Tuesday, November 11, 2008

Sækjast sér um líkir og heiminn

jæja þá er maður búinn að vera hér í Keflavíkinni í rétt rúman mánuð og líkar mér þetta bara ágætlega, ég næ að vísu engum rásum á sjónvarpinu, hvorki stöð 1 né skjá einum en þar sem ég hafði vit á að fjárfesta í TVflakkara og hef nóg efni inná honum er ég ekki að hvarta.

Einnig hef ég aðgang að bókasafni systur minnar og eftir að hafa lesið Blaze eftir Stephen King er ég núna komin vel á leið eð Marley & Me eftir John Grogan sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla hundaeigendur. Virkilega skemmtilegur penni hann John.

Svo virðist ég hafa þann einstaka hæfileika að hrynja af hestbaki og hefur það gerst núna trekk í trekk að þessum hrossum sem Jón er með í tamningu takist að henda mér af eftir hrynu af hrekkjum og eru lendingarnar mismjúkar (flestallar harðar) og marinn er skrokkurinn en engin bein brotin enn sem komið er og hefur hringingum frá Jón fækkað til muna...
Sem er örugglega bara fyrir bestu fyrst maðurinn er með svona óstýrlát hross, hehe get bara ekki beðið eftir að fá mína skvísu inn en ég ætla henni góða hluti í vetur ;)

Sl helgi skrapp ég til Borgarnes ásam Siggu systur og fjölskyldu. Þar var margt masað og skrafað og meðal annars lét snillingurinn hún systir mín út úr sér falla orðatiltækið "Sækjast sér um líkir og heiminn" ... stuttu seinna komst ég að því að hún hafði ætlað að segja "líkur sækir líkan heim" en það kom ekki betur út en svo.

M+P munu svo koma hingað í kvöld ásamt Pílu ponnsinu og er okkur boðið í mat til Ron og Kathy.. spurning hvort pílu verði boðið líka, pæling

Næstu helgi ætla þær Magga Mús og Sedda að kíkja til mín í víkina og mun án efa verða mikið stuð á okkur stöllum.
Á sunnudaginn er svo pælingin hjá okkur Seddu að fjárfesta í saltsíld og fara með í útigangin, smá prófun til að tékka hvort þetta minnki líkur á hnjúskum.

Helgina eftir það munu þær Sigga sis, Svansý, Erna og Linda leggja leið sína til mín og er planið að skrappa! verður án efa feikna fjör ^^

Vildi að ég gæti staldrað lengur og ritað meira en Sigga er víst að fara yfirum á msn... er víst ekki sátt við að ég viti hvaða gjöf Dóri planar að gefa henni í jólagjöf, sérstaklega ekki þar sem ég vill ekki segja henni hvað það er :P

2 comments:

Anonymous said...

Byrjaði á Marley and me í keflavíkinni hjá þér í gær,lofar rooosa góðu langar að fá hana lánaða.

sam said...

your such the little meany