Já sumardagurinn fyrsti bara í dag svo ég óska öllum gleðilegs sumars!
Var að vísu frekar mikil rigning í dag en það er víst gott fyrir gróðurinn því ég sé grængresið spretta í offorsi hér og hvar, hlakka mikið til sólríkra daga í sumar :D
Vona að þið hafið haft það sem best í dag
Thursday, April 24, 2008
Monday, April 21, 2008
allt má nú gera manni
Já það var svo sannarlega nóg brasað um helgina.
Á föstudagskveldinu eftir að hafa skroppið í borgarnes og aftur í r.vík hóf ég að skrappa með henni systur minni og ég er líklegast komin með bakteríuna. hendi kannski inn þessum tveim síðum sem ég náði að skrappa við tækifæri, mér finnst þær allavega hafa tekist ágætlega.
Jæja svo á laugardags morgninum var farið með Siggu systur í brúðarkjólaleigu og viti menn eftir að hafa mátað ca 6 kjóla fann hún þann sem þóknaðist henni og var hann alls ekki að verri endanum, virkilega fallegur kjóll!*
Einnig var fundað með Rannsý og mömmu varðandi skipulag á brúðkaupinu og er þetta allt í rétt átt.
Um kvöldið fór ég svo ásamt fríðu föruneyti út að borða á Caruso, sem var bara æðislegt. Fékk mér snigla í forrétt og lasagna í aðalrétt, sniglarnir voru snilld Anna vildi nú ómögulega smakka en þá var bara meira fyrir mig ;)
Eitthvað var rölt um bæinn eftir matinn, við Anna stungum svo af og kíktum lítillega á Broadway en þurftum svo að halda af stað þar sem að hún átti að vinna á Matstofunni í Borgarnesi um kvöldið. ég fór með henni og var þetta bara ágætasta road trip.
Svo hékk ég í ca 2 klst á Matstofunni þar sem við spiluðum og horfðum á Hidalgo, sem var bara mjög fínt.
Í morgun þegar við komum í bæinn skutlar Anna mér í breiðholtið þar sem að bíllinn minn beið mín... Með sprungið á einu framdekkinu!! það var alveg flatt!
og ég var ekki sátt.
Anna gerðist þó svo yndisleg að skutla mér niður í vinnu og sótti mig aftur að vinnudegi loknum.
svo kíkti ég aðeins á pabba labba á spítalann, en hann er búinn að vera þar síðan miðvikudaginn síðasta og er að jafna sig eftir nýrnasteina aðgerð.
Hann er ótrúlega harður að sér og duglegur karlinn. algjör hetja.
Þegar ég var komin aftur heim til Sólrúnar frænku þá dró ég Hauk með mér að skipta um dekk á bílnum. hann lenti í einhverju veseni með rærnar en allt hafðist þetta þó á endanum og ég get bætt við að skottið var fullt af vatni undir hjá dekkinu ... don't ask me how... don't ask me why ... you don't know you do drugs.
Á föstudagskveldinu eftir að hafa skroppið í borgarnes og aftur í r.vík hóf ég að skrappa með henni systur minni og ég er líklegast komin með bakteríuna. hendi kannski inn þessum tveim síðum sem ég náði að skrappa við tækifæri, mér finnst þær allavega hafa tekist ágætlega.
Jæja svo á laugardags morgninum var farið með Siggu systur í brúðarkjólaleigu og viti menn eftir að hafa mátað ca 6 kjóla fann hún þann sem þóknaðist henni og var hann alls ekki að verri endanum, virkilega fallegur kjóll!*
Einnig var fundað með Rannsý og mömmu varðandi skipulag á brúðkaupinu og er þetta allt í rétt átt.
Um kvöldið fór ég svo ásamt fríðu föruneyti út að borða á Caruso, sem var bara æðislegt. Fékk mér snigla í forrétt og lasagna í aðalrétt, sniglarnir voru snilld Anna vildi nú ómögulega smakka en þá var bara meira fyrir mig ;)
Eitthvað var rölt um bæinn eftir matinn, við Anna stungum svo af og kíktum lítillega á Broadway en þurftum svo að halda af stað þar sem að hún átti að vinna á Matstofunni í Borgarnesi um kvöldið. ég fór með henni og var þetta bara ágætasta road trip.
