Saturday, September 13, 2008

Sumir dagar eru betri en aðrir... en ekki dagurinn í dag

Já ég er orðin dáldið pirruð á þessum degi í dag...
Við systur fórum og ætluðum að athuga með að komast á hestbak. Sem endaði ekki betur en svo að við fengum okkur þriggja klukkutíma göngutúr í gegnum þúfur, læki og eðju í grenjandi rigningu og roki og það var ekki beint gaman, komumst líka að því að stelpurnar okkar voru búnar að rífa undan sér sitthvora skeifuna svo við hefðum heldur ekkert getað farið á bak...

Þegar heim var komið stakk ég mér í langþráð bað og ætlaði mér svo að setja í tölvuna myndband sem ég tók af honum Klæng "mínum" í gær þegar ég fór að skoða hann en það var sama hvað ég reyndi the bloddy machine would not cooperate!
og ég er orðin frekar pisst yfir því.

Gærdagurinn var þó mikið betri þrátt fyrir rúmar 4 klst í bíl, þær voru nefnilega þess virði því við Sedda og Hjörtur fórum að sjá hann Klæng, og mikið rosalega er strákurinn flottur. Við sáum líka nokkur afkvæmi, eina 2ja vetra meri og folöld síðan í sumar sem voru svo róleg, yfirveguð og forvitin.
Algjörar krúttabumbur. Voru mjög falleg með fjaðurmagnaðar hreyfingar, Leist bara þrusuvel á þau.
ýmis málefni voru rædd þarna á fundi og var kjötsúpa í boði hússins.
Meðal þess sem ákveðið var var að stefna á með strákinn á næsta landsmót sem verður árið 2010.. þá er aldrei að vita nema maður mæti, svona þegar maður hefur einhverra hagsmuna að gæta, hehe

Á morgun tekur svo ekkert annað við en að pakka niður í töskur og undirbúa brottför þar sem ég mun flytja heim í föðurhúsin
.. for the time being amk

No comments: