jæja þá er komin rétt rúmlega vika síðan dramatíkin með burrann minn átti sér stað og þökk sé nýja Reley dæminu að þá hefur hann hagað sér eins og engill sem ég er mjög ánægð með ^^
Annars hefur þessi helgi bara verið mjög fín. Á föstudeginum eftir vinnu skrapp ég aðeins í kringluna sem ég hefði hugsanlega ekki átt að gera þar sem ég eyddi eiginlega of miklum pening í ný föt *roðn*
... það getur verið erfitt að vera stelpa
Svo um kveldið fór ég í tvítugsafmælis partý í breiðholtinu en þá var verið að fagna því að Þórhildur væri orðin löglegur alki óhætt að segja að það var mikið stuð í partýinu. Sungið Stephen Lynch og svona :P
Á laugardeginum var planið að við Sigga myndum fara í massífan reiðtúr.. eitthvað inn í heiðmörk en ætli stelpan hafi ekki bara bailað á litlu systur sinni, sem er ekki nógu sniðugt.
í staðinn renndi ég bara í Borgarnesið og hitti Önnu. Við fengum okkur að borða, spjölluðum og spiluðum svo playstation öskrandi, hlaupandi og flýjandi undan morðóðum orkum, hehe bara gaman ;)
Svo í dag.. hmmm... hvað á að gera í dag.
Er eiginlega bara að gæla við að skella mér í heita pottinn og taka bara chillið á þetta. Maður verður jú að vera upplagður fyrir að horfa á Boston Legal í kvöld.
ó og btw þá sá ég teikningarnar sem Dóri gerði að húsinu sem þau eru að hugsa um að byggja. Bara flott, lýst vel á.
Eina sem er að það mætti bæta herbergi fyrir ofan bílskúrinn þar sem ég get fengið að búa, hehe
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment