Já óhætt er að segja að gærkveldið hafi bara verið einstaklega vel heppnað.
Fór um áttaleytið á síðasta námskeiðið hjá stúdentaleikhúsinu og þar á eftir var kósíkvöld.
Vorum við þarna ca 30 saman, spiluðum og spjölluðum langt fram eftir nóttu og endaði þetta með 7 manns sem höfðu sig ekki ferðbúin heldur um 04.30 að morgni til!
En þetta var bara svo einstaklega skemmtilegt fólk að enginn vildi fara heim fyrir utan snilldarlega leiki sem farið var í sbr 'varúlfaleikinn' og 'gettu hver'
Ég reyndist svo vera bjargvættur kvöldsins þegar ég reddaði þeim Júlíönu og Bryndísi starti í bílinn þar sem þeirra reyndist vera rafmagnslaus, og svo miskunnaði ég mig yfir tvo Bjarna sem þarna voru og skutlaði þeim heim í mosó.
Listinn yfir þá sem koma til með að leika í næsta uppsetningu hjá stúdentaleikhúsinu var birtur í morgun og því miður var ég ekki þar niðri á blaði enda bara ca 10 manns af 30 sem fengu hlutverk en það er eflaust nóg annað hægt að gera, aðstoða við sviðsmyndina, gera plaggat, setja saman leikskrár oþh að ógleymdum partýunum ^^
En já ætli það sé ekki vissara fyrir mig að fara að drífa mig og klára að undirbúa fyrir kvöldið.
later dudes & dudettes
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment