Saturday, December 27, 2008

gleðilega hátið

gleðilega hátíð og gleðileg jólin.
Vona að þau hafi verið góð hjá ykkur, veit að þau voru mjög góð hjá mér.

Sigga og Dóri og Huginn voru í nesinu yfir hátíðina og það var eldaður kalkúni á aðfangadag með þessum líka dýrindisstöffing sem er bara the best!
Allir voru mjög sáttir með jólin sín og er ég engin undantekning.
Fékk margar flottar jólagjafir og ber það helst að nefna skrapptösku og skrappdót, reiðbuxur, bók eftir tamningarmannin Benidikt Líndal, fullt af lakkrís og súkkulaði nammi (sem maður þarf að drífa sig að klára ef maður ætlar í átak eftir áramót haha) flotta teninga í bílinn, snyrtivörur og margt fleira.

á jóladag kom svo bróðir hennar mömmu og fjölskylda hans í heimsókn og þá var mikið stuð hér á bæ.
Sigga og Dóri fóru svo á jóladag ... merkilegt hvað allt dettur í dúnalogn þegar 2ja ára guttinn fer heim með foreldrum sínum ásamt 18 mánaða geltmaskínunni honum Loka, hehe

Svo skrapp ég í stórborgina að ná í gobbann minn og taka á hús.
Lagði af stað kl 9 í morgun og var komin í mosfellsdalinn rétt fyrir 10 og þá upphófst mikil leit í myrkrinu af tveimur hrossum... og þótti mér frekar vandræðalegt þegar ég var farin að kallast á við risastórt kefli í myrkrinu "gobba-gobba-gobba"
En svo fann ég stelpurnar okkar á endanum og var komin með þær upp á kerru á rétt rúmum klukkutíma.
Lenti í smá vandræðum til að byrja með þar sem ég var bara með eitt beysli og einn múl, mýldi Lilju og beislaði Álu og krækti svo taumnum í þær báðar.. kannski ekki mín besta hugmynd þar sem að Lilju liggur alltaf voða mikið á, en Ála bara labbar þetta rólega... svo á endanum sleppti ég bara henni Álu en teymdi Lilju enda elti Álan bara... ekkert spennandi að vera skilin eftir ein í sveitinni.

Mér leist bara mjög vel á hesthúsin sem við verðum í. Stelpurnar... eða konurnar if you will sem eru þar virðast bara vera mjög fínar og almennilegar og ég hlakka mikið til að fara að ríða þarna út í vetur :)

No comments:

Post a Comment