Saturday, June 28, 2008

Mánuður!

Ó já, það er tuttugasti og áttundi júní í dag sem þýðir að það er mánuður í tvítugsafmælið mitt !!
Ég bara get ekki beðið, the big 2 - 0 !
og þá skal sko rölt inn í ÁTVR og keypt sér smá áfengi ^^

Svo er náttúrulega verið að plana partý sem skal haldið í tilefni stórafmælisins sem mun vonandi heppnast vel, helsta málið er samt að finna þema.... það gengur ekki vel, ég er alveg hugmyndasnauð það kom