Svo núna er ég komin í sumarfrí og ekkert að gera nema að bíða eftir einkunnunum
Tjah það er að vísu ekki alveg rétt því í þessum skrifuðu orðum sit ég heima hjá henni Siggu systur og er að passa hann Huginn, en foreldrarnir skruppu í bíó.
Og það er óhætt að segja að hann frændi minn sé algört krútt, en þegar ég fór og lagði hann bað hann mig um að syngja 'dvel ég í draumahöll' þegar laginu lauk bað hann mig um að syngja það aftur... hvað gerir maður ekki fyrir frænda sinn.
Þegar tónleikunum lauk lagði huginn hendina sína á kinn mína, leit í augu mín og sagði "þú ert duglegur að syngja"

Svo annað kvöld ætlum við Anna vinkona eitthvað að hanga saman og á föstudaginn er próflokadjamm!
Á laugardaginn er svo Eurovision kvöld og á sunnudagskvöldið verður farið á Santa Maria þar sem ég mun hitta hina 7 krakkana sem að fara með mér til Kanada í sumar!!
- Ójá, 6 vikna ferð til kanada verður farin í lok júní og ég er ekkert smá spennt! á eftir að verða æðislega gaman ^^
Ú svo má nú ekki gleyma því að á mánudaginn mun ég fá dýralækni með mér uppí hesthús og athuga hvort að hún ála sé orðin bomm :)
No comments:
Post a Comment