gleðilega hátíð og gleðileg jólin.
Vona að þau hafi verið góð hjá ykkur, veit að þau voru mjög góð hjá mér.
Sigga og Dóri og Huginn voru í nesinu yfir hátíðina og það var eldaður kalkúni á aðfangadag með þessum líka dýrindisstöffing sem er bara the best!
Allir voru mjög sáttir með jólin sín og er ég engin undantekning.
Fékk margar flottar jólagjafir og ber það helst að nefna skrapptösku og skrappdót, reiðbuxur, bók eftir tamningarmannin Benidikt Líndal, fullt af lakkrís og súkkulaði nammi (sem maður þarf að drífa sig að klára ef maður ætlar í átak eftir áramót haha) flotta teninga í bílinn, snyrtivörur og margt fleira.
á jóladag kom svo bróðir hennar mömmu og fjölskylda hans í heimsókn og þá var mikið stuð hér á bæ.
Sigga og Dóri fóru svo á jóladag ... merkilegt hvað allt dettur í dúnalogn þegar 2ja ára guttinn fer heim með foreldrum sínum ásamt 18 mánaða geltmaskínunni honum Loka, hehe
Svo skrapp ég í stórborgina að ná í gobbann minn og taka á hús.
Lagði af stað kl 9 í morgun og var komin í mosfellsdalinn rétt fyrir 10 og þá upphófst mikil leit í myrkrinu af tveimur hrossum... og þótti mér frekar vandræðalegt þegar ég var farin að kallast á við risastórt kefli í myrkrinu "gobba-gobba-gobba"
En svo fann ég stelpurnar okkar á endanum og var komin með þær upp á kerru á rétt rúmum klukkutíma.
Lenti í smá vandræðum til að byrja með þar sem ég var bara með eitt beysli og einn múl, mýldi Lilju og beislaði Álu og krækti svo taumnum í þær báðar.. kannski ekki mín besta hugmynd þar sem að Lilju liggur alltaf voða mikið á, en Ála bara labbar þetta rólega... svo á endanum sleppti ég bara henni Álu en teymdi Lilju enda elti Álan bara... ekkert spennandi að vera skilin eftir ein í sveitinni.
Mér leist bara mjög vel á hesthúsin sem við verðum í. Stelpurnar... eða konurnar if you will sem eru þar virðast bara vera mjög fínar og almennilegar og ég hlakka mikið til að fara að ríða þarna út í vetur :)
Saturday, December 27, 2008
Wednesday, December 17, 2008
vika í aðfangadag og mamma orðin fimmtug!
Já nú fer hátíðin aldeilis að skella á og nóg hefur verið að gera undanfarið í jólaundirbúningi og jólakaupum og óhætt að segja að hér í kring er orðið mjög jólalegt.
Svo er nú frá því að segja að hún Ingileif móðir mín kær varð fimmtug í gær, þann 16. desember, og óska ég henni innilega til hamingju með það!
Fóru þau pabbi til reykjavíkur og var aldeilis sérdeilist dekrað við frúna þar sem hún fékk fínerísis nuddmeðferð og um kvöldið dreif litla fjölskyldan sig út að borða.
Tjah að hún móðir mín hélt, því henni hafði einungis verið sagt að hún, pabbi, ég, Sigga og Dóri værum að fara fínt að borða en þegar við mættum á Einar Ben beið þar stórfjölskyldan, öll systkini mömmu, bræður pabba og makar.
Henni var aldeilis komið á óvart með þessu og örlaði á tár á hvarmi hennar meðan afmælissöngurinn var sunginn.
Svo tók við þetta líka glæsilega jóla/villibráða hlaðborð og gerðist ég svo kræf að smakka bæði svartfuglinn og hreyndýrapatéið... (aumingja rúdólf)
Held ég að hún móðir mín hafi verið all ánægð með daginn, sem og allir veislugestir :)
Svo er nú frá því að segja að hún Ingileif móðir mín kær varð fimmtug í gær, þann 16. desember, og óska ég henni innilega til hamingju með það!
Fóru þau pabbi til reykjavíkur og var aldeilis sérdeilist dekrað við frúna þar sem hún fékk fínerísis nuddmeðferð og um kvöldið dreif litla fjölskyldan sig út að borða.
Tjah að hún móðir mín hélt, því henni hafði einungis verið sagt að hún, pabbi, ég, Sigga og Dóri værum að fara fínt að borða en þegar við mættum á Einar Ben beið þar stórfjölskyldan, öll systkini mömmu, bræður pabba og makar.
Henni var aldeilis komið á óvart með þessu og örlaði á tár á hvarmi hennar meðan afmælissöngurinn var sunginn.
Svo tók við þetta líka glæsilega jóla/villibráða hlaðborð og gerðist ég svo kræf að smakka bæði svartfuglinn og hreyndýrapatéið... (aumingja rúdólf)
Held ég að hún móðir mín hafi verið all ánægð með daginn, sem og allir veislugestir :)
Tuesday, December 2, 2008
22 dagar til jóla!
