Jæja þá er ég komin til Þýskalands eftir 3ja mánaða dvöl í Sviss.
Ferðalagið var langt og strangt, 15 klst í bíl en það gekk mjög vel og teljum við að allt og allir hafi komist heilu og höldnu á leiðarenda.
Húsið sem þau eiga hér er rosa stórt og flott en eiginlega enn í byggingu. Búið er að setja flísar á gólfin í sumum herbergjum en það á enn eftir að mála og koma upp veggfóðri og hurðum og sumstaðar gluggum svo óhætt að segja að mikið sé eftir.
Christan sefur á dýnu í húsinu en ég og Susanne erum saman í lítilli stúdíóíbúð sem þau leigja þar til við getum flutt inn sem verður vonandi í næstu eða þarnæstu viku.
Verst þykir mér hvað Susanne vaknar snemma á morgnanna, en það er kl 6! og ég sem sef frekar laust vakna að sjálfsögðu við umganginn í henni en þrjóskast alltaf við og ligg sem fastast uppí rúmi þar til hún hnippir í mig sem er oftast um 7 eða 8 leytið...
Annars er ekki mikið fyrir mig að vera þessa sl daga. Hrossin eru ekki enn komin á járn aftur eftir flutningana svo ekki fer ég á hestbak, það eru smiðir og málarar og flísaleggjamenn um allt í húsinu eins og maurar í mauraþúfu svo ekki get ég verið mikið þar inni án þess að vera fyrir, svo eiginlega það eina sem ég hef við að vera í augnablikinu er að fara út að labba með hundana sem er ekki svo slæmt fyrir utan alla hérana og dádýrin sem virðast halda sig í þýskri náttúrunni og hundarnir hafa einstaklega gaman að því að elta, svo maður þarf að vera vel á varðbergi.
En já frekar spes að hafa allt í einu svona lítið að gera þegar allt var á fullu sl viku við að pakka niður og þrífa, hehe
Ekki laust við að maður sé farin að hlakka til þess að koma heim og hitta fólkið sitt, dýrin sín og að ég tali nú ekki um að fá loksins almennilega máltíð!
grænmetihvað! þegar ég kem heim vil ég grillkjöt! grillkjöt! grillkjöt! og meira grillkjöt! eldsmiðju-devitos-heimabakaða pizzu! tortillas! la-la-la-la-lasagne! ofl ofl...