Friday, November 30, 2007

No more FVA!

váts maður þá er þessi vika bara búin og ef allt gengur upp þá mun ég aldrei aftur setjast á skólabekk í FVA, nema þá til að taka þessi tvö próf sem ég á eftir en þau eru þann 6. og 10. des... allir að hugsa fallega til mín þá ;)

En fyrsti des er á morgun og það er ekki fyndið hvað tíminn er búinn að líða hratt, verð flutt til frænku í Reykjavíkinni áður en ég veit af.
Kannski spurning þá um að fara að sækja um vinnu á fleiri stöðum, er bara búin að fara í eitt djobba viðtal so far og hef ekki fengið neitt svar enn ....

Hvað fleira skemmtilegt get ég sagt ykkur?
Á morgun skrepp ég til rvk að hitta Seddu og Hjört en fer svo með þeim að kíkja á hana Veröld mína og gobbana þeirra, kem örugglega með einhverjar myndir, ég meina hverjum finnst ekki gaman að sjá myndir af sætum fluffy hestum ;)

Wednesday, November 28, 2007

Samantekt Dimmiteringar



Er er ekki löngu komin tími á að ég skrifi hér ýtarlega lýsingu á dimmiteringunni minni?
- Ég held það
Ég get með sanni sagt að þetta hafi verið snilldar dagur í heild sinni og heppnast alveg æðislega vel, enda var bara frábærlega gaman :D
Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði klukkan fjögur á aðfaranótt föstudagsins til að hafa mig til, fór í búninginn, fór með dót og drasl út í bíl, fékk mér að borða og rúntaði svo á Akranes rétt fyrir hálf sex og var komin á skagann um sex leytið.Þá fór ég heim til Fríðu sem býr við hliðina á skólanum, lagaði mig aðeins til og fengið sér smá ;)
Traffík í spegilinn

Strákarnir voru bara á chillinu
En um sjö þá strunsuðum við fylgtu liði, Kleópötrur og Skylmingarþrælar, á heimavistina til að vekja þessar vistarverur með hrópum og köllum. Flestir krakkana reyndu að snúa á okkur og læsa herbergjum sínum, sem betur fer höfðum við þá hann Stjána með okkur en hann hafði fengið lyklavöldin kvöldið áður og sá til þess að allir á vistinni voru vaktir, múhahaha
Vakningin á vistinni

Þegar búið var að ganga úr skugga um að allir væru vaknaðir hófumst við handa, nokkrir fóru heim til Bjarnþórs kennara að 'ræna' honum, á meðan ég og nokkrir aðrir 'rændum' henni Huldu sem er forstöðukonan á vistinni. Þeim var báðum vafið í tóka og fengu þessar fínu gylltu bergfléttur.
Eftir það var haldið af stað í skólann og átum við morgunmat með kennurunum enda klukkan farin að ganga átta.

Í morgunmatnum á kennarastofunni
þegar maturinn var búin fórum við niður á sal, lokuðum honum og byrjuðum að undirbúa fyrir showið, en um níu leytið tókum við okkur smá hlé og hlupum crazy um ganga skólans með hrópum og köllum, trufluðum kennslu og létum öllum illum látum... sem var heavy stuð :D
Næst fórum við aftur á sal þar sem við tókum ca eitt rennsli og svo var showið klukkan rúmlega ellefu.
Óhætt er að segja að það hafi heppnast með eindæmum vel því enn er fólk að tala um það og margir að segja að þetta hafi verið besta dimmisjóv til þessa!
Enda var þetta líka bara snilld ;)

Fótboltaborðið

Allir að dansa

Eftir Dimmisjóvið fengum við mat á sal skólans og svo var haldið af stað í borg óttans í óvissuferð. Stemmingin í rútunni var í hámarki og var mikið sungið og trallað.
Yours Truly í rútunni ... og Karí að tjá sig fyrir aftan...
Þegar við komum í bæinn fór rútan í Kópavoginn þar sem við tókum einn leik í laser tag og lenti mín í öðru sæti *stolt* enda ekki slakur árangur þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég fer í laser tag

Gellurnar á leið í Laser Tag
En næst var ferðinni heitið í kringluna þar sem við fengum að skottast í hálftíma, hlaupandi um, láta taka af okkur myndir og svara spurningum forvitnra vegfarenda. Þegar við vorum svo á leiðinni úr kringlunni hópuðust strákarnir saman, mynduðu fylkingu, marseruðu, börðu á brjóst sér og hrópuðu...
Við gengum framhjá tveim öryggis vörðum en þeir sáu ´líklegast að við vorum á leiðinni út svo þeir gerðu ekki neitt, en þegar við vorum að ganga út um hurðina kom einn öryggisvörður.. lítið písl með gleraugu og ´hellti sér yfir strákana með fúlyrðum og hreytingum og sagði þeim að hætta þessu eða að drulla sér út.

Ég veit nú ekki hvað hann hafði í hyggju þessi öryggisvörður, því fyrir utan þá staðreynd að við vorum á leiðinni út hvað ætlaði hann þá að gera einn á móti þrettán vopnuðum skylmingarþrælum?

Í rúllustiganum í kringlunni

Allavega, eftir kringlureisuna var farið í keiluhöllina. Við fengum að bíða dágóða stund eftir að komast að og fengum ekki einu sinni keiluskó! en hvað um það við byrjuðum í diskókeilu og allt í stuði og voða gaman þegar allt í einu allt fyllist af fjölskyldufólki með litla krakka og öll ljós kveikt og diskókeilan búin :( ekki gaman...
Við kvörtuðum en fengum engu breytt svo við afréðum að klára bara þennan leik og fara svo en ekki taka tvo eins og fyrr hafði verið ákveðið.

Svo var bara farið aftur út í rútu og keyrt aftur á skagann. Klukkan var þá orðin hálf sjö en eftir að hafa talað við eigenda Breiðarinnar *við leigðum efrihæðina þetta kvöld* þá átti ekki að hleypa okkur inn fyrr en um sjö og rútubílstjórinn vildi ekki leyfa okkur að bíða í rútunni svo við urðum bara að redda okkur. Reddaðist ég með að skella mér bara á rúntinn með Ragnheiði, Steinunni, Öglu og Fríðu.

Breiðin opnaði svo ekki fyrr en hálf átta, sem var frekar fúllt, en þegar við komum inn biðu okkar dominos pizzur sem er alltaf gaman ;)
Mikil stemming var á breiðinni en því miður ekki allir sem komust þangað því var það nokkur Hörður U sem hafði farið heim til sín í milli tíðinni og sofnað... ekki nógu sterkur leikur þar á bæ.

Við hin skemmtum okkur allavega konunglega enda var þarna boðið upp á bollu og bjór.Stemmingin var svoí hámarki frá tíu til ellefu og voru allir upp á sitt besta dansandi rassinn úr buxunum. Enda var orðið ansi heitt í kolunum, berir strákar og stelpur upp á borðum :P
Sexy time
Rétt eftir ellefu var rútan komin aftur og þá átti að fara með okkur á ballið. Ég var nú ekki nema tæplega hálftíma á ballinu enda var farið mitt komið en það var hún Anna yndislega sem sótti mig á Skagan og kom mér aftur heim þar sem restin af vinum mínum beið og þá byrjaði stuðið aftur... sem og kvöldið þar á eftir ;)
Þannig já, þetta var virkilega vel heppnuð helgi. Dimmiteringin og Dimmisjóvið var æðislegt og einnig var líka mjög gaman að partýa með vinunum... ég lærði líka Texas Hold'em ;)
svo fer skólinn bara að klárast, skrítið að þetta skuli vera síðasta vikan mín í FVA... úff !! Maður er að verða svo fullorðin
En bara takk allir fyrir frábæran dag, þetta hefði ekki getað verið skemmtilegri hópur eða skemmtilegri dagur! :D

Thursday, November 22, 2007

Dagur Dimmiteringar

Vá maður; To Day's the Day !

Dimmitering bara eftir nokkra klukkutíma, Ég þarf í raun ekki að "Vakna" fyrr en eftir hálftíma s.s klukkan er bara hálf fimm, en hver getur sofið þegar maður er að fara að dimmitera?

Þetta á eftir að vera klikkað stuð og mig hlakkar geggjaðslega mikið til !! :D

Wednesday, November 21, 2007

Always look on the bright side of life...

Já ég er ekki frá því að maður verði stundum bara að taka sér smá tíma og líta á björtu hliðarnar á því sem gerist í lífinu.
T.d var margt sem gerðist í dag...

Ég skrapp til Reykjavíkur í atvinnuviðtal sem gekk bara ágætlega að ég held, eftir það hitti ég Dagmar, Þórhildi og Önnu og saman skruppum við á Café Blue þar sem Þórhildur kveikti næstum því í henni Dagmar með því að halla sér fram á borðið, það valt aðeins fram, kertastjakinn á loft og beint á Dagmar sem varð öll út ötuð í kertavaxi en sem betur fer slokknaði eldurinn og hún meiddist ekki
Bright Side; Þetta var sjúklega fyndið

Eftir vaxið á Café Blue ákváðum við að skreppa í Toys'R' Us og ath með perlur fyrir Dagmar svo hún gæti skreytt dimmó-búninginn sinn, úrvalið var nefnilega ekki nógu gott í Kringlunni, við erum komin langleiðina þangað þegar svo illilega vill til að ég lendi aftan á öðrum bíl!
Sem betur fer var ég ekki á miklum hraða, það slasaðist enginn og það eina sem sést á mínum burra er númeraplatan á framan sem er beygluð svoldið inn.
Bright Side; Löggu-gaurinn sem kom og tók skýrsluna var gegt hot, og þá meina ég GEGT

Fór í Spray-Tan í dag áður en ég fór á Dimmó-æfingu, frekar spes er orðið yfir þá lífsreynslu og sem betur fer lenti ég ekki í því sama og Ross :P Allt gekk svo vel á Dimmó æfingunni þar til klukkan var orðin hálf ellefu, þá ætluðum við að taka loka rennsli en þá kom kona sem sagði að við yrðum að fara þar sem það var verið að læsa skólanum, við vorum engan vegin sátt þar sem þetta var loka prufan okkar því við fáum ekki salinn á morgunn og yrðum að fá að renna yfir þetta aftur. Eftir mikið þreyf og nokkur símtöl féllst Egill Kokkur á að vera með okkur, fylgjast með og hleypa okkur svo út.
Bright Side; Þrátt fyrir þreyfið og rifrildið um hvort við gætum verið lengur þá var hann Egill með svo smitandi hlátur að allir komust aftur í mjög gott skap þegar við renndum yfir show-ið okkar

En já... klukkan er farin að ganga eitt svo ég ætti að pilla mig upp í rúm enda orðin vel þreytt og skóli í fyrramálið
Bright Side; Ég þarf ekki að mæta fyrr en tíu mínútur í ellefu á morgun ;)

Monday, November 19, 2007

Kjáninn ég

híhí, ég er kjáni.

Ég er s.s í skólanum að bíða eftir að dimmó-æfing hefst sem er eftir ca tuttugu og fimm mín... ég sat þar sem ég og mitt 'lið' sitjum oftast á tengiganginum við bóksafnið þegar ég heyri að það er kominn slatti af fólki inn á sal og situr þar, ég lít snöggt á hópinn og sé þar nokkra sem eru að dimmitera með mér og hugsa 'já ok, þau eru s.s flest öll komin og afréði að setjast þar hjá þeim... það var litið aðeins skringilega á mig og sé ég þá að þarna er eitthvað af fólkinu er ekki að dimmitera og eftir smá stund heyri ég að þetta er s.s stjórnin að plana fyrir næsta skóla ár og ég sit bara hér rétt hjá þeim á chillinu :P
bara kjánaskapur.

Annars er það að frétta að hún Ólöf uppeldisfræði kennari spurði mig í dag hvort ég væri ofvirk þegar ég skilaði tveim ritgerðum og tveim verkefnum í dag sem hún lét mig hafa um miðja síðustu viku... ég þurfti að segja henni að nei ég væri ekki ofvirk, heldur svo virtist sem ég ætti bara ekkert líf, en þannig er það víst bara þegar maður þarf að hanga í skólanum í +2 klukkustundir á dag að bíða eftir dimmó-æfingum...
Ég get þó samt sagt að eins og það er leiðinlegt að bíða eftir að æfingarnar byrji að þá er rosa gaman á þeim ;)
- og mig hlakkar þvílíkt til að dimmitera !

Sunday, November 18, 2007

Helgar blog

Þið ættuð sko bara að vita hvað það var ljúft að sofa út í morgunn sem og í gær morgunn, bara yndislegt :)

Helgin er nú búin að vera nokkuð fín so far. Á föstudeginum kláraði ég ritgerð og nokkur verkefni auk þess að horfa á Masters of Horror að sjálfsögðu, en ég verð að játa því fleiri af þeim þáttum sem ég horfi á því meira sakna ég Nightmares and Dreamscapes
Þá var auðvitað dagur íslenskrar tungu og Erpur Eyvindsson kom í skólan og talaði og rappaði, það var mjög gaman af honum, hinn ágætasti húmoristi
Svo auðvitað þurfti hann Jón Árni blessaður að mæta í skólann ... búinn að vera veikur alla vikuna en mætti svo á föstudeginum bara til að gleðja okkur nemendurna .... ><

*Dramatic Intermission Music*

Laugardagurinn nú var nokkuð fínn í sjálfu sér líka, bara chill, göngutúrar með hundinn, svo kíkti Anna vinkona í stutta heimsókn og svo auðvitað hápunkturinn sem var að horfa á nokkra heroes þætti og eta pizzu... en nú er ég frekar svekkt þar sem ég er búin að horfa á alla heroes þættina sem ég á sem eru s.s 1 - 8 og bíð nú í ofvæni eftir að komast yfir þann níunda ...

Dimmó æfing er á eftir kl sex og þá rennum við yfir þetta með tónlist og alles, verður örugglega hörku stuð.
Dimmisjónið er svo náttúrulega á föstudaginn og mig hlakkar ógó mikið til, og enn á ég eftir að máta búninginn minn, ekki nógu gott.
Svo verður náttúrulega bara gaman næstu helgi dimmiteringin o'course, svo verða foreldrarnir í útlandinu og ég fæ að bjóða nokkrum vinum heim í 'partý'

Stanslaust stuð ;)

Wednesday, November 14, 2007

Cursed be the one that invented sleepless nights!

Já vitiði, ég held að sá 14. sé ekki beint minn dagur heldur ...
ef við byrjum á byrjuninni að þá var ég andvaka frameftir öllu í nótt og sofnaði ekki fyrr en klukkan var farin að ganga hálf fjögur... svo vakna ég með þvílíka verki niður eftir rifbeinunum báðu megin, staulast upp úr kjallaranum og reyni að jafna mig .. ekkert sem ég gat gert en til allrar hamingju lagaðist verkurinn.
þá var klukkan orðin svona korter yfir sjö og engin tilgangur í að fara aftur að sofa svo ég byrjaði bara að hafa mig til fyrir skólann.

Komin rétt fyrir hálf 9 *skólinn byrjar hálf 9 fyrir þá sem ekki vita* og þá er bara einn kennari skráður veikur svo ég og hinir samnemendur mínir bíðum fyrir utan stofuna. eftir 10 mín kemur strákur sem er með okkur í þessum tíma og segir að kennarinn sé veikur sem þýðir að ég fór ekki í tíma fyrr en 10.50!
- og fékk því að hanga næstu tvo tímana í skólanum .. tíminn nýttist svosum ágætlega, náði að klára aðre uppeldisfr. ritgerðina mína, svo það er gott.

en já tími kl 10.50 ... eyða og svo aftur tími.
Þá var ég búin í skólanum, klukkan orðin hálf 3 og hófst þá biðin eftir að dimmó fundurinn byrjaði kl 5 .. sem er eftir 10 mín.

Var s.s bara að horfa á heroes áðan og láta mér leiðast, og vá maður hvað er málið við að gera svona spennandi þætti og láta þá alltaf enda to be continued...

en já, svona hefur dagurinn minn basically verið, ég er óheyrilega þreytt, ekki enn búin að jafna mig 100% á verknum í morgun *sem eru að öllum líkindum hassperur (harðsperrur?) síðan ég datt í gær* og get ekki beðið eftir að komast heim, taka því rólega, horfa á Top Model og fara að sofa !!

Tuesday, November 13, 2007

Já fínt, Já sæll...

Jæja... ætli saumarnir séu nú ekki farnir úr hendinni, ég skil nú ekkert afhverju ég var látin borga 700 krónur fyrir þessa saumatöku þar sem það var ég sem þurfti að segja lækninum hvernig hún átti að taka sauminn úr þar sem hún hafði aldrei áður fjarlægt svona innri saum, finnst að hún hefði bara átt að borga mér fyrir þessa mikilvægu kennslu

allavega... í dag var fyrsta dimmisjón "æfingin". Rætt var aðeins um búningana, sem eru mjög töff og svo farið yfir handritið en æfingar og hlutverkaskipan mun fara fram á morgunn.
Æft verður svo stíft fram að dimmisjóni en það verður eftir hvorki meira né minna en 10 daga takk fyrir takk! Eigum við eitthvað að ræða þetta frekar

En eftir að ég kom heim af "æfingunni" þá er óhætt að segja að þetta hafi ekki beint verið mitt kvöld... Eftir kvöldmatinn var mér sagt að skjótast aðeins út til ömmu með einhvern hlut handa henni, þegar ég er á leiðinni heim tekst mér að detta fram fyrir mig og enda kylliflöt á jörðinni, mér var svo mikið í mun að passa hendina mína í fallinu að ég lagði ölnbogann fyrir mig og hruflaði hann all vel :(
Svo ekki nóg með það, heldur eftir að ég kom heim ákveð ég að skella mér í sturtu, er komin í baðið og er ekki fyrr búin að kveikja á sturtuhausnum þegar hann réðist á mig og hrundi í sundur!
Tók þá við dágóð bið þar sem ég stóð blaut og köld, umvafin handklæði meðan pabbi reyndi að redda þessum bölvaða sturtuhaus. Eftir nokkur bölvunarorð eins og pabba einum er lagið fór hann og fann annan sturtuhaus og festi upp. Komst ég loksins aftur undir heita bununa, en þá var festingin aðeins of stór svo hann lagðist alltaf upp við vegginn! svo ég neyddist eiginlega til að halda við hann allan tímann, massíft stuð...

En það sem bætir mitt skap núna er sú tilhugsun að vera komin með þátt 1 - 7 í nýjustu seríunni af heroes :)
- hlakka til að horfa :D

Monday, November 12, 2007

Nýtt blog!

Já mér fannst vera komin tími til að prófa eitthvað nýtt so I'm testing the waters here on blogspot.

Hér er líka hægt að setja upp skemmtilegan profile um sjálfan sig svo þetta er strax sniðugra heldur en blog.central
hmmm... spurning samt hvað maður hefur merkilegt að segja ...

Dimmitering verður föstudaginn þann 23 nóvember og hefjast æfingar ekki seinna en á morgunn! en það er akkúrat sami dagur og saumarnir verða teknir úr hendinni minni, merkilegt nokk. Vona að eftir það þurfi ekki meira að krukka í henni ...

en úff maður .. dimmó eftir 2 vikur og það þýðir 3 vikur í prófin!
og æ styttist í útskrift

ég held að ég sé bara ekki að fatta þetta almennilega