Já elsku dúllurnar mínar, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að ykkar jól hafi verið jafn góð og mín, að vísu fannst mér svoldið tómlegt hér á aðfangadag þar sem Sigga systir og henna familía voru í reykjavíkinni hjá tengdó, but whatcha gonna do.
Kalkúnninn var sem fyrr algjört æði og bara ekkert sem jafnast á við þessa yndislegu stuffing sem honum fylgir.
Það hafði snjóað yfir daginn svo þetta voru falleg hvít jól, en stuttu eftir kvöldmatinn verð ég vör við blossa fyrir utan, registeraði þetta ekki alveg fyrr en ca 10 sekúndum seinna að þessi þvílíka druna dundi yfir... höfðu þetta þá verið þruma og elding og á eftir fylgdi líka þetta steypi haglél.
En við létum þetta ekkert stoppa okkur í jólagleðinni og héldum inn í stofu að taka upp pakka.
Ég get með sanni sagt að ég sé einkar ánægð með mínar gjafir enda voru þær virkilega flottar. Frá mömmu og pabba fékk ég ekta kúrekahatt, sæt náttföt, þrífót undir myndavélina og einhverjar 6 dvd myndir byggðar á bókum eftir Stephen King :D
Frá Siggu og Dóra fékk ég svo tvær ábygglega mjög góðar bækur sem mig hlakkar til að lesa 'Interview with a vampire' og 'The Vampire Lestat'
Einnig fékk ég hestakamb, bleikan burberries múl til að hafa Álu fína með, tequila glas og 15 000 kr inneign í kringlunni :D
Í gær var svo farið í jólaboð til Elsu og Tryggva og þar voru litlu frændurnir Huginn Aðils og Jóhannes Aron aldeilis á útopnu :P
En jæja ætli ég segi þetta ekki gott í bili og aldrei að vita nema ég taki mér tíma í að blogga einu sinni fyrir áramót ;)
Ásrún, Mega sátt með jólin
Wednesday, December 26, 2007
Friday, December 21, 2007
Ásrún nýstúdína
Hell yeah ætli að ég hafi ekki bara útskrifast í dag ... eða brautskráðst af félagsfræðibraut eins og þetta kallast víst á menntamáli eða sve
Allavega þá er þessi dagur bara búinn að vera *in a nut shell* æðislegur!
- vaknaði í morgunn og hóf að hafa mig til, Anna kom og gaf mér æðislega flott hálsmen. Saman rúntuðum við á skagann þar sem ég náði í húfuna mína og svo var beðið eftir að allt hæfist.
Athöfnin gekk áfallalaust fyrir sig, það var að vísu einn gaur sem að missti húfuna sína í gólfið ... vandræðalegt...
Þegar öllum ljósmyndum var aflokið, búin að vera föðmuð og kysst af bláókunnugu fólki sem óskaði mér til hamingju þá fórum við litla fjölskyldan í bæinn en Anna snéri heim í Borgó.
Í Reykjavíkinni borðuðum við þennan dýrindis humar og nautakjöt heima hjá Siggu og Dóra og var þetta bara hreint út sagt yndislegt kvöld
Takk æðislega fyrir allir sem komu að þessum degi og ég óska öllum öðrum sem brautskráðust þennan sama dag innilega til hamingju, To day is our Day!
...myndir koma seinna ;)
Allavega þá er þessi dagur bara búinn að vera *in a nut shell* æðislegur!
- vaknaði í morgunn og hóf að hafa mig til, Anna kom og gaf mér æðislega flott hálsmen. Saman rúntuðum við á skagann þar sem ég náði í húfuna mína og svo var beðið eftir að allt hæfist.
Athöfnin gekk áfallalaust fyrir sig, það var að vísu einn gaur sem að missti húfuna sína í gólfið ... vandræðalegt...
Þegar öllum ljósmyndum var aflokið, búin að vera föðmuð og kysst af bláókunnugu fólki sem óskaði mér til hamingju þá fórum við litla fjölskyldan í bæinn en Anna snéri heim í Borgó.
Í Reykjavíkinni borðuðum við þennan dýrindis humar og nautakjöt heima hjá Siggu og Dóra og var þetta bara hreint út sagt yndislegt kvöld
Takk æðislega fyrir allir sem komu að þessum degi og ég óska öllum öðrum sem brautskráðust þennan sama dag innilega til hamingju, To day is our Day!
...myndir koma seinna ;)
Tuesday, December 18, 2007
Einkunnir komnar í hús
Jæja þá eru þessar blessuðu einkunnir komnar og ég verð nú að segja að ég er bara nokkuð sátt :D
Sag 203 - 6
Sag 303 - 6
Sál 273 - 8
Upp 203 - 8
Upp 303 - 9
Ens 433 - 10
Nokkuð gott ekki satt?
- Einnig vil ég óska systu minni til hamingju með sinn árangur í enskuprófinu sem hún var að fá úr sem og góðs gengis í prófinu sem hún er að fara í á föstudaginn... eins gott að hún standi sig í því þar sem að hún kemst ekki í útskriftarathöfnina mína sökum þessa prófs!
En til að bæta það upp þá munum við familían snæða heima hjá henni um kvöldið og það verður sko ekkert slort í kvöldmatinn, humar og alles... me likey very much :D
Sag 203 - 6
Sag 303 - 6
Sál 273 - 8
Upp 203 - 8
Upp 303 - 9
Ens 433 - 10
Nokkuð gott ekki satt?
