Monday, August 25, 2008

loksins, loksins, langþráð blog

Jæja þá hefur maður komið sér fyrir framan tölvuna og ákveðið að blogga. Margt hefur nú gerst á þessum tæpum tveim mánuðum síðan ég bloggaði síðast.
Tvítugsafmælið kom og fór, það var fámennt en góðmennt og fékk ég fullt af flottum gjöfum ;)

Allt hefur verið á fullu í vinnunni enda mikið túrista-season en það er farið að hægjast niður og erum við Sedda tvær eftir núna, en bæði Snæji og Magga eru byrjuð í skóla.
Sedda byrjar svo 6. september en hennar námi er þannig háttað að hún fer bara eina helgi í mánuði í skólann ásamt því að hafa fjarnám svo hún ætlar eitthvað að halda áfram í sólarfilmu í vetur.
Sjálf... tjah allt er enn óráðið varðandi mig eins og vanalega, hehe

Síðastliðnar tvær vikur hef ég svo verið búandi á miklubrautinni að passa þar hund og ketti og gekk það bara mjög vel en skilaði ég svo íbúðinni í gærkveldi þegar skötuhjúin þau sigga og dóri homu aftur heim úr brúðkaupsferðinni, já ætli þau hafi ekki loksins skellt sér í hnapphelduna og óska ég þeim til hamingju með það enda var brúðkaupið sem og veislan einstaklega vel heppnað og mjög gaman, fólk er enn að tala um þetta ;)
Það er þó skonndið að nefna það að í síðustu viku þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni þurfti ég að taka mér smá stund til að rifja upp hvert ég væri eiginlega að fara enda hef ég búið á þónokkrum stöðum undanfarna 6 mánuði
Borgarnes - keilufell - njörvasund - leiðhamrar og svo gamla góða miklabraut... ekki furða að maður ruglist stundum í ríminí

Af hestunum er það að frétta að Ála og Lilja hafa heldur betur fengið að njóta sumarsins enda hafa reiðtúrarnir verið MUN færri en maður hefði viljað... ætla þó að reyna að plata hana systu í einhverja reiðtúra áður en maður rífur undan fyrir haustið.
Annars er Veröld litla bara sú hressasta og unir sér vel úti í haga að stækka og fitna, farin að verða ansi myndarlega sú skotta.

Allt gott er einnig að frétta af Pílu-ponsinu. Nema það að hún var ekki par sátt um helgina þegar ég kom heim með Loka, en þau höguðu sér bæði mjög vel..
Það kárnaði samt gamanið hjá Pílunni þegar þurftu að baða hana eftir langan og blautan göngutúr undir hafnarfjalli.. hún sat lúpuleg með hausinn niður, titrandi meðan baðað var og svo var komin tími á að baða Loka...
Ég kalla á strákinn og segi honum ítrekað að fara í baðið, hoppa upp, í baðið en það kom nú fyrir ekki þegar allt í einu hleypur Píla framhjá okkur þar sem ég er að glíma við loka og stekkur í baðið!! gersamlega miður sín yfir að þurfa að fara aftur í bað :P
- óhætt að segja að hún sé hlýðin blessunin.

en svona í lokin ætla ég að skella inn einni skemmtilegri mynd sem náðist úr brúðkaupinu ;)

3 comments:

Anonymous said...

jey blogg ^^

now I'm happy :)

sam said...

hehe þessi er nottlega bara snilld

og já við verðum að fara að koma okkur aftur á bakk (haha afturábak)

Ásrún said...

hehe, alltaf sami gullni húmor í þér Sigga mín.

En verst að dagurinn í dag heppnaðist ekki sem best... við verðum bara að reyna aftur á morgun ;)