Monday, March 24, 2008

Gleðilega Páska

Jæja núna er komin annað í páskum og á morgun verða páskarnir liðnir undir lok þetta árið .. sem er frekar leiðinlegt, persónulega finnst mér að páskafríið ætti að vera lengra en maður verður víst að láta sér duga það sem maður hefur.

Páskarnir voru nú bara teknir í rólegheitum, helminginn af páskafríinu var ég í njörvasundinu að húspassa fyrir tengdaforeldra systur minna. gefa kisunum að éta og horfa á animal planet ^^
Svo skrapp maður í borgarnesið, fór í fjöruferð með mömmu pabba, siggu og hennar fjölskyldu. Það var bara stuð, einnig fékk maður páskaegg. Strumpapáskaegg. nr fimm... með körfuboltastrumpi :D

Svo hefur maður líka farið aðeins á hestbak, við systur fórum í dag niður í heiðmörk og til baka. veðrið var æði þó það mætti nú vera aðeins hlýrra.

Einnig er nú möguleiki á að mér hafi tekist að selja 2 myndir... eina til skátanna í borgarnesi, mynd af blómi sem fer hugsanlega á skátaskeyti og svo er það hann Tolli, yfirmaður minn en það er möguleiki á að hann vilji fá eina hestamynd frá mér og setja á póstkort ^^

No comments: