Monday, September 22, 2008

Huginn 2ja og ég flyt til Keflavík, Iceland

Já sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.
Í gær var hörkustuð enda var tveggja ára afmælisveisla í gangi hjá engum öðrum en honum Huginn Aðils!
- trúi því varla að litli snúðurinn sé orðinn tveggja ára... times fun when you're having flies, eh

En já það voru kökur og krakkar og gjafir og pakkar og nóg um að stússast og óska ég frænda litla til hamingju með daginn í gær og þakka kærlega fyrir mig.

Í öðrum fréttum þá hef ég verið á ljósmyndanámskeiði síðustu viku og hefur það bara gengið nokkuð vel, er farin að læra eitthvað á þennan rándýra grip minn svo maður ætti að geta tekið myndir með annarri stillingu en 'auto' :P

and best believe it að þá er meira í fréttum. Ég keyrði pabba á flugvöllinn í dag og fór hann til þýskalands... viðskipta ferð segir hann... octoberfest segi ég :P allavega að eftir það skutl fór ég yfir í HRV að ræða þar nokkur málefni við eina steinunni nokkra og viti menn, ætli ég hafi ekki verið að lenda vinnu við helguvíkurverkefni norðuráls!!
- you are reading the blog of the administrative assistant

nokkuð fansy ekki satt ^^

og að því sögðu að þá mun ég flytjast til Keflavíkur um mánaðarmótin.
spennó spennó

Saturday, September 13, 2008

Sumir dagar eru betri en aðrir... en ekki dagurinn í dag

Já ég er orðin dáldið pirruð á þessum degi í dag...
Við systur fórum og ætluðum að athuga með að komast á hestbak. Sem endaði ekki betur en svo að við fengum okkur þriggja klukkutíma göngutúr í gegnum þúfur, læki og eðju í grenjandi rigningu og roki og það var ekki beint gaman, komumst líka að því að stelpurnar okkar voru búnar að rífa undan sér sitthvora skeifuna svo við hefðum heldur ekkert getað farið á bak...

Þegar heim var komið stakk ég mér í langþráð bað og ætlaði mér svo að setja í tölvuna myndband sem ég tók af honum Klæng "mínum" í gær þegar ég fór að skoða hann en það var sama hvað ég reyndi the bloddy machine would not cooperate!
og ég er orðin frekar pisst yfir því.

Gærdagurinn var þó mikið betri þrátt fyrir rúmar 4 klst í bíl, þær voru nefnilega þess virði því við Sedda og Hjörtur fórum að sjá hann Klæng, og mikið rosalega er strákurinn flottur. Við sáum líka nokkur afkvæmi, eina 2ja vetra meri og folöld síðan í sumar sem voru svo róleg, yfirveguð og forvitin.
Algjörar krúttabumbur. Voru mjög falleg með fjaðurmagnaðar hreyfingar, Leist bara þrusuvel á þau.
ýmis málefni voru rædd þarna á fundi og var kjötsúpa í boði hússins.
Meðal þess sem ákveðið var var að stefna á með strákinn á næsta landsmót sem verður árið 2010.. þá er aldrei að vita nema maður mæti, svona þegar maður hefur einhverra hagsmuna að gæta, hehe

Á morgun tekur svo ekkert annað við en að pakka niður í töskur og undirbúa brottför þar sem ég mun flytja heim í föðurhúsin
.. for the time being amk

Wednesday, September 10, 2008

Skódagurinn mikli

Í dag fórum við Sedda að raða upp í Perlunni... okkur brá heldur í brún þegar við tókum eftir því að það var skómarkaður þar í gangi!!!

Karlarnir í vinnunni hefðu átt að vita betur en að senda tvær stelpur að raða upp þar sem skómarkaður var en við enduðum að sjálfsögðu á því að skoða alla þessa skó. Þetta voru rosalega flottir og skemmtilegir skór. og ég sem hef alltaf átt rosalega erfitt með að velja skó keypti mér par

erm..... pör

eh... nokkur pör.....

tvenn...... fern.... eh.... *hóst* ...... sex!

ég keypti mér sex pör af flottum hælaskóm!!! somebody help me!
en ég meina þetta var útsala svo ég græddi... hefði þetta ekki verið útsala hefði ég bara getað fengið tvenn pör á sama verði og auk þess verð ég að hafa fína skó ef ég er að fara að vinna á skrifstofu it's a well known fact

Svo verður aldeilis mikið að gera hjá mér um helgina... á morgun er ég að fara með stelpunum út að borða og í bíó, á föstudaginn er ég að fara með seddu leeengst upp í sveit að fá að sjá hestinn sem við vorum að kaupa hlut í, á laugardaginn er ég að fara í afmælisparty og á sunnudaginn fer ég til siggu að skrappa og þarf líka að klára að pakka niður þar sem ég fer þá aftur í Borgarnesið!
- Hvenær ætli ég hafi tíma til að fara niður í bæ, kíkja á þessa skemmtilegu skota og lyfta upp nokkrum pilsföldum ^^


Saturday, September 6, 2008

Sing-a-long!