Svo hékk ég í ca 2 klst á Matstofunni þar sem við spiluðum og horfðum á Hidalgo, sem var bara mjög fínt.
Í morgun þegar við komum í bæinn skutlar Anna mér í breiðholtið þar sem að bíllinn minn beið mín... Með sprungið á einu framdekkinu!! það var alveg flatt!
og ég var ekki sátt.
Anna gerðist þó svo yndisleg að skutla mér niður í vinnu og sótti mig aftur að vinnudegi loknum.
svo kíkti ég aðeins á pabba labba á spítalann, en hann er búinn að vera þar síðan miðvikudaginn síðasta og er að jafna sig eftir nýrnasteina aðgerð.
Hann er ótrúlega harður að sér og duglegur karlinn. algjör hetja.
Þegar ég var komin aftur heim til Sólrúnar frænku þá dró ég Hauk með mér að skipta um dekk á bílnum. hann lenti í einhverju veseni með rærnar en allt hafðist þetta þó á endanum og ég get bætt við að skottið var fullt af vatni undir hjá dekkinu ... don't ask me how... don't ask me why ... you don't know you do drugs.
Sunday, April 13, 2008
jæja þá er komin rétt rúmlega vika síðan dramatíkin með burrann minn átti sér stað og þökk sé nýja Reley dæminu að þá hefur hann hagað sér eins og engill sem ég er mjög ánægð með ^^
Annars hefur þessi helgi bara verið mjög fín. Á föstudeginum eftir vinnu skrapp ég aðeins í kringluna sem ég hefði hugsanlega ekki átt að gera þar sem ég eyddi eiginlega of miklum pening í ný föt *roðn*
... það getur verið erfitt að vera stelpa
Svo um kveldið fór ég í tvítugsafmælis partý í breiðholtinu en þá var verið að fagna því að Þórhildur væri orðin löglegur alki óhætt að segja að það var mikið stuð í partýinu. Sungið Stephen Lynch og svona :P
Á laugardeginum var planið að við Sigga myndum fara í massífan reiðtúr.. eitthvað inn í heiðmörk en ætli stelpan hafi ekki bara bailað á litlu systur sinni, sem er ekki nógu sniðugt.
í staðinn renndi ég bara í Borgarnesið og hitti Önnu. Við fengum okkur að borða, spjölluðum og spiluðum svo playstation öskrandi, hlaupandi og flýjandi undan morðóðum orkum, hehe bara gaman ;)
Svo í dag.. hmmm... hvað á að gera í dag.
Er eiginlega bara að gæla við að skella mér í heita pottinn og taka bara chillið á þetta. Maður verður jú að vera upplagður fyrir að horfa á Boston Legal í kvöld.
ó og btw þá sá ég teikningarnar sem Dóri gerði að húsinu sem þau eru að hugsa um að byggja. Bara flott, lýst vel á.
Eina sem er að það mætti bæta herbergi fyrir ofan bílskúrinn þar sem ég get fengið að búa, hehe
Annars hefur þessi helgi bara verið mjög fín. Á föstudeginum eftir vinnu skrapp ég aðeins í kringluna sem ég hefði hugsanlega ekki átt að gera þar sem ég eyddi eiginlega of miklum pening í ný föt *roðn*
... það getur verið erfitt að vera stelpa
Svo um kveldið fór ég í tvítugsafmælis partý í breiðholtinu en þá var verið að fagna því að Þórhildur væri orðin löglegur alki óhætt að segja að það var mikið stuð í partýinu. Sungið Stephen Lynch og svona :P
Á laugardeginum var planið að við Sigga myndum fara í massífan reiðtúr.. eitthvað inn í heiðmörk en ætli stelpan hafi ekki bara bailað á litlu systur sinni, sem er ekki nógu sniðugt.
í staðinn renndi ég bara í Borgarnesið og hitti Önnu. Við fengum okkur að borða, spjölluðum og spiluðum svo playstation öskrandi, hlaupandi og flýjandi undan morðóðum orkum, hehe bara gaman ;)
Svo í dag.. hmmm... hvað á að gera í dag.
Er eiginlega bara að gæla við að skella mér í heita pottinn og taka bara chillið á þetta. Maður verður jú að vera upplagður fyrir að horfa á Boston Legal í kvöld.
ó og btw þá sá ég teikningarnar sem Dóri gerði að húsinu sem þau eru að hugsa um að byggja. Bara flott, lýst vel á.
Eina sem er að það mætti bæta herbergi fyrir ofan bílskúrinn þar sem ég get fengið að búa, hehe
Monday, April 7, 2008
So far so good
Jæja þá er ég komin aftur heilu og höldnu í höfuðborgina. Burri startaði sér í morgun and there was much rejoycing... yay.... Svo startaði hann sér aftur í hádeginu and there was even more rejoycing ... yaaay... og hann drap líka alveg eðlilega á vélinni svo við getum sagt að það hafi verið mikið re-að og joy-sað hehe
Annað sem er að frétta frá helginni er það að ég hef ákveðið að fara með hana Álu undir stóðhest í sumar og stefni ég á að fara með hana til Vestra frá Skipanesi.
Hann er mjög fallegur klár á fjórða vetri undan Glampa frá Vatnsleysu, rauð skjóttur, stór með góða byggingu, gott geðslag og mikla lyftu.Hann er að vísu klárhestur en ég er ekkert að kippa mér mikið upp við það þar sem hann er jú farin að stíga í töltið ;)
Fyrir ykkur sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er að tala um hér að ofan þá getið þið bara skemmti ykkur við að horfa á þessa fallegu myndir af þessum fallega hesti.


En þetta mun vera hann Vestri kallinn ;) algjör sjarmör ekki satt?
Annað sem er að frétta frá helginni er það að ég hef ákveðið að fara með hana Álu undir stóðhest í sumar og stefni ég á að fara með hana til Vestra frá Skipanesi.
Hann er mjög fallegur klár á fjórða vetri undan Glampa frá Vatnsleysu, rauð skjóttur, stór með góða byggingu, gott geðslag og mikla lyftu.Hann er að vísu klárhestur en ég er ekkert að kippa mér mikið upp við það þar sem hann er jú farin að stíga í töltið ;)
Fyrir ykkur sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er að tala um hér að ofan þá getið þið bara skemmti ykkur við að horfa á þessa fallegu myndir af þessum fallega hesti.


En þetta mun vera hann Vestri kallinn ;) algjör sjarmör ekki satt?
Friday, April 4, 2008
Andsetinn Burri
Já gott fólk, það hefur verið dáldið bíla vesen á mér þessa vikuna og í dag var ég farin að halda að blessaði burinn minn væri andsetinn!
Þetta byrjaði allt saman á laugardaginn fyrir rétt tæpri viku síðan.
Ég sem sagt kem heim í Borgó úr R.vík á föstudeginum ... á leiðinni fannst mér hafa komið smá reykur úr stýrinu en engin eldur og engin lykt svo ég ályktaði bara sem svo að þetta væri rykið sem hefur á dularfullan hátt komið sér fyrir í bílnum mínum.
En svo á laugardeginum þegar ég ætlaði að skutlast eitthvað þá var ekki möguleiki á að finna lífsmark í burra og pabbi í R.vík svo það varð að bíða fram á sunnudaginn.
Sunnudagurinn rennur upp og pabbi startar með köplunum, hann tók þá eftir að það vantaði einhverjar 2 skrúfur hjá alterarotnum (I learned a new word!) og telur að þessvegna hafi rafmagn lekið út eða eitthvað álíka,
hann fær skrúfur, festir í og allt ætti að vera í lagi, en því miður þegar ég legg af stað í bæinn seinna um daginn að þá er burri aftur dauður
Fær hann þá aftur kaplastart og talið að hann hafði ekki náð að hlaða sig nóg, ætti að gera það á leiðinni í rvk.
Allt virtist ætla að ganga að óskum, hann fór í gang á mánudagsmorgninum og ég komst heil á höldnu í vinnuna eeeeeeen þegar ég ætlaði að skreppast í hádeginu þá var minn dauður...
Ég hringí í pabba gamla sem hringir í þá hjá Ingvari Helgasyni og ég má koma með bílinn í tékk eftir vinnu.
Ég fæ start og bruna til Ingvars Helgasonar. Þar segi ég frá gangi mála og bíð í 20 - 30 mín meðan allt er mælt og athugað.
Segir mér þá maður að rafgeymirinn sem og alteratorinn séu orðnir vægast sagt lélegir og ég ætti að byrja á því að skipta um rafgeymi, ef hann lætur enn kjánalega þá skuli ég láta athuga alteratorinn og hann gefur mér nafnspjald hjá einhverju fancy verkstæði sem gæti gert þetta fyrir mig
Ég hringi auðvitað í pabba gamla sem segir mér að fara á N1 og fá nýjan rafgeymi þar... þar var ekki til í minni stærð, svo ég sendist á Olís í glæsibæ, tjái þeim að ég hafi ónýtan rafgeymi og vanti þar af leiðandi nýjan.
Kemur eldri maður með mælitæki og mælir geyminn sundur og saman og segir að það sé nú ekkert að þessum geymi en hugsanlega þyrfti að skipta um kol í alteratornum og sendir hann mig á verkstæði þarna rétt hjá þar sem ég var beðin um að koma aftur næsta dag. Sem ég og gerði.
Þar fór maðurinn yfir vélina og komst að þeirri niðurstöðu að það væri bara ekkert að honum, en bætti við vatni á geyminn... það var eftir að hann spurði hvort ég hefði ekki bara gleymt einhverjum ljósum á honum... það hefði ég kannski samþykkt ef þetta hefði gerst einu sinni, en ekki 3x á þremur dögum!
Síðan þá hafði allt gengið glimmrandi vel. Burri hagað sér skikkanlega og ávallt farið í gang. Þar til í dag.
Eftir vinnu geng ég út í bíl og þegar ég sest inn sé ég hvar þrjú ljós loga í mælaborðinu þrátt fyrir að enginn lykill væri í svissnum... fannst þetta fremur duló og þjösnaðist bíllinn dágóða stund áður en hann fór í gang, auðvitað hringi ég í dear old dad og segir hann mér að fara beina leið í ingar helgason sem ég og geri og segi þeim sólarsöguna. Með áherslu á ljósunum sem loguðu en þar er mér bara sagt að ég hafði komið á mánudeginum og hann sæi að ég ætti bara að láta skipta um rafgeymi og alterator og gefur mér aftur nafnspjaldið hjá verkstæðinu og bætir við að ég eigi bara ekkert að fara með bíl á bensínstöð í mælingu.
svo bara bless og mér leið eins og algerum bjána...
í þetta sinn svaraði pabbi ekki símanum sínum svo ég skrapp og fékk mér að borða og svoleiðis þar til hann gat hringt í mig, en í millitíðinni gerðist það að ég sem sagt stoppa bílinn og býst til að drepa á honum, sný lyklinum og tek hann úr. ljósin slökkna og útvarpið þagnar en vélin hélt áfram!
ég sting lyklinum aftur í og sný í báðar áttir og loksins slökknaði. pabbi hringir og segist ætla tala aðeins yfir hausamótunum á ingvarsmönnum *stolt*
Eftir að hafa farið á hestbak heyri ég í pabba og að ég má víst koma með burra í tékk eftir helgi. allt í lagi með það og ég bruna í Borgó.
