Tuesday, March 16, 2010

Mánuður

Já heil og sæl.
Í dag er liðinn mánuður síðan ég lent í Sviss og að mínu mati hefur tíminn bara verið frekar fljótur að líða enda er nóg að gera á þessu heimili hvað varðar hrossin, hundana, tiltekt, matreiðslu og heimanám.

og talandi um mat að þá er ratatoille-ið að malla í pottinum og eftir kvöldmat munum við Susanne bruna til Westside í bíó að sjá Alice in Wonderland :) og á ensku, ekki þýsku! :D

Við fórum saman í langan reiðtúr á Mjölni og Austra og málin voru aðeins rædd. Við þurfum víst að koma aðeins betur skipulagi á hlutina sem er samt frekar erfitt fyrir hana þar sem hún vill að ég vinni aðeins meira með hrossin, ekki bara fara í reiðtúr en hún hefur eiginlega ekki tíma til að sýna mér hvað það er sem ég á að gera - see the dilemma?
Einnig hefur hún mikla fullkomnunaráráttu og hlutirnir eiga helst að vera gerðir algerlega eftir hennar höfði, sem er kannski ekkert rosalega auðvelt ef ég veit ekki hvernig hún vill að ég geri hlutina.

svo kom það upp hún ekki alveg nógu sátt með að ég fékk lánað hjól sem var hér í kjallaranum og fór út að hjóla í sl viku þegar ég var ein heima. Þetta var víst alveg glænýtt hjól sem átti ekki að nota fyrr en í Þýskalandi, það var líka hennar hjól og hún ætlaði að vera fyrst til að nota það.
Og vikuna sem ég var hér ein átti ég líka að vinna aðeins með Austra í gerðinu, lónsera og eitthvað en svo þegar ég sagði henni að ég hefði farið einn dag á bak þá var hún ekki alveg nógu ánægð heldur, þar sem Austri er víst hennar hestur og það má greinilega helst enginn fara á bak nema hún, hehe

Það var nú ekki gert neitt mál úr þessu enda vissi ég ekki að ég mætti ekki nota hjólið eða fara á bak á Austra og það var enginn heima til að spyrja.
Einnig finnst mjög fínt að ég hef mikið vinnu sjálfstæði en stundum finnst henni samt kannski aðeins of mikið, hehe Svo við ætlum að reyna koma upp einhverju plani svo ég viti nú alveg hvað ég má og hvað ég má ekki gera...

Á laugardaginn er svo einskonar hestahátíð í þorpi hér nálægt þar sem að eru til sýnis allar þær hestategundir sem finnast í nágrenninu, held að það verði rosalega gaman.
Og á sunnudaginn þá er spurning hvort við förum á pilates 2 námskeið með hrossin eða hvort við tökum smá útsýnis tour um Svissnesku sveitirnar hér í kring.

Vorið er svo greinilega á næsta leiti enda búið að vera yndislegt veður sl daga sól og sumarylur :)

Vona að þið hafið það gott í regninu á Íslandi.
Þar til næst
Með kveðju frá Sviss

No comments: