Sunday, December 9, 2007

Síðasta prófið á morgun!!

Já gott fólk, síðasta prófið mitt er á morgun!
Á morgun fæ ég líka vonandi að vita hvernig mér gekk í prófinu sem ég fór í á fimmtudaginn og auðvitað verða allir að krossleggja fingurnar með mér og óska þess að ég hafi náð.

Einnig hef ég verið að hringja í stórfjölskylduna og bjóða í stúdentsveisluna sem verður svo haldin... kannski ekki beint það gáfulegasta þar sem ég veit ekki enn hvort mér mun takast að útskrifast, en því verður þá örugglega reddað með hvítum pappírshatti með áletruninni tossi ef út í það er farið

Svo mun líf manns algjörlega umturnast þegar ég flyt í bæinn úr foreldrahúsunum, en elskuleg frænka mín ætlar að veita mér húsaskjól.
Ég er líka komin með pláss fyrir hana Álu mína í hesthúsi sem er ekkert svo langt frá þannig að það er bara frábært, næst á dagskrá verður að finna einhverja góða vinnu svo maður geti farið að vinna fyrir sér og spara fyrir því að fara út í nám ;)

1 comment:

Dagmar Ýr said...

Hvernig væri nú að fara að blogga um hvernig þér gekk? ha...? hmm...? mér finnst það líka... *sek*

=D