Já nú fer hátíðin aldeilis að skella á og nóg hefur verið að gera undanfarið í jólaundirbúningi og jólakaupum og óhætt að segja að hér í kring er orðið mjög jólalegt.
Svo er nú frá því að segja að hún Ingileif móðir mín kær varð fimmtug í gær, þann 16. desember, og óska ég henni innilega til hamingju með það!
Fóru þau pabbi til reykjavíkur og var aldeilis sérdeilist dekrað við frúna þar sem hún fékk fínerísis nuddmeðferð og um kvöldið dreif litla fjölskyldan sig út að borða.
Tjah að hún móðir mín hélt, því henni hafði einungis verið sagt að hún, pabbi, ég, Sigga og Dóri værum að fara fínt að borða en þegar við mættum á Einar Ben beið þar stórfjölskyldan, öll systkini mömmu, bræður pabba og makar.
Henni var aldeilis komið á óvart með þessu og örlaði á tár á hvarmi hennar meðan afmælissöngurinn var sunginn.
Svo tók við þetta líka glæsilega jóla/villibráða hlaðborð og gerðist ég svo kræf að smakka bæði svartfuglinn og hreyndýrapatéið... (aumingja rúdólf)
Held ég að hún móðir mín hafi verið all ánægð með daginn, sem og allir veislugestir :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment