en það þýðir víst að ég er að taka á því og það á að teljast jákvætt en persónulega sé ég fátt jákvætt við þetta þegar ég get varla labbað upp né niður stiga, spennt bílbeltið eða varla þvegið á mér hárið
og þar til að þessar hassperur lagast býst ég við að ég þurfi bara að halda mig við jarðhæðir, keyra varlega og hafa skítugt hár, hehe
En þetta er bara allt saman jákvætt og mig hlakkar mikið til að komast í fanta flott form fyrir brúðkaupið í sumar, því ó já ég fjárfesti í sumartilboðinu og verð að fram í september!!
- þeas ef ég verð enn á lífi, hehe
En það er heldur betur búið að vera mikið að gera núna þessa viku, pabbi búinn að vera á spítalanum útaf nýrnasteinaaðgerðinni og er hann allur að hressast kallinn sem er bara frábært, stórt knús á hann.
Svo er það náttla boot campið og vinnan.
Hesthúsið hefur setið aðeins á hakanum, en í dag skrapp ég uppeftir og þrátt fyrir hassperur og harðsperrur fór ég í reiðtúr og það var sko alveg þess virði í góða veðrinu :D
Hesthúsið hefur setið aðeins á hakanum, en í dag skrapp ég uppeftir og þrátt fyrir hassperur og harðsperrur fór ég í reiðtúr og það var sko alveg þess virði í góða veðrinu :D
Þær voru líka svo glaðar að fá að komast út, og þá sérstaklega Lilja að hún varð að fá að sýna sig aðeins stelpan
2 comments:
Gott að hlakka til takmarksins 8)
þú verður svo fit eftir þetta maður! hehehe, ég þyrfti að gera eitthvað svona líka, en ég er of löt:P hehe
já ég er sammála með harðthingamajiggy úff.
En sko...Lilja er bara svo lífsglöð ung dama, þessvegna er hún svona kát að komast út
Post a Comment