Þegar ég var undir Esjunni fannst mér sem reykur kæmi aftur upp frá stýrinu, en sem og fyrri daginn þá var engin hiti, engin eldur og engin lykt.... og nokkru seinna hætti þetta...
allavega, ég renn í hlað heima og býst til að drepa á bílnum... ljósin slokkna og útvarpið þagnar en vélin heldur áfram! og sama hvað ég þjösnast á lyklinum í svissinum þá bara heldur vélin ávallt áfram!
Ég fer með hann á eitt af verkstæðunum hér þar sem einn maður skoðaði hann og fann ekki hvað þetta hefði getað verið... annað en að bíllinn væri á lyfjum, spýtti eða eitthvað álíka.. (ég taldi hann frekar vera andsetinn) og benti mér á að fara á hitt verkstæðið sem ég og gerði, mátti koma með hann aftur eftir hálftíma.
Þá var pabbi kominn heim og hafði skoðað hann og myndað sér skoðun á því sem gæti verið að. hann og verkstæðisgaurinn ræddu málin og við skildum bílinn eftir í góðum höndum.
um klukkustund síðar er komið aftur með bílinn til okkar, hafði hann þá fundið eitthvað að ljósa reley-inu (lærði annað orð!) þannig að þó að ég svissaði af bílinn þá var eitthvað skammhlaup í þessu þannig að það virtist enn einhvernvegin tengja framhjá og halda vélinni gangandi. mjög líklega líka það sem gerðist þegar dularfullu ljósin kviknuðu í mælaborðinu.
Skipti sá góði maður um reley og núna á allt að vera komið í lag
7-9-13
Þetta byrjaði allt saman á laugardaginn fyrir rétt tæpri viku síðan.
Ég sem sagt kem heim í Borgó úr R.vík á föstudeginum ... á leiðinni fannst mér hafa komið smá reykur úr stýrinu en engin eldur og engin lykt svo ég ályktaði bara sem svo að þetta væri rykið sem hefur á dularfullan hátt komið sér fyrir í bílnum mínum.
En svo á laugardeginum þegar ég ætlaði að skutlast eitthvað þá var ekki möguleiki á að finna lífsmark í burra og pabbi í R.vík svo það varð að bíða fram á sunnudaginn.
Sunnudagurinn rennur upp og pabbi startar með köplunum, hann tók þá eftir að það vantaði einhverjar 2 skrúfur hjá alterarotnum (I learned a new word!) og telur að þessvegna hafi rafmagn lekið út eða eitthvað álíka,
hann fær skrúfur, festir í og allt ætti að vera í lagi, en því miður þegar ég legg af stað í bæinn seinna um daginn að þá er burri aftur dauður
Fær hann þá aftur kaplastart og talið að hann hafði ekki náð að hlaða sig nóg, ætti að gera það á leiðinni í rvk.
Allt virtist ætla að ganga að óskum, hann fór í gang á mánudagsmorgninum og ég komst heil á höldnu í vinnuna eeeeeeen þegar ég ætlaði að skreppast í hádeginu þá var minn dauður...
Ég hringí í pabba gamla sem hringir í þá hjá Ingvari Helgasyni og ég má koma með bílinn í tékk eftir vinnu.
Ég fæ start og bruna til Ingvars Helgasonar. Þar segi ég frá gangi mála og bíð í 20 - 30 mín meðan allt er mælt og athugað.
Segir mér þá maður að rafgeymirinn sem og alteratorinn séu orðnir vægast sagt lélegir og ég ætti að byrja á því að skipta um rafgeymi, ef hann lætur enn kjánalega þá skuli ég láta athuga alteratorinn og hann gefur mér nafnspjald hjá einhverju fancy verkstæði sem gæti gert þetta fyrir mig
Ég hringi auðvitað í pabba gamla sem segir mér að fara á N1 og fá nýjan rafgeymi þar... þar var ekki til í minni stærð, svo ég sendist á Olís í glæsibæ, tjái þeim að ég hafi ónýtan rafgeymi og vanti þar af leiðandi nýjan.
