Já það er sko sannarlega búið að leika við mann veður blíðan sl daga og það er bara yndislegt :D
Hassperurnar eru allar að lagast, en samt var heldur betur tekið á því í BC í dag og aldrei að vita nema maður fái nokkrar fleiri á morgun....
Sedda vinkona hóf störf í Sólarfilmu í gær og hún stendur sig nú bara nokkuð vel, enda er hún að vinna með svo skemmtilegu fólki ;)
Pabbi labbi er líka bara allur að hressast, fer í aðgerð í fyrramálið og við óskum honum góðs gengis og vonum að hann komist svo eitthvað heim i nesið um helgina.
og talandi um helgar þá var hvítasunnu helgin bara æðisleg. fór í BC á föstudeginum og laugardeginum, og á hestbak. Skrapp heim í borgarnes og þar grilluðum við mæðgur og áttum góðar stundir. Klifum meira að segja "langleiðina" upp á hafnarfjall og hittum m.a einn af hvolpunum hennar Pílu.
Píla var ekki alveg jafn ánægð með þessa endurfundi og ég. En það er óhætt að segja að dóttir hennar er einstaklega falleg.
Þessa helgi verður svo vonandi farið með Seddu og hennar famelíu austur og kíkja á gobbana þar, taka til í haganum og þessháttar.
hlakka mikið til að Sjá hana Veröld mína aftur, hefur án efa stækkað síðan síðast og vonandi komin í sumarfeldinn ^^
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Heija ! Bíð spennt eftir því að sjá myndir af Veröld........ hlakka líka til helgarinnar.mútter
Post a Comment