Á föstudaginn kíktu þær Sedda og Magga í heimsókn og það var voða gaman að fá þær í villuna mína.
Mikið var spjallað, hlegið og horfðum við svo á kvikmyndina "how to loose friends and alienate people"
Röskva fékk að koma með Seddu og þurftum við að hafa dáldið auga með henni og Pílu þar sem þær áttu það til að brosa ófallega til hvor annarrar, hehe
- gekk allt þó stórslysalaust fyrir sig.
Laugardagurinn fór að mestu í tiltekt og tjill auk þess sem maður er farin að gera drög að jólagjöfum því þau nálgast óðfluga! 18 nóvember í dag, can you believe it... svo ekki sé talað um afmælisdaginn hennar móður minnar sem nálgast enn hraðar.
Jú ég fór að vísu í miðnæturgöngu með Píluna á laugardaginn. Það var bara æði.
Það var smá snjór yfir öllu, algjört logn og hitinn rétt yfir frostmarki og ekki nokkur hræða á ferli, nema við Píla.
Pásinn er að gera Pílu lífið leitt, en hún lítur víst á það sem sitt lífsmarkmið að sitja um fyrir honum og stara á hann allann liðlangann daginn í þeirri von um að hann álpist út úr búrinu svo hún geti veitt hann.
- hans prívat og personal fangavörður...
Hann egnir henni þá með að flauta ýmisa lagstúfa, en hún virðist æsast um helming ef hann gefur frá sér minnsta hljóð.
Honum hefur farið aðeins aftur í þjálfun sl viku þar sem Píla er hér því ég þori ekki að vera mikið að taka hann úr búrinu þar sem skolturinn á henni er alltaf nálægt.
Hann flautaði þó úlfaflautið 2x í gær sem er bara gott mál
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment