) um hálf níu. Tolli fór upp á skrifstofu og Gústi eitthvað út að sendast svo það vorum bara við Magga að dandalast inni á lager sem var bara mjög gaman. Flokkuðum póstkortin og svo sýndi hún mér hitt og þetta sem gott er að vita.
Ég held að mér eigi bara eftir að líka vel í sólarfilmunni sér í lagi þar sem fyrsti dagurinn gekk svona vel... nema að það sé eitthvað óheilla merki, because then I'm screwed
Annars er nú kannski ekkert svo mikið að frétta, var heima í Borgó um helgina ásamt henni systur minni og hennar fjölskyldu, sem var bara gaman nema þegar við fórum út að labba með hundana og lappirnar frusu næstum af okkur í þessum helv**** kulda.
Get ekki beðið eftir hlýrra veðri og jafnvel smá rigningu til að bræða þennan leiðinda snjó
En já.. hún litla ég þarf aðvakna kl 7 í fyrramálið að þá er ég að hugsa um að fara bara að sofa
later
Subscribe to:
Posts (Atom)