Friday, January 30, 2009

Kósíkvöld hjá stúdentaleikhúsinu

Já óhætt er að segja að gærkveldið hafi bara verið einstaklega vel heppnað.
Fór um áttaleytið á síðasta námskeiðið hjá stúdentaleikhúsinu og þar á eftir var kósíkvöld.

Vorum við þarna ca 30 saman, spiluðum og spjölluðum langt fram eftir nóttu og endaði þetta með 7 manns sem höfðu sig ekki ferðbúin heldur um 04.30 að morgni til!
En þetta var bara svo einstaklega skemmtilegt fólk að enginn vildi fara heim fyrir utan snilldarlega leiki sem farið var í sbr 'varúlfaleikinn' og 'gettu hver'

Ég reyndist svo vera bjargvættur kvöldsins þegar ég reddaði þeim Júlíönu og Bryndísi starti í bílinn þar sem þeirra reyndist vera rafmagnslaus, og svo miskunnaði ég mig yfir tvo Bjarna sem þarna voru og skutlaði þeim heim í mosó.

Listinn yfir þá sem koma til með að leika í næsta uppsetningu hjá stúdentaleikhúsinu var birtur í morgun og því miður var ég ekki þar niðri á blaði enda bara ca 10 manns af 30 sem fengu hlutverk en það er eflaust nóg annað hægt að gera, aðstoða við sviðsmyndina, gera plaggat, setja saman leikskrár oþh að ógleymdum partýunum ^^

En já ætli það sé ekki vissara fyrir mig að fara að drífa mig og klára að undirbúa fyrir kvöldið.
later dudes & dudettes

Wednesday, January 21, 2009

Út vil ek..... ekki

oj bara.
Það er rigning og slabb og hálka og blautt úti.. mér finnst það ekki sniðugt og finnst frekar fúllt að þurfa að arka í slabbinu á milli háskólatorgsins og öskju millli tíma.

En já ég hef hafið nám í háskóla íslands og hef skráð mig í ensku. Einnig hef ég mætt á einn fund hjá stúdentaleikhúsinu og leist bara nokk vel á það.
Óhætt er samt að segja að háskólinn er örlítið öðruvísi en framhaldsskólinn að þeim þætti að í háskólanum þarf maður virkilega að læra og lesa mikið... who'da thunk!

Ég er allavega enn nokkurnvegin á áætlun enda bara tvær viknur liðnar, hehe

Að sjálfsögðu er ég líka með gobbann minn í bænum og höfum við farið í nokkra góða reiðtúra og mér líkar svo miklu betur í heimsenda heldur en í neðri fák.
Mér leist að vísu ekki alveg á blikuna í gær þegar ég tók eftir því að merin var farin að láta dáldið kjánalega í miðjum reiðtúr, stökk ég þá af baki og fékk grun minn staðfestann.... það var farið að safnast töluverður snjór undir hófana og hún átti erfitt með að halda jafnvægi blessunin.
Þá er nú gott að eiga einstaklega geðprýðis hross, en ég lyfti löppum hennar og barði ísinn úr hófunum með skaftinu á písknum.
- ekki allir hestar sem hefði staðið kjurir á meðan að þessu stóð. En svo lögðum við af stað til baka og riðum á ágætum hraða til að koma í veg fyrir að það safnaðist mikið meiri snjór í hófana.

Þegar ég kom aftur upp í hús komst ég að því að Álu finnst epli ekki góð... en Lilja elskar þau. það vildi nefnilega svo til að ég fann poka fullan af eplum og ákvað að tékka hvort stelpurnar hefðu áhuga á þeim. Lilja smakkaði einn bita en vildi svo ekki sjá þetta á meðan að Lilja var alveg óð í þetta og át heilt epli in no time.

Ég hef verið búsett í Njörvasundinu núna þessar tvær skólavikur og mér líkar það bara vel. Siggi og Rannsý eru mjög fín og það væsir svo sannarlega ekki um mig þarna ;)

En jæja Jay kennari er komin aftur og þá fer kennslan líklegast að hefjast á ný.
Þar til næst.