Jæja gott fólk, haldiði að það sé ekki bara komið ár síðan hún litla ég flaug af hestbaki og þríbraut á sér hægri hendina!
Það verður bara að segjast að tíminn líður svo sannarlega hratt því mér finnst svo stutt síðan ég var að pirrast og baslast við að skrifa með vinstri hendinni meðan ég eyddi þessum þrem mánuðum í ljóta gipsinu.
Hreyfigetan er ekki komin 100% en við skulum segja að hún er allavega í kringum 90 - 95 % sem er bara mjög gott mál :)
og talandi um gips að þá er hann Huginn litli heldur betur gipsaður, en hann fór í aðgerð á boomerang löppunum sínum á mánudaginn síðast liðinn. Hann var nú ekki par sáttur til að byrja með en er farin að kunn á þetta núna og skríður um gólf eins og skæruliði með lappirnar gipsaðar með bláu gipsi alveg upp í nára
- Hann er sko sannkallaður Ofur Huginn!!
Það er nú ekki allt búið enn, heldur fór Pílu ponnsið mitt í aðgerð í dag, en það stóð til að senda hana í geldingu. Hún fór snemma í morgunn og allt gekk vel fyrir sig, að vísu komu í ljós bólgur í leginu þegar hún var oppnuð svo því var bara öllu kippt út í staðinn fyrir að taka einungis eggjastokkana eins og stóð til, sem ég held að hafi bara verið gott mál þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af legkrabba eða neinu slíku.
Hún er búin að vera dáldið slöpp í kvöld enda búin að vera að jafna sig af svæfingunni auk þess sem ég held að deyfingin sé að þverra og þá finnur maður nú dáldið til.
- Vonum bara að stelpan verði fljót að jafna sig
og já ég hef meiri fréttir, en hann afi minn, Valur Magnússon lést í vikunni. Hann var 81 árs og búinn að liggja á spítala síðan í apríl á síðasta ári eftir heilablóðfall.
Hann var frekar mikið veikur og allir vissu að hann færi að fara. Nú er hann á betri stað og líður mikið betur.
R.I.P afi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
já mikið að gerast á stuttum tíma, gott að Pílu líður betur.
Langaði að bæta því við að afi hét Ríkharður Valur MAgnússon...en euðvitað alltaf kallauður Valur ;)
Post a Comment