Í gær brunuðum við Sedda til Borgarness og áttum bara grefilli næs kvöld með miklu nammiáti og hryllingsmynda stemmingu.
En hún fékk að gista hér og fór svo í stöðumat upp á Mið-Fossa hér rétt fyrir utan hvanneyri fyrir námið sem hún hyggist stunda þar í vetur.

Hún er nú af stungin aftur í höfuðborgina og skyldi hana litlu mig eftir í sveita sælunni. Ég get lítið kvartað. Hér grilluðu foreldrarnir þennan dýrindis humar ofaní mig og planið er að fara í heita pottinn á eftir og láta allt þetta blessaða stress varðandi íbúðar og vinnu mál líða úr sér.
Ef ég á að segja eins og er að þá er ég búinn að vera algjör stress bolti síðast liðna viku og varla sofið á næturnar... I think way too much og er örugglega að hafa meiri áhygjur af þesu en ég þarf að hafa, but here they are and seem to be pretty comfortable

En hvað um það.
Við náðum aðeins að fylgjast með Meistaramóti Andvara í gær, en þá var hann Klængur "minn" að keppa... missti því miður af honum þar sem að við Sedda þurftum að drífa okkur í nesið en karlinn lenti í 5. sæti og mun keppa til úrslita á morgun.. aldrei að vita nema maður fái að sjá hann þá. Ef ekki að þá mun ég amk sjá hann á föstudaginn eftir viku ásamt hinum hluthöfunum :)
Bara vona að hann standi sig sem best þó ég hafi nú ekki trú á öðru.

Svo má nú ekki gleyma að minnast á það að á sunnudaginn munu ég, mamma, pabbi og Sigga systir fara í bíó, ekki hvaða bíó sem er heldur á Mama Mia myndina... Sing-a-long!
That's right, við munum syngja af öllum lífs og sálar kröftum með blessuðu ABBA lögunum.
- Þetta á bara eftir að vera gaman!

Thursday, September 4, 2008

Margt að ske

Já það er nú margt að ské hér á þessum bæ.

Næsta vika verður að öllum líkindum sú síðasta sem ég starfa í Sólarfilmu en svo er ég ekki alveg viss hvað tekur við..
Ég fór í atvinnuviðtal á mánudaginn sem gekk mjög vel og er nokkuð viss um að fá þá vinnu en það eina sem gæti staðið í veginum eru íbúðarmálin.

Þannig er með mál og vexti að þessi vinna er í Keflavík og er pabbi hugsanlega að fara þangað líka. Þeir vilja allavega fá hann í vinnu og hann vill vinna þarna með því skilirði að þeir reddi honum íbúð... eitthvað hökt hefur verið á því svari svo ég bíð enn í óvissunni um það hvað nánasta framtíð hefur fram að bjóða.

Á morgun ætlum við Sedda svo að skreppa til Borgarnes, en hún er að fara að hefja nám við Hvanneyrarskóla sem kennt er eina helgi í mánuði. Hún fær að gista eina nótt, en svo kem ég til baka í bæinn með mömmu og pabba á sunnudeginum en þá skilst mér að við séum á leiðinni á mama mia sing along sýningu í bíó!
- verður örugglega rosa stuð ^^

Alltaf er eitthvað að frétta af hestamálunum hjá mér... í síðustu viku höfðum við systur hug á að vera duglegar að stunda hrossamennskuna.. en útaf fúlum girðingarföntum og leiðinda hrossum komumst við hvorki lönd né strönd þar sem hrossin voru komin leeeeeengst í burtu. Við leituðum og leituðum og héldum helst að þau væri horfin inn í hestavíddina, en daginn eftir fundu kristján og hulda þau einhverstaðar lengst í burtistan... nota bene þetta er þúsund hektara land!

Svo hefur mín hug á að fjárfesta örlítið... en þá er pælingin að festa kaup á einum hlut í stóðhestinum Klæng frá Skálakoti, þeim glæsihesti.
En það mun ég einungis gera ef allt gengur upp varðandi Keflavíkina og starfið þar
- leave it up to chance one might say :P

Annað skemmtilegt í fréttum er að góðvinur minn hann Dr. House byrjar aftur í kvöld ^^
ég er mjög lukkuleg með það enda var ég farin að sakna hans þó nokkuð.

Svo má ég náttúrulega ekki gleyma að nefna litla augasteininn minn hann Huginn Aðils. Ég var að passa hann í fyrrakvöld.
Svo virðist sem að hann eigi í einhverjum erfiðleikum með að bera fram nafnið mitt og kallar mig sjú-sjú, sem er rosalega krúttlegt, sérstaklega þegar hann var að baslast við að koma sér í skónna mína og sagði í sífellu "sjú-sjú gór! sjú-sjú gór!"

What can I say, the child is a cutesie, tutsie roll :P