váts maður þá er þessi vika bara búin og ef allt gengur upp þá mun ég aldrei aftur setjast á skólabekk í FVA, nema þá til að taka þessi tvö próf sem ég á eftir en þau eru þann 6. og 10. des... allir að hugsa fallega til mín þá ;)
En fyrsti des er á morgun og það er ekki fyndið hvað tíminn er búinn að líða hratt, verð flutt til frænku í Reykjavíkinni áður en ég veit af.
Kannski spurning þá um að fara að sækja um vinnu á fleiri stöðum, er bara búin að fara í eitt djobba viðtal so far og hef ekki fengið neitt svar enn ....
Hvað fleira skemmtilegt get ég sagt ykkur?
Á morgun skrepp ég til rvk að hitta Seddu og Hjört en fer svo með þeim að kíkja á hana Veröld mína og gobbana þeirra, kem örugglega með einhverjar myndir, ég meina hverjum finnst ekki gaman að sjá myndir af sætum fluffy hestum ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ég vissi að ég hefði átt að tékka betur á þessum kleópötrum og skylmingarþrælum, horfði á ykkur koma inn í keiluhöllina, öllum fannst búningarnir ykkar geggjað flottir ;-)
since when are horses "fluffy"? i just always thought they were hairy *pæl*
hehe takk Erna, enda voru okkar búningar sko flottastir *mont*
Og já þú Dagmar mín munt sjá fluffy hest þegar ég pósta inn mynd af henni veröld ;)
Post a Comment