það er nú ekki einu sinni fyndið hvað tíminn líður hratt og núna er ég búin að starfa heila viku í sólarfilmu!
Verð nú að segja að mér líkar bara virkilega vel þarna og er að takast að læra á það hvernig þetta gengur allt fyrir sig, svo er starfsfólkið þarna ekki af verri endanum ;) og það er bara mesta snilld ever að vera búin að vinna kl 12 á föstudögum, bara æði að hafa langar helgar sko
Annars hef ég nú ekki komist á hestbak síðan á fimmtudag sem er mikill bömmer og allt þessu leiðinda veðri að kenna því ef það er ekki rigning, rok og stormviðvörun að þá er svo mikill og blautur snjór að hann hleðst svo mikið í hófana að maður hefði bara endað á rugguhesti!
Þannig að maður hefur lítið annað gert en bara að hleypa þeim stöllum út í gerði til að velta sér aðeins og hreyfa sig.
Þannig að maður hefur lítið annað gert en bara að hleypa þeim stöllum út í gerði til að velta sér aðeins og hreyfa sig.
Skapi mínu var þó létt á laugardaginn þegar Sedda dró mig með sér upp í hesthús með Mánadís sína í forbyggingar mat og svo austur að kíkja á tryppin :)
Þau litlu bara mjög vel út, voru í góðum holdum og vel loðin, að vísu var girðingin hrunin svo við þurftum að gera við og sem betur fer voru hestarnir allir enn á sínum stað. Ég komst voða lítið nálægt Veröld minni þar sem hún var dáldið stygg en það eldist vonandi af henni
Sæta Veröld
Annars held ég að það sé voðalega lítið spennandi að frétta, Boston Legal er í kvöld sem er ávallt frábært enda snilldar þættir ^^
Hún er svo mikið krútt! Svo látum við þig vita næst þegar við förum :P
ReplyDelete