Wednesday, December 26, 2007

Gleðileg jól, hvít jól

Já elsku dúllurnar mínar, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að ykkar jól hafi verið jafn góð og mín, að vísu fannst mér svoldið tómlegt hér á aðfangadag þar sem Sigga systir og henna familía voru í reykjavíkinni hjá tengdó, but whatcha gonna do.

Kalkúnninn var sem fyrr algjört æði og bara ekkert sem jafnast á við þessa yndislegu stuffing sem honum fylgir.
Það hafði snjóað yfir daginn svo þetta voru falleg hvít jól, en stuttu eftir kvöldmatinn verð ég vör við blossa fyrir utan, registeraði þetta ekki alveg fyrr en ca 10 sekúndum seinna að þessi þvílíka druna dundi yfir... höfðu þetta þá verið þruma og elding og á eftir fylgdi líka þetta steypi haglél.
En við létum þetta ekkert stoppa okkur í jólagleðinni og héldum inn í stofu að taka upp pakka.

Ég get með sanni sagt að ég sé einkar ánægð með mínar gjafir enda voru þær virkilega flottar. Frá mömmu og pabba fékk ég ekta kúrekahatt, sæt náttföt, þrífót undir myndavélina og einhverjar 6 dvd myndir byggðar á bókum eftir Stephen King :D
Frá Siggu og Dóra fékk ég svo tvær ábygglega mjög góðar bækur sem mig hlakkar til að lesa 'Interview with a vampire' og 'The Vampire Lestat'
Einnig fékk ég hestakamb, bleikan burberries múl til að hafa Álu fína með, tequila glas og 15 000 kr inneign í kringlunni :D

Í gær var svo farið í jólaboð til Elsu og Tryggva og þar voru litlu frændurnir Huginn Aðils og Jóhannes Aron aldeilis á útopnu :P
En jæja ætli ég segi þetta ekki gott í bili og aldrei að vita nema ég taki mér tíma í að blogga einu sinni fyrir áramót ;)

Ásrún, Mega sátt með jólin

2 comments:

MIA said...

gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla ^^

MIA said...

ég heimta blogg.....