Svo rusltýndum við í skurðinum, kíktum á gobbalingana og brunuðum um á fjörhóli svo að þetta var dáldið gaman ;)
Og talandi um gobbna að þá hefur hún Veröld heldur betur stækkað, tjah eða aðallega breikkað og á ábyggilega eftir að verða stórmyndarleg gella með þennan líka fína pönkara topp, hehe


Hún er ekki spök úti í haga (ekki enn amk) svo ég náði ekkert að klappa henni né kemba, en hún hætti sér nógulega nálægt til að þefa aðeins af mér :P

En já svo er allt að gera sig í Boot campinu, æfingar 3x í viku. Maður er kannski ekki alltaf að nenna á þessar æfingar en svo þegar maður er mættur þá er þetta rosa gaman ^^
Að vísu lenti ég í smá lífsháska í dag þar sem að gella á rauðum yaris var næstum búin að bakka á mig!
var að koma úr upphituninni og á leiðinni aftur inn þegar ég heyri Bigga þjálfara kalla "Passaðu þig! hún bakkar á þig!!"
Ég rétt náði að stökkva frá og áfram bakkaði ökustýran og klessti á staur sem var þarna aðeins fyrir neðan.... hafði hún þá ekki verið önnum kafin við að kveikja sér í sígarettu!
Kannski tók hún ekki eftir því að hún væri að renna aftur á bak eða eitthvað en ég meina samt... dí....
Annars er mest lítið að frétta, annað en að það að mér skilst að það sé víst komið ár síðan júróvision var síðast þannig að júró keppnin verður núna á laugardaginn með djúp steiktum kjúkinga bitum á la pabbi, sem er bara gott ^^
Væri þó extra gaman ef maður kæmist svo upp úr forkeppninni og yfir í aðalkeppnina svona til tilbreytingar, en það skýrist þó vonandi á morgun. :P
No comments:
Post a Comment