Monday, April 21, 2008

allt má nú gera manni

Já það var svo sannarlega nóg brasað um helgina.

Á föstudagskveldinu eftir að hafa skroppið í borgarnes og aftur í r.vík hóf ég að skrappa með henni systur minni og ég er líklegast komin með bakteríuna. hendi kannski inn þessum tveim síðum sem ég náði að skrappa við tækifæri, mér finnst þær allavega hafa tekist ágætlega.

Jæja svo á laugardags morgninum var farið með Siggu systur í brúðarkjólaleigu og viti menn eftir að hafa mátað ca 6 kjóla fann hún þann sem þóknaðist henni og var hann alls ekki að verri endanum, virkilega fallegur kjóll!*
Einnig var fundað með Rannsý og mömmu varðandi skipulag á brúðkaupinu og er þetta allt í rétt átt.

Um kvöldið fór ég svo ásamt fríðu föruneyti út að borða á Caruso, sem var bara æðislegt. Fékk mér snigla í forrétt og lasagna í aðalrétt, sniglarnir voru snilld Anna vildi nú ómögulega smakka en þá var bara meira fyrir mig ;)

Eitthvað var rölt um bæinn eftir matinn, við Anna stungum svo af og kíktum lítillega á Broadway en þurftum svo að halda af stað þar sem að hún átti að vinna á Matstofunni í Borgarnesi um kvöldið. ég fór með henni og var þetta bara ágætasta road trip.
Svo hékk ég í ca 2 klst á Matstofunni þar sem við spiluðum og horfðum á Hidalgo, sem var bara mjög fínt.

Í morgun þegar við komum í bæinn skutlar Anna mér í breiðholtið þar sem að bíllinn minn beið mín... Með sprungið á einu framdekkinu!! það var alveg flatt!
og ég var ekki sátt.

Anna gerðist þó svo yndisleg að skutla mér niður í vinnu og sótti mig aftur að vinnudegi loknum.
svo kíkti ég aðeins á pabba labba á spítalann, en hann er búinn að vera þar síðan miðvikudaginn síðasta og er að jafna sig eftir nýrnasteina aðgerð.
Hann er ótrúlega harður að sér og duglegur karlinn. algjör hetja.

Þegar ég var komin aftur heim til Sólrúnar frænku þá dró ég Hauk með mér að skipta um dekk á bílnum. hann lenti í einhverju veseni með rærnar en allt hafðist þetta þó á endanum og ég get bætt við að skottið var fullt af vatni undir hjá dekkinu ... don't ask me how... don't ask me why ... you don't know you do drugs.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl krútta. Nú er sá gamli kominn í net samband. Gott að Hauki tókst að hjálpa þér með dekkið. Þú biður Gylfa að athuga með að gera gat á botninn á varadekkshólfinu fyrir þig.Svo er að koma dekkinu í viðgerð sem fyrst. Ég er allur að hressast og er búinn að læra heilmikið um þolinmæði þessa síðustu viku. Þakka þér fyrir heimsóknirnar þær gefa mér mikið.
Sjáumst fljótlega ástarkveðja Pabbi.