- Einnig vil ég óska systu minni til hamingju með sinn árangur í enskuprófinu sem hún var að fá úr sem og góðs gengis í prófinu sem hún er að fara í á föstudaginn... eins gott að hún standi sig í því þar sem að hún kemst ekki í útskriftarathöfnina mína sökum þessa prófs!
En til að bæta það upp þá munum við familían snæða heima hjá henni um kvöldið og það verður sko ekkert slort í kvöldmatinn, humar og alles... me likey very much :D
Thursday, December 13, 2007
Árangurinn minn
Hehe ó já það er sko ekki leiðinlegt að upplýsa ykkur um ágæti mitt í prófunum þar sem ég náði þeim öllum og mun útskrifast með glans úr FVA þann 21 desember 2007 !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég get bara ekki beðið, ekkert smá spennandi. Ég tók síðasta prófið á mánudaginn og hringdi svo í morgunn til að athuga hvort kennarinn væri búinn að fara yfir prófið. Eftir smá bið komst ég að því að ég hafði náð því, rétt eins og hinu prófinu.
Ég var ekkert smá ánægð og rauk inn í svefnherbergi þar sem mamma svaf á sínu græna kallandi "Ég náði öllum prófunum, ég er að fara að útskrifast!!"
- Ég hélt hún yrði ekki eldri henni brá svo, hehe
En já útskriftin er s.s 21. og svo er bara vinna vinna vinna þar og þangað til og fram að jólum. og svo fer maður að huga að flutningi í höfuðborgina fljótlega og þarf að athuga með jobb þar í bæ ... allt að ske sko ;)
Ég get bara ekki beðið, ekkert smá spennandi. Ég tók síðasta prófið á mánudaginn og hringdi svo í morgunn til að athuga hvort kennarinn væri búinn að fara yfir prófið. Eftir smá bið komst ég að því að ég hafði náð því, rétt eins og hinu prófinu.
Ég var ekkert smá ánægð og rauk inn í svefnherbergi þar sem mamma svaf á sínu græna kallandi "Ég náði öllum prófunum, ég er að fara að útskrifast!!"
- Ég hélt hún yrði ekki eldri henni brá svo, hehe
En já útskriftin er s.s 21. og svo er bara vinna vinna vinna þar og þangað til og fram að jólum. og svo fer maður að huga að flutningi í höfuðborgina fljótlega og þarf að athuga með jobb þar í bæ ... allt að ske sko ;)
Sunday, December 9, 2007
Síðasta prófið á morgun!!
Já gott fólk, síðasta prófið mitt er á morgun!
Á morgun fæ ég líka vonandi að vita hvernig mér gekk í prófinu sem ég fór í á fimmtudaginn og auðvitað verða allir að krossleggja fingurnar með mér og óska þess að ég hafi náð.
Einnig hef ég verið að hringja í stórfjölskylduna og bjóða í stúdentsveisluna sem verður svo haldin... kannski ekki beint það gáfulegasta þar sem ég veit ekki enn hvort mér mun takast að útskrifast, en því verður þá örugglega reddað með hvítum pappírshatti með áletruninni tossi ef út í það er farið
Svo mun líf manns algjörlega umturnast þegar ég flyt í bæinn úr foreldrahúsunum, en elskuleg frænka mín ætlar að veita mér húsaskjól.
Ég er líka komin með pláss fyrir hana Álu mína í hesthúsi sem er ekkert svo langt frá þannig að það er bara frábært, næst á dagskrá verður að finna einhverja góða vinnu svo maður geti farið að vinna fyrir sér og spara fyrir því að fara út í nám ;)
Á morgun fæ ég líka vonandi að vita hvernig mér gekk í prófinu sem ég fór í á fimmtudaginn og auðvitað verða allir að krossleggja fingurnar með mér og óska þess að ég hafi náð.
Einnig hef ég verið að hringja í stórfjölskylduna og bjóða í stúdentsveisluna sem verður svo haldin... kannski ekki beint það gáfulegasta þar sem ég veit ekki enn hvort mér mun takast að útskrifast, en því verður þá örugglega reddað með hvítum pappírshatti með áletruninni tossi ef út í það er farið
Svo mun líf manns algjörlega umturnast þegar ég flyt í bæinn úr foreldrahúsunum, en elskuleg frænka mín ætlar að veita mér húsaskjól.
Ég er líka komin með pláss fyrir hana Álu mína í hesthúsi sem er ekkert svo langt frá þannig að það er bara frábært, næst á dagskrá verður að finna einhverja góða vinnu svo maður geti farið að vinna fyrir sér og spara fyrir því að fara út í nám ;)
Thursday, December 6, 2007
Hálfnuð í prófunum
Já sæll þá er maður bara hálfnaður í prófunum! Búin með eitt og á eitt eftir, hehe
Sögu 203 prófið var sem sagt í morgunn og ég held að mér hafi gengið bara ágætlega, gekk allavega betur en ég átti von á svo það er alltaf plús...
Held ég hafi frá voðalega takmörkuðu öðru spennandi að segja.. í dag kláraði ég sci fi stutt sögu sem ég átti að skrifa fyrir enskuáfangann og svo flippaði ég aðeins með myndavélina enda er maður búin að eyða einum og miklum tíma í að vera að læra held ég samanber myndina hér að neðan

Subscribe to:
Posts (Atom)