Wednesday, March 3, 2010

Með hey í hárinu

Já það hefur nokkrum sinnum komið fyrir eftir að hafa verið að stússast úti í hesthúsi að maður sé með hey í hárinu, á peysunni... í skónnum... í vösunum já eiginlega bara út um allt! virðist vera allveg jafn kræft og hunda/katta/hesta hárin, hehe

Annars er lífið bara að ganga sinn vanagang hér í Svisslandinu, vaknað snemma, hrossum og hundum sinnt, þrifið inni eða farið í annan göngutúr með hundana. Tími fyrir heimanámið gefst samt eiginlega ekki fyrr en eftir kvöldmat svo það er svo sannarlega nóg að gera á stóru heimili.

Í kvöld var annars eldaður risa skammtur af grænmetissúpu sem ætti að endast sem kvöldmatur hvah- næstu 3 til 4 daga svo þar græðir maður nokkrar auka mínútur sem annars hefuðu farið í eldunarstúss :P

Annars hlakkar mig dáldið til næstu viku en þá mun ég vera ein frá sunnudegi til laugardags og þá skal sko eldað eitthvað gott! ekki svona kanínufæði, þó svo að það sé nú að venjast alveg ágætlega þrátt fyrir dálítinn vind og þá er ég ekki að tala um veðrið úti, haha.

Svo er alltaf svo mikið rætt um flutningana til Þýskalands að mig er nú bara farið að hlakka til, þrátt fyrir að þetta verði um 10 klst keyrsla!
Þar er munu þau hafa sveitabæ, ekki hús í miðju þorpi þar sem er fullt af skokkurum, hjólafólki og traktorum. Svo er fólkið á næsta bæ með arabíska hesta, fór á einn þannig úti í kanada og það var mjög gaman væri ekki leiðinlegt að komast á bak á þannig aftur :P

Vona að þið hafið það gott í snjónum og slabbinu heima :)

No comments:

Post a Comment