Kemur eldri maður með mælitæki og mælir geyminn sundur og saman og segir að það sé nú ekkert að þessum geymi en hugsanlega þyrfti að skipta um kol í alteratornum og sendir hann mig á verkstæði þarna rétt hjá þar sem ég var beðin um að koma aftur næsta dag. Sem ég og gerði.
Þar fór maðurinn yfir vélina og komst að þeirri niðurstöðu að það væri bara ekkert að honum, en bætti við vatni á geyminn... það var eftir að hann spurði hvort ég hefði ekki bara gleymt einhverjum ljósum á honum... það hefði ég kannski samþykkt ef þetta hefði gerst einu sinni, en ekki 3x á þremur dögum!
Síðan þá hafði allt gengið glimmrandi vel. Burri hagað sér skikkanlega og ávallt farið í gang. Þar til í dag.
Eftir vinnu geng ég út í bíl og þegar ég sest inn sé ég hvar þrjú ljós loga í mælaborðinu þrátt fyrir að enginn lykill væri í svissnum... fannst þetta fremur duló og þjösnaðist bíllinn dágóða stund áður en hann fór í gang, auðvitað hringi ég í dear old dad og segir hann mér að fara beina leið í ingar helgason sem ég og geri og segi þeim sólarsöguna. Með áherslu á ljósunum sem loguðu en þar er mér bara sagt að ég hafði komið á mánudeginum og hann sæi að ég ætti bara að láta skipta um rafgeymi og alterator og gefur mér aftur nafnspjaldið hjá verkstæðinu og bætir við að ég eigi bara ekkert að fara með bíl á bensínstöð í mælingu.
svo bara bless og mér leið eins og algerum bjána...
í þetta sinn svaraði pabbi ekki símanum sínum svo ég skrapp og fékk mér að borða og svoleiðis þar til hann gat hringt í mig, en í millitíðinni gerðist það að ég sem sagt stoppa bílinn og býst til að drepa á honum, sný lyklinum og tek hann úr. ljósin slökkna og útvarpið þagnar en vélin hélt áfram!
ég sting lyklinum aftur í og sný í báðar áttir og loksins slökknaði. pabbi hringir og segist ætla tala aðeins yfir hausamótunum á ingvarsmönnum *stolt*
Eftir að hafa farið á hestbak heyri ég í pabba og að ég má víst koma með burra í tékk eftir helgi. allt í lagi með það og ég bruna í Borgó.
Þegar ég var undir Esjunni fannst mér sem reykur kæmi aftur upp frá stýrinu, en sem og fyrri daginn þá var engin hiti, engin eldur og engin lykt.... og nokkru seinna hætti þetta...
allavega, ég renn í hlað heima og býst til að drepa á bílnum... ljósin slokkna og útvarpið þagnar en vélin heldur áfram! og sama hvað ég þjösnast á lyklinum í svissinum þá bara heldur vélin ávallt áfram!
Ég fer með hann á eitt af verkstæðunum hér þar sem einn maður skoðaði hann og fann ekki hvað þetta hefði getað verið... annað en að bíllinn væri á lyfjum, spýtti eða eitthvað álíka.. (ég taldi hann frekar vera andsetinn) og benti mér á að fara á hitt verkstæðið sem ég og gerði, mátti koma með hann aftur eftir hálftíma.
Þá var pabbi kominn heim og hafði skoðað hann og myndað sér skoðun á því sem gæti verið að. hann og verkstæðisgaurinn ræddu málin og við skildum bílinn eftir í góðum höndum.
um klukkustund síðar er komið aftur með bílinn til okkar, hafði hann þá fundið eitthvað að ljósa reley-inu (lærði annað orð!) þannig að þó að ég svissaði af bílinn þá var eitthvað skammhlaup í þessu þannig að það virtist enn einhvernvegin tengja framhjá og halda vélinni gangandi. mjög líklega líka það sem gerðist þegar dularfullu ljósin kviknuðu í mælaborðinu.
Skipti sá góði maður um reley og núna á allt að vera komið í lag
7-9-13
Subscribe to:
Posts (Atom)