Tuesday, December 2, 2008

22 dagar til jóla!

Já það fátt sem að kemur manni jafn mikið í jólaskap svona rétt fyrir jólin og það að missa vinnuna sína, en það voru fjöldauppsagnir í fjölmörgum fyrirtækjum núna um mánaðar mótin og var ég ein af þeim sem lenti undir miðri fallexinni.

Já, í fyrsta sinn á sl tuttugu árum hef ég lent í því að vera sagt upp... ekkert voða skemmtileg tilfinning get ég sagt ykkur en get þó huggað mig við það að vera ekki búin að koma mér upp fjölskyldu, sökkva mér í lán og annað denslags.

Mér var gert að þurfa að vinna út uppsagnarfrestinn minn sem er mánuður, en hætti þó 19. des þar sem að þá er svæðinu hér lokað þar til 12. janúar.

En hvað tekur við næst?
Já mér er spurn... Það virðist enga vinnu vera að fá eins og ástandið er í samfélaginu í dag, ég talaði við Tolla í sólarfilmu en hann hefur víst ekkert handa mér fyrr en hugsanlega í apríl...
Svo. Ætti maður að sækja um í háskólanum og læra ööö... somethingamagicka með námslánum og öllu tilheyrandi, eða skella sér á atvinnuleysisbætur fram í apríl??

Þetta er mjög erfið ákvörðun, sérstaklega þar sem að umsóknarfresturinn í HÍ rennur út 15. des svo ég hef afráðið að fara á morgun og ræða við námsráðgjafa, sjá hvort hann geti aðstoðað mig við að fá botn í málið.

Annað en þetta er lítið að frétta. Í vinnunni er barasta ekkert að gera enda er búið að hægja svo mikið á Helguvíkurverkefninu að það skyldi engan undra þessar uppsagnir, enda eru búnir að vera niðurskurðir á öllum öðru sem fólki datt í hug en það var bara ekki nóg.

Ég bakaði þó Bismark kökur á sunnudagskvöldinu og kom með slatta í vinnuna á mánudagsmorgninum og gerðu hrægammarnir hér á skrifstofuni þeim góð skil og skilst mér að þær hafi bara þótt nokkuð góðar.

Frá litlu er annað að segja, Ég og Sigga jólaböksturuðumst á laugardeginum og voru bakaðar sörur, súkkulaðibitakökur ofl sem var bara gaman... en erfitt útaf honum Pésa kisa sem að langaði voðalega mikið að smakka allt sem við vorum að brasast með.

Læt ég þetta nóg í bili og ætla að halda áfram að láta mér leiðast í vinnunni.

No comments: