Tuesday, November 13, 2007

Já fínt, Já sæll...

Jæja... ætli saumarnir séu nú ekki farnir úr hendinni, ég skil nú ekkert afhverju ég var látin borga 700 krónur fyrir þessa saumatöku þar sem það var ég sem þurfti að segja lækninum hvernig hún átti að taka sauminn úr þar sem hún hafði aldrei áður fjarlægt svona innri saum, finnst að hún hefði bara átt að borga mér fyrir þessa mikilvægu kennslu

allavega... í dag var fyrsta dimmisjón "æfingin". Rætt var aðeins um búningana, sem eru mjög töff og svo farið yfir handritið en æfingar og hlutverkaskipan mun fara fram á morgunn.
Æft verður svo stíft fram að dimmisjóni en það verður eftir hvorki meira né minna en 10 daga takk fyrir takk! Eigum við eitthvað að ræða þetta frekar

En eftir að ég kom heim af "æfingunni" þá er óhætt að segja að þetta hafi ekki beint verið mitt kvöld... Eftir kvöldmatinn var mér sagt að skjótast aðeins út til ömmu með einhvern hlut handa henni, þegar ég er á leiðinni heim tekst mér að detta fram fyrir mig og enda kylliflöt á jörðinni, mér var svo mikið í mun að passa hendina mína í fallinu að ég lagði ölnbogann fyrir mig og hruflaði hann all vel :(
Svo ekki nóg með það, heldur eftir að ég kom heim ákveð ég að skella mér í sturtu, er komin í baðið og er ekki fyrr búin að kveikja á sturtuhausnum þegar hann réðist á mig og hrundi í sundur!
Tók þá við dágóð bið þar sem ég stóð blaut og köld, umvafin handklæði meðan pabbi reyndi að redda þessum bölvaða sturtuhaus. Eftir nokkur bölvunarorð eins og pabba einum er lagið fór hann og fann annan sturtuhaus og festi upp. Komst ég loksins aftur undir heita bununa, en þá var festingin aðeins of stór svo hann lagðist alltaf upp við vegginn! svo ég neyddist eiginlega til að halda við hann allan tímann, massíft stuð...

En það sem bætir mitt skap núna er sú tilhugsun að vera komin með þátt 1 - 7 í nýjustu seríunni af heroes :)
- hlakka til að horfa :D

5 comments:

Anonymous said...

Klaufi :Þ hehe kanski ættiru að halda þig bara í rúmminu þrettánda hvers mánaðar svo þú slasir þig ekki alvarlega, manstu hvaða mánaðadagur það var þegar þú handlegsbraust þig? var það kanski líka 13.? hihi

MIA said...

hehe ekki sniðugt að gera neitt þann 13. bara halda sig uppí rúm and do nothing...
gegg cool blogsíðudæmi til hammó

Dagmar Ýr said...

þetta hlýtur að hafa verið mjög gaman...

ég hefði allavega hlegið eins og vitleysingur hefði ég séð þetta =Þ ég hló meira að segja eins og vitleysingur bara við að lesa þetta =)

Ásrún said...

og ætlar enginn að vorkenna mér og mínum hruflaða olnboga :/
Annars var ég sko farin að halda á tímabili að þarna væri kominn 13. september *sek*

MIA said...

hvað er *sek*?