Monday, February 4, 2008

Byrjuð í nýrri vinnu

Jahá gott fólk nú er stelpan komin í tvær vinnur
Önnur er á hagstofunni og hin í Sólarfilmu og þar sem ég var að vinna á báðum stöðum í dag að þá var vinnudagurinn minn frá 08.00 til 22.00 ... dáldið langur vinnudagur að mínu mati.

En já Sólarfilma,
Mætti s.s í dag fyrsta daginn minn og hann gekk nú bara nokkuð vel. Gústi var sá eini sem mættur var þegar ég kom og sagði hann mér að systur minnar væri sárt saknað enda fyndin, skemmtileg og lífsglöð stelpa þar á ferð (hans orð, ekki mín) svo þarna eru komnar aldeilis væntingar sem bornar eru til manns....

Svo mættu Tolli (eigandinn) og Margrét (almennur starfsmaður :P) um hálf níu. Tolli fór upp á skrifstofu og Gústi eitthvað út að sendast svo það vorum bara við Magga að dandalast inni á lager sem var bara mjög gaman. Flokkuðum póstkortin og svo sýndi hún mér hitt og þetta sem gott er að vita.
Ég held að mér eigi bara eftir að líka vel í sólarfilmunni sér í lagi þar sem fyrsti dagurinn gekk svona vel... nema að það sé eitthvað óheilla merki, because then I'm screwed

Annars er nú kannski ekkert svo mikið að frétta, var heima í Borgó um helgina ásamt henni systur minni og hennar fjölskyldu, sem var bara gaman nema þegar við fórum út að labba með hundana og lappirnar frusu næstum af okkur í þessum helv**** kulda.
Get ekki beðið eftir hlýrra veðri og jafnvel smá rigningu til að bræða þennan leiðinda snjó

En já.. hún litla ég þarf aðvakna kl 7 í fyrramálið að þá er ég að hugsa um að fara bara að sofa
later

1 comment:

Anonymous said...

jey ný vinna
8 - 22 er pínu langur vinnudagur en það verður þó ekki lengi ;)
nema auddað ef þér snýst um hugar og finnst það afar skemmtilegt að vinna svona lengi... og heldur áfram að vinna svona mikið... :(

vonandi gerist það ekki !
kv
Anna