Saturday, March 20, 2010

Draumráðningar, anyone?

gleði gleði, ég fékk pakka í dag frá yndislegu foreldrum mínum sem innihélt íslenskt nammi og páskaegg! Núna mega sko páskarnir koma :D
...Og Sigga þetta var egg nr 3 svo ég held að ég muni ráða við að klára það, ef ekki þá segir mér nú svo hugur um að Susanne myndi aðstoða mig við það með glöðu geði.

Dagurinn í dag var mjög góður. Ég fékk að sofa til 9 í morgunn sem ég kalla núorðið að sofa út, hehehe, held að það hafi verið mesta breytinging sem ég fann fyrir að þurfa allt í einu að fara að sofa á skikkanlegum tíma og vakna snemma á morgnanna :P
Fyrirhádegi var ósköp rólegt, fór í göngutúr með tryppið, gaf hrossunum, hreinsaði gerðið og hafði til hádegismat.
Eftir hádegismat fórum við svo á rúntinn og fórum til Umiz þar sem að var markaður í gangi, ekkert mjög stór og það var ekki hægt að prútta en það var rosa gaman að skoða. Ég keypti mér loksins nýtt skópar enda gömlu nike skórnir komnir á síðasta séns, en núna standa tölurnar svo

Ný skópör keypt sl mánuð
Ásrún: 1
Susanne: 7

finnst það frekar skonndið, sérstaklega þar sem hún er alltaf að tala um að hún þurfi að losa sig við skó og föt svo að það verði minna til að taka með sér þegar við flytjum til Þýskalands, hehe.
Á morgun munum við svo fara í gamlan bæ sem heitir Mürten eða Morten, á víst að vera rosalega fallegur og gaman að skoða.
Í dag var ég látin vinna með Austra í hendi og viti menn ætli ég hafi ekki fengið leyfi til að fara á bak! Að vísu bara inni í hringgerðinu... og Susanne lónseraði hann á meðann... en samt, híhí

Eeeeen ég nefndi víst eitthvað um draumráðningar vegna þess að mig dreymdi alveg stórfurðulegan draum í nótt.

Ég var stödd í stórri borg þegar allt í einu dró ský fyrir sólu, ég leit upp hæðina og þar var rosalegt þrumuveður yfir þorpi sem var þar. Ég geng út á torgið til að fylgjast betur með eldingunum þegar lítill skýstórkur kemur, ég fylgist með honum heilluð í smá stund þegar ég ákveð að það er hugsanlega ekkert svo sniðugt að standa bara þarna og fylgjast með svona twister.
Ég sný mér við og sé þar gaur á hjóli sem að dettur niður, ég hleyp til hans og hjálpa honum á fætur, hann bölvar þyngdaraflinu en segir svo að sér svimi dáldið og biður mig um að styðja sig áfram meðan hann er að ná jafnvæginu.

við göngum aðeins áleiðis eftir torginu þegar hann þéttir takið á mér og fer að ganga hraðar og hraðar, ég er umþaðbil að stoppa þegar allt í einu kemur einhver annar sem hann greinilega þekki og grípur undir hina hendina mína. Saman lyfta þeir mér upp og hafa mig á brott.
Ég berst um og reyni að sleppa en ekkert gengur, þá öskra ég eins hátt og ég get sem verður til þess að ég hrekk upp af svefninum, ég velti því fyrir mér hvort ég hafi öskrað uppúr svefni þegar herbergishurðin mín opnast og inn gengur gaurinn á hjólinu.

Þá rifjast upp fyrir mér að það eru nokkrir mánuðir síðan þetta hafði allt gerst og ég og þessi gaur vorum byrjuð saman. Hann kveðjur mig og fer í vinnuna. Ég klæði mig og fer að skoða íbúðina sem við (og vinir okkar) búum í. Fer inná klósett en það er greinilega stíflað eða eitthvað þar sem það er kúkur út um allt! sama var að segja um hin 2 klósettin í íbúðinni *bjakk*
Næst lýt ég út um gluggann, þar haf ég útsýni yfir gerðið og sé alla hestana, mér til mikillar ánægju hafa Ála og Lilja bæst í stóðið og ég fer að plana reiðtúra til að fara á hestinum mínum, þegar ég uppgvöta, mér til mikillar skelfingar, að ég get ekki tekið þær aftur með mér heim til Íslands!
og þá vaknaði ég - fyrir alvöru...

Tuesday, March 16, 2010

Mánuður

Já heil og sæl.
Í dag er liðinn mánuður síðan ég lent í Sviss og að mínu mati hefur tíminn bara verið frekar fljótur að líða enda er nóg að gera á þessu heimili hvað varðar hrossin, hundana, tiltekt, matreiðslu og heimanám.

og talandi um mat að þá er ratatoille-ið að malla í pottinum og eftir kvöldmat munum við Susanne bruna til Westside í bíó að sjá Alice in Wonderland :) og á ensku, ekki þýsku! :D

Við fórum saman í langan reiðtúr á Mjölni og Austra og málin voru aðeins rædd. Við þurfum víst að koma aðeins betur skipulagi á hlutina sem er samt frekar erfitt fyrir hana þar sem hún vill að ég vinni aðeins meira með hrossin, ekki bara fara í reiðtúr en hún hefur eiginlega ekki tíma til að sýna mér hvað það er sem ég á að gera - see the dilemma?
Einnig hefur hún mikla fullkomnunaráráttu og hlutirnir eiga helst að vera gerðir algerlega eftir hennar höfði, sem er kannski ekkert rosalega auðvelt ef ég veit ekki hvernig hún vill að ég geri hlutina.

