Flest allir á fésbókinni eru að dæsa og hvæsa að það skuli vera kominn mánudagur en ég er nú eiginlega bara fegin, og sérstaklega er ég fegin að það skuli vera einmitt þessi mánudagur vegna þess að Christan og Susanne fóru til Þýskalands í gær og ég verð ein hér með hestunum og kisunum í heila viku :)
- hver kemur í partý!?
Annars hefur dagurinn bara verið mjög góður. vaknaði í morgun og gaf hrossunum, skrifaði ritgerð fyrir hádegi, fékk mér eggjahræru með beikoni, sveppum og papriku í hádegismat - full skál af salati hvað - svo er ég búin að fara á hestbak, setja í þvottavél... basically búin að öllu sem ég þarf að gera og dagurinn er varla hálfnaður.
Á laugardaginn ætluðum Susanne til Zurich að sjá Ístölt en því var svo frestað vegna veðurs. Kom í ljós að það var víst bilað veður í Zurich, almenningssamgöngur stöðvaðar og slatti af slysum vegna hálku, frekar skrítið því veðrið hér var alveg viðráðanlegt.
En í staðinn fórum við til Westside sem er moll og ég verslaði mér nokkrar bækur og skoðaði í fullt af búðum, var mjög næs.
og talandi um veðrið að þá var dáldið frost í nótt, amk svo mikið að hrossaskíturinn sat frosinn við jarðvegin og sumum hrúgunum náði ég hreinlega ekki upp fyrr en eftir hádegi þegar sólin var aðeins búin að losa þetta, það er ss sólskín, blár himinn en asskúri kalt
Frétti svo frá pabba að hann ætlaði að senda mér páska egg og get ekki sagt annað en að ég sé himinlifandi með það. Væri enn betra ef hann gæti fundið strumpapáska egg, skil ekki afhverju Nói hætti með þau því þau voru klárlega best.
Einnig bíð ég spennt eftir að heyra hvort hún Ála mín sé fylfull heima... frekar lélegt að bíða í nærri ár með að komast að þessu en svona er þetta víst, hvað get ég sagt ég lifi fyrir spennuna :P
hérna kom snjór & fór....kom í gær....& fór ^^
ReplyDeleteannars bara haltu áfram að skrifa :)
kv
Sigrún
Kæra Ásrún við mamma erum að skoða nammi.is síðuna til að ákveða hvað við ætlum að senda þér sem páskaglaðning væri ekki verra ef að þú gætir gefið okkur smá hint um hvað þig langar að fá.Annars er allt fínt að frétta af okkur. Reiknum með að byrja á að taka baðið í gegn um helgina. vonum að vikan verði skemmtilega og matseldin takist vel.
ReplyDeleteÁstar kveðja Pabbi og Mamma
ú gaman að vera í "fríi" í viku vona að þú skemtir þér vel og borðir eithvað gott....En tilhvers að senda páskaegg til þín? miðað við afköstin af páskaeggja áti hjá þér þá væri það hvort sem er enn heilt þegar þú kæmir heim :P
ReplyDelete