Saturday, June 28, 2008

Mánuður!

Ó já, það er tuttugasti og áttundi júní í dag sem þýðir að það er mánuður í tvítugsafmælið mitt !!
Ég bara get ekki beðið, the big 2 - 0 !
og þá skal sko rölt inn í ÁTVR og keypt sér smá áfengi ^^

Svo er náttúrulega verið að plana partý sem skal haldið í tilefni stórafmælisins sem mun vonandi heppnast vel, helsta málið er samt að finna þema.... það gengur ekki vel, ég er alveg hugmyndasnauð það kom að vísu ágætis hugmynd frá henni Möggu um að hafa 80's þema en ég er samt ekki alveg viss, ef einhver hefur hugmyndir endilega deila ;)

Í dag fórum við mamma og Sigga með Huginn litla að kaupa á hann föt fyrir brúðkaupið í ágúst.. ekki nema sex vikur í stóra daginn og manni er sko farið að hlakka mikið til en líka smá kvíði enda mikið eftir að gera en þetta á bara eftir að vera frábært ^^

Annars er allt við sama heygarðs hornið, nema að hestarnir hafa verið í fríi núna í nokkrar vikur og mig er nú eiginlega farið að hlakka dáldið til að geta komist aftur á bak.
Já og svo er ég hugsanlega eitthvað að fara að búa með henni Önnu Maríu næstu vikurnar, held að það verði nú bara stuð á okkur stöllum
10th kingdom marathon og þess háttar ;)

3 comments:

sam said...

5 dagar!!!

Anonymous said...

Til hamingju með tvítugsafmælið á morgun;)
Kv. Sígþrúður

Dagmar Ýr said...

Til hamingju með afmælið :)