Innilega er manni óhætt að segja að tíminn líði hratt, febrúar fer senn að líða undir lok og svo bara páskarnir í næsta mánuði og sumarið þar á eftir.
Verð að játa að mig hlakkar mikið til að sumarið komi og það yrði æðislegt af sumarið í ár myndi vera eitthvað í líkingu við síðasta sumar, en ég er sko vægast sagt komin með leið á þessum snjó og snjóhreti sem búið er að vera viðloðandi síðast liðnar vikur
Var mega sátt þessa daga sem rigndi og allur snjórinn fór en núna segir Siggi Stormur að hann sé að koma aftur?!? ekki alveg jafn sátt með það.
Huginn er komin á fulla fart í gipsinu sínu og hörku dúlegur, enda ekki langt að sækja það enda var móðursystir hans í gipsi heila 3 mánuði af síðasta ári, má hann þá þakka fyrir að þurfa bara vera í því í 6 vikur :P
Píla var svo í ófrjósemisaðgerð á föstudeginum fyrir viku síðan og hún er nú bara ótrúlega brött stelpan, er víst farin að stökkva upp í sófana heima og svoleiðis ... hehe
Annars er mest lítið að frétta, bara þetta vanalega held ég.. vinnan og hestbak er svona það helsta sem spannar sólarhringinn manns og uni ég því bara vel enda í skemmtilegri vinnu og á skemmtilegan reiðhest ;)
Svo eru pælingar um framhaldið samt að gera mann frekar pirri-pú, sérstaklega þegar maður hefur ekki glóru um hvað mann langar að gera...
væri ekki leiðinlegt að opna fyrsta dýra-ljósmyndunar-stúdíóið hér á landi bara spurning hvort það sé markaður fyrir því
og ég held að það væri heldur ekki leiðinlegt að vera hjúkka á dýraspítala.. það er ekki eins langt nám og dýralæknirinn en örugglega ekkert léttara og spörning hvort maður meiki alla þessa efnafræði, svo ekki sé talað um blóðið og jukkið sem fylgir þessu víst og ekki víst að ég gæti verið með meðvitund á meðan því stæði, ég myndi bara enda í yfirliði á gólfinu býst ég við, hehe
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
yo yo yo
langt síðan maður hefur commentað eitthvað ... :/
en gaman að heyra að allt gengur vel, og takk fyrir matinn síðast.
Þú finnur þér eitthvað sniðugt til að gera :)
Post a Comment