svo kom það upp hún ekki alveg nógu sátt með að ég fékk lánað hjól sem var hér í kjallaranum og fór út að hjóla í sl viku þegar ég var ein heima. Þetta var víst alveg glænýtt hjól sem átti ekki að nota fyrr en í Þýskalandi, það var líka hennar hjól og hún ætlaði að vera fyrst til að nota það.
Og vikuna sem ég var hér ein átti ég líka að vinna aðeins með Austra í gerðinu, lónsera og eitthvað en svo þegar ég sagði henni að ég hefði farið einn dag á bak þá var hún ekki alveg nógu ánægð heldur, þar sem Austri er víst hennar hestur og það má greinilega helst enginn fara á bak nema hún, hehe

Það var nú ekki gert neitt mál úr þessu enda vissi ég ekki að ég mætti ekki nota hjólið eða fara á bak á Austra og það var enginn heima til að spyrja.
Einnig finnst mjög fínt að ég hef mikið vinnu sjálfstæði en stundum finnst henni samt kannski aðeins of mikið, hehe Svo við ætlum að reyna koma upp einhverju plani svo ég viti nú alveg hvað ég má og hvað ég má ekki gera...

Á laugardaginn er svo einskonar hestahátíð í þorpi hér nálægt þar sem að eru til sýnis allar þær hestategundir sem finnast í nágrenninu, held að það verði rosalega gaman.
Og á sunnudaginn þá er spurning hvort við förum á pilates 2 námskeið með hrossin eða hvort við tökum smá útsýnis tour um Svissnesku sveitirnar hér í kring.

Vorið er svo greinilega á næsta leiti enda búið að vera yndislegt veður sl daga sól og sumarylur :)

Vona að þið hafið það gott í regninu á Íslandi.
Þar til næst
Með kveðju frá Sviss

Monday, March 8, 2010

Mánudagur til mæðu... eða hvað

Flest allir á fésbókinni eru að dæsa og hvæsa að það skuli vera kominn mánudagur en ég er nú eiginlega bara fegin, og sérstaklega er ég fegin að það skuli vera einmitt þessi mánudagur vegna þess að Christan og Susanne fóru til Þýskalands í gær og ég verð ein hér með hestunum og kisunum í heila viku :)
- hver kemur í partý!?

Annars hefur dagurinn bara verið mjög góður. vaknaði í morgun og gaf hrossunum, skrifaði ritgerð fyrir hádegi, fékk mér eggjahræru með beikoni, sveppum og papriku í hádegismat - full skál af salati hvað - svo er ég búin að fara á hestbak, setja í þvottavél... basically búin að öllu sem ég þarf að gera og dagurinn er varla hálfnaður.

Á laugardaginn ætluðum Susanne til Zurich að sjá Ístölt en því var svo frestað vegna veðurs. Kom í ljós að það var víst bilað veður í Zurich, almenningssamgöngur stöðvaðar og slatti af slysum vegna hálku, frekar skrítið því veðrið hér var alveg viðráðanlegt.
En í staðinn fórum við til Westside sem er moll og ég verslaði mér nokkrar bækur og skoðaði í fullt af búðum, var mjög næs.
og talandi um veðrið að þá var dáldið frost í nótt, amk svo mikið að hrossaskíturinn sat frosinn við jarðvegin og sumum hrúgunum náði ég hreinlega ekki upp fyrr en eftir hádegi þegar sólin var aðeins búin að losa þetta, það er ss sólskín, blár himinn en asskúri kalt

Frétti svo frá pabba að hann ætlaði að senda mér páska egg og get ekki sagt annað en að ég sé himinlifandi með það. Væri enn betra ef hann gæti fundið strumpapáska egg, skil ekki afhverju Nói hætti með þau því þau voru klárlega best.
Einnig bíð ég spennt eftir að heyra hvort hún Ála mín sé fylfull heima... frekar lélegt að bíða í nærri ár með að komast að þessu en svona er þetta víst, hvað get ég sagt ég lifi fyrir spennuna :P

Wednesday, March 3, 2010

Með hey í hárinu

Já það hefur nokkrum sinnum komið fyrir eftir að hafa verið að stússast úti í hesthúsi að maður sé með hey í hárinu, á peysunni... í skónnum... í vösunum já eiginlega bara út um allt! virðist vera allveg jafn kræft og hunda/katta/hesta hárin, hehe

Annars er lífið bara að ganga sinn vanagang hér í Svisslandinu, vaknað snemma, hrossum og hundum sinnt, þrifið inni eða farið í annan göngutúr með hundana. Tími fyrir heimanámið gefst samt eiginlega ekki fyrr en eftir kvöldmat svo það er svo sannarlega nóg að gera á stóru heimili.

Í kvöld var annars eldaður risa skammtur af grænmetissúpu sem ætti að endast sem kvöldmatur hvah- næstu 3 til 4 daga svo þar græðir maður nokkrar auka mínútur sem annars hefuðu farið í eldunarstúss :P

Annars hlakkar mig dáldið til næstu viku en þá mun ég vera ein frá sunnudegi til laugardags og þá skal sko eldað eitthvað gott! ekki svona kanínufæði, þó svo að það sé nú að venjast alveg ágætlega þrátt fyrir dálítinn vind og þá er ég ekki að tala um veðrið úti, haha.

Svo er alltaf svo mikið rætt um flutningana til Þýskalands að mig er nú bara farið að hlakka til, þrátt fyrir að þetta verði um 10 klst keyrsla!
Þar er munu þau hafa sveitabæ, ekki hús í miðju þorpi þar sem er fullt af skokkurum, hjólafólki og traktorum. Svo er fólkið á næsta bæ með arabíska hesta, fór á einn þannig úti í kanada og það var mjög gaman væri ekki leiðinlegt að komast á bak á þannig aftur :P

Vona að þið hafið það gott í snjónum og slabbinu heima :)