Í gær brunuðum við Sedda til Borgarness og áttum bara grefilli næs kvöld með miklu nammiáti og hryllingsmynda stemmingu.
En hún fékk að gista hér og fór svo í stöðumat upp á Mið-Fossa hér rétt fyrir utan hvanneyri fyrir námið sem hún hyggist stunda þar í vetur.
Hún er nú af stungin aftur í höfuðborgina og skyldi hana litlu mig eftir í sveita sælunni. Ég get lítið kvartað. Hér grilluðu foreldrarnir þennan dýrindis humar ofaní mig og planið er að fara í heita pottinn á eftir og láta allt þetta blessaða stress varðandi íbúðar og vinnu mál líða úr sér.
Ef ég á að segja eins og er að þá er ég búinn að vera algjör stress bolti síðast liðna viku og varla sofið á næturnar... I think way too much og er örugglega að hafa meiri áhygjur af þesu en ég þarf að hafa, but here they are and seem to be pretty comfortable
En hvað um það.
Við náðum aðeins að fylgjast með Meistaramóti Andvara í gær, en þá var hann Klængur "minn" að keppa... missti því miður af honum þar sem að við Sedda þurftum að drífa okkur í nesið en karlinn lenti í 5. sæti og mun keppa til úrslita á morgun.. aldrei að vita nema maður fái að sjá hann þá. Ef ekki að þá mun ég amk sjá hann á föstudaginn eftir viku ásamt hinum hluthöfunum :)
Bara vona að hann standi sig sem best þó ég hafi nú ekki trú á öðru.
Svo má nú ekki gleyma að minnast á það að á sunnudaginn munu ég, mamma, pabbi og Sigga systir fara í bíó, ekki hvaða bíó sem er heldur á Mama Mia myndina... Sing-a-long!
That's right, við munum syngja af öllum lífs og sálar kröftum með blessuðu ABBA lögunum.
- Þetta á bara eftir að vera gaman!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Svo sannarlega var gaman hjá okkur,á mamma mia .Frábær skemmtun þar ,og takk fyrir helgina.Það var gaman að fá Zeddu (já ég veit ZZZ,en það er mikklu flottara;-).Fullkomið að hitta kallana hennar Siggu,Sérstaklega Signore Aðils.Svo líkur mér þessi elska.....Mútter.......
Já þetta var sko bara stuð!
takk bara æðislega fyrir mig ^^
Post a Comment