Tuesday, May 27, 2008

Kvöl og pína

já ég get sko sagt ykkur að það er ekki tekið út með sældinni að fá endajaxl!
er vægast sagt illt í munninum, erfitt að borða, er komin með munnangur þarna líka og svo mikla bólgu að hálskyrtilinn þarna er líka orðinn bólginn svo ég er að taka jaxl, með hálsbólgu og munnangri.... triple trouble.

Annars er ég stödd heima hjá siggu systur að passa Huginn litla. En þau skötu hjú skruppu í bíó að sjá nýjustu Indiana Jones myndina, hlakka mikið til að heyra gagnrýnina enda stefni ég á að já hana um helgina ;)

En hér er svaka stemming hjá okkur Loka. Ég horfandi á The Fying Circus og hann með hausinn út um kattarlúguna geltndi á fólk... en Huginn sofnaði fyrir þó nokkru síðan.

jæja... ætla að halda áfram að horfa á the flyinc circus ;)

Wednesday, May 21, 2008

Holtsmúlaferð

Það var tiltektardagur á Holtsmúla sl sunnudag og það var aldeilis nóg að gera, en það hafi fokið þak af einhverjum kofa í vetur og glerull sem var geymd þar inni fauk út um allt tún svo við fengum að dunda við það að tína upp ullina í ca 3 klst......
Svo rusltýndum við í skurðinum, kíktum á gobbalingana og brunuðum um á fjörhóli svo að þetta var dáldið gaman ;)
Og talandi um gobbna að þá hefur hún Veröld heldur betur stækkað, tjah eða aðallega breikkað og á ábyggilega eftir að verða stórmyndarleg gella með þennan líka fína pönkara topp, hehe

Hún er ekki spök úti í haga (ekki enn amk) svo ég náði ekkert að klappa henni né kemba, en hún hætti sér nógulega nálægt til að þefa aðeins af mér :P

En já svo er allt að gera sig í Boot campinu, æfingar 3x í viku. Maður er kannski ekki alltaf að nenna á þessar æfingar en svo þegar maður er mættur þá er þetta rosa gaman ^^
Að vísu lenti ég í smá lífsháska í dag þar sem að gella á rauðum yaris var næstum búin að bakka á mig!
var að koma úr upphituninni og á leiðinni aftur inn þegar ég heyri Bigga þjálfara kalla "Passaðu þig! hún bakkar á þig!!"
Ég rétt náði að stökkva frá og áfram bakkaði ökustýran og klessti á staur sem var þarna aðeins fyrir neðan.... hafði hún þá ekki verið önnum kafin við að kveikja sér í sígarettu!
Kannski tók hún ekki eftir því að hún væri að renna aftur á bak eða eitthvað en ég meina samt... dí....
Annars er mest lítið að frétta, annað en að það að mér skilst að það sé víst komið ár síðan júróvision var síðast þannig að júró keppnin verður núna á laugardaginn með djúp steiktum kjúkinga bitum á la pabbi, sem er bara gott ^^
Væri þó extra gaman ef maður kæmist svo upp úr forkeppninni og yfir í aðalkeppnina svona til tilbreytingar, en það skýrist þó vonandi á morgun. :P

Wednesday, May 14, 2008

Komið sumar?

Já það er sko sannarlega búið að leika við mann veður blíðan sl daga og það er bara yndislegt :D

Hassperurnar eru allar að lagast, en samt var heldur betur tekið á því í BC í dag og aldrei að vita nema maður fái nokkrar fleiri á morgun....
Sedda vinkona hóf störf í Sólarfilmu í gær og hún stendur sig nú bara nokkuð vel, enda er hún að vinna með svo skemmtilegu fólki ;)

Pabbi labbi er líka bara allur að hressast, fer í aðgerð í fyrramálið og við óskum honum góðs gengis og vonum að hann komist svo eitthvað heim i nesið um helgina.

og talandi um helgar þá var hvítasunnu helgin bara æðisleg. fór í BC á föstudeginum og laugardeginum, og á hestbak. Skrapp heim í borgarnes og þar grilluðum við mæðgur og áttum góðar stundir. Klifum meira að segja "langleiðina" upp á hafnarfjall og hittum m.a einn af hvolpunum hennar Pílu.
Píla var ekki alveg jafn ánægð með þessa endurfundi og ég. En það er óhætt að segja að dóttir hennar er einstaklega falleg.

Þessa helgi verður svo vonandi farið með Seddu og hennar famelíu austur og kíkja á gobbana þar, taka til í haganum og þessháttar.
hlakka mikið til að Sjá hana Veröld mína aftur, hefur án efa stækkað síðan síðast og vonandi komin í sumarfeldinn ^^

Thursday, May 8, 2008

Djöbbans hassperur!

Jæja, er stelpan þá ekki byrjuð í Boot Camp og það gengur ekki betur en svo að eftir einn og hálfann tíma (mætti seint í fyrsta tímann) þá get ég varla hreyft mig fyrir hassperum eða harðsperrum for you picky ones.

en það þýðir víst að ég er að taka á því og það á að teljast jákvætt en persónulega sé ég fátt jákvætt við þetta þegar ég get varla labbað upp né niður stiga, spennt bílbeltið eða varla þvegið á mér hárið
og þar til að þessar hassperur lagast býst ég við að ég þurfi bara að halda mig við jarðhæðir, keyra varlega og hafa skítugt hár, hehe

En þetta er bara allt saman jákvætt og mig hlakkar mikið til að komast í fanta flott form fyrir brúðkaupið í sumar, því ó já ég fjárfesti í sumartilboðinu og verð að fram í september!!
- þeas ef ég verð enn á lífi, hehe

En það er heldur betur búið að vera mikið að gera núna þessa viku, pabbi búinn að vera á spítalanum útaf nýrnasteinaaðgerðinni og er hann allur að hressast kallinn sem er bara frábært, stórt knús á hann.
Svo er það náttla boot campið og vinnan.
Hesthúsið hefur setið aðeins á hakanum, en í dag skrapp ég uppeftir og þrátt fyrir hassperur og harðsperrur fór ég í reiðtúr og það var sko alveg þess virði í góða veðrinu :D

Þær voru líka svo glaðar að fá að komast út, og þá sérstaklega Lilja að hún varð að fá að sýna sig aðeins stelpan




Byrjaði sko á því að hoppa hæð sína



og svo var rokið af stað!

Ála skildi nú ekkert í þessum látum í henni, potaði bara í mig með snoppunni og bað um nammi/klapp :P