Já það fátt sem að kemur manni jafn mikið í jólaskap svona rétt fyrir jólin og það að missa vinnuna sína, en það voru fjöldauppsagnir í fjölmörgum fyrirtækjum núna um mánaðar mótin og var ég ein af þeim sem lenti undir miðri fallexinni.
Já, í fyrsta sinn á sl tuttugu árum hef ég lent í því að vera sagt upp... ekkert voða skemmtileg tilfinning get ég sagt ykkur en get þó huggað mig við það að vera ekki búin að koma mér upp fjölskyldu, sökkva mér í lán og annað denslags.
Mér var gert að þurfa að vinna út uppsagnarfrestinn minn sem er mánuður, en hætti þó 19. des þar sem að þá er svæðinu hér lokað þar til 12. janúar.
En hvað tekur við næst?
Já mér er spurn... Það virðist enga vinnu vera að fá eins og ástandið er í samfélaginu í dag, ég talaði við Tolla í sólarfilmu en hann hefur víst ekkert handa mér fyrr en hugsanlega í apríl...
Svo. Ætti maður að sækja um í háskólanum og læra ööö... somethingamagicka með námslánum og öllu tilheyrandi, eða skella sér á atvinnuleysisbætur fram í apríl??
Þetta er mjög erfið ákvörðun, sérstaklega þar sem að umsóknarfresturinn í HÍ rennur út 15. des svo ég hef afráðið að fara á morgun og ræða við námsráðgjafa, sjá hvort hann geti aðstoðað mig við að fá botn í málið.
Annað en þetta er lítið að frétta. Í vinnunni er barasta ekkert að gera enda er búið að hægja svo mikið á Helguvíkurverkefninu að það skyldi engan undra þessar uppsagnir, enda eru búnir að vera niðurskurðir á öllum öðru sem fólki datt í hug en það var bara ekki nóg.
Ég bakaði þó Bismark kökur á sunnudagskvöldinu og kom með slatta í vinnuna á mánudagsmorgninum og gerðu hrægammarnir hér á skrifstofuni þeim góð skil og skilst mér að þær hafi bara þótt nokkuð góðar.
Frá litlu er annað að segja, Ég og Sigga jólaböksturuðumst á laugardeginum og voru bakaðar sörur, súkkulaðibitakökur ofl sem var bara gaman... en erfitt útaf honum Pésa kisa sem að langaði voðalega mikið að smakka allt sem við vorum að brasast með.
Læt ég þetta nóg í bili og ætla að halda áfram að láta mér leiðast í vinnunni.
Já, í fyrsta sinn á sl tuttugu árum hef ég lent í því að vera sagt upp... ekkert voða skemmtileg tilfinning get ég sagt ykkur en get þó huggað mig við það að vera ekki búin að koma mér upp fjölskyldu, sökkva mér í lán og annað denslags.
Mér var gert að þurfa að vinna út uppsagnarfrestinn minn sem er mánuður, en hætti þó 19. des þar sem að þá er svæðinu hér lokað þar til 12. janúar.
En hvað tekur við næst?
Já mér er spurn... Það virðist enga vinnu vera að fá eins og ástandið er í samfélaginu í dag, ég talaði við Tolla í sólarfilmu en hann hefur víst ekkert handa mér fyrr en hugsanlega í apríl...
Svo. Ætti maður að sækja um í háskólanum og læra ööö... somethingamagicka með námslánum og öllu tilheyrandi, eða skella sér á atvinnuleysisbætur fram í apríl??
Þetta er mjög erfið ákvörðun, sérstaklega þar sem að umsóknarfresturinn í HÍ rennur út 15. des svo ég hef afráðið að fara á morgun og ræða við námsráðgjafa, sjá hvort hann geti aðstoðað mig við að fá botn í málið.
Annað en þetta er lítið að frétta. Í vinnunni er barasta ekkert að gera enda er búið að hægja svo mikið á Helguvíkurverkefninu að það skyldi engan undra þessar uppsagnir, enda eru búnir að vera niðurskurðir á öllum öðru sem fólki datt í hug en það var bara ekki nóg.
Ég bakaði þó Bismark kökur á sunnudagskvöldinu og kom með slatta í vinnuna á mánudagsmorgninum og gerðu hrægammarnir hér á skrifstofuni þeim góð skil og skilst mér að þær hafi bara þótt nokkuð góðar.
Frá litlu er annað að segja, Ég og Sigga jólaböksturuðumst á laugardeginum og voru bakaðar sörur, súkkulaðibitakökur ofl sem var bara gaman... en erfitt útaf honum Pésa kisa sem að langaði voðalega mikið að smakka allt sem við vorum að brasast með.
Læt ég þetta nóg í bili og ætla að halda áfram að láta mér leiðast í vinnunni.