Hmm.. síðast var bloggað á sunnudegi og viti menn í dag er sunnudagur! skyldi þetta ætla verða að einhverju trendi hjá mér?
Það er nú ýmislegt búið að ganga á hjá mér þessa viku síðan ég bloggaði síðast og ekki beint hægt að segja að það hafi verið mín heppnasta vika.
á fimmtudeginum fór ég í reiðtúr á Mjölni og tók Hrólf til reiðar (fyrir ykkur ekki-svo-mikla-hestafólk þýðir það að ég hélt í hann í taumi og hann hljóp með). Nema hvað að þegar líða fer á reiðtúrinn komum við að kafla þar sem að Mjölnir er vanur að fá að hlaupa, eitthvað urðum við ósátt þegar ég vildi ekki lofa honum að hlaupa og ruku hestarnir stjórnlaust af stað.
sama hvað ég tók í tauminn eða talaði við hann hægði hann ekki á sér en mér tókst að beygja honum útaf veginum, hélt hann samt bara áfram og hlaupa og mér til mikillar skelfingar sá ég að hann var á leið á girðingu!
Sem betur fer tók hann líka eftir því og hægði á sér, nýtti ég þá tækifærið, stökk af baki og tókst að hemja hrossin.
löbbuðum við þá þennan kafla sem hann fær alltaf að hlaupa og fór ég aftur á bak. það gekk bara vel svo ég ákvað að tölta smá, nema hvað að hestarnir fóru eitthvað að æsa hvorn annan upp, tölt varð að hröðu tölti sem varð svo að stökki án þess að ég hefði nokkuð um það að segja og byrjaði leikurinn uppá nýtt, nema að í staðþess að hafa girðingu til að stöðva okkur þá stökk ég af baki í krappri beygju þar sem þeir þurftu að hægja verulega á til að ná henni og teymdi þá félaga heim enda var vegalengdin stutt.
fleira sem gerðist þennan dag var að ég hrasaði um einn af hundunum, tókst að smalla soyasósu flösku á eldhúsgólfinu, súpan síðan daginn áður reyndist mygluð og einn af köttunum klóraði einn af hundunum... hefur greinilega eitthvað legið í loftinu þann daginn.
Annars hefur allt verið með rólegunótunum og ég farið á hestbak og sópað ásamt því að læra og ganga með hundana... tjah nema kannski í gær.
Ég ákvað að fara í göngutúr með Gjafar sem er ungur og ótaminn en spakur og teymist vel, nema hvað að í göngutúrnum fælist hann við gaur á hjóli, hleypur af stað - yfir mig! - og ég missi tauminn, sem betur fer stoppaði hann örfáum metrum frá og fór að bíta gras.
hjólagaurinn sagði eitthvað við mig sem ég skyldi nú ekki og hélt svo bara áfram og hjólaði aftur fram hjá hestinum, ekkert að hugsa um að hjálpa mér á fætur eða að hjálpa mér við að ná hrossinu - I guess chivalry really is dead.
Miðannaprófið í bókmenntafræðinni er á morgun, eftir það mun ég líklegast eyða deginum í Bern með Susanne, þeas ef veðrið verður þokkalegt... er búið að vera dáldið drungalegt í dag með rigningu og vindi.
Sem betur fer er allur snjórinn farin héðan, sýnist á öllu að hann hafi flúið Sviss og komið sér bara vel fyrir á Íslandi um leið og ég kom hingað :P
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
úff vona að næsta vika verði betri
kv
Sigrún
híhí snjórinn fór líka héðan þegar það byrjaði að snjóa á Íslandi.
Það er aldrei tíðindalaust hjá þér .mamma
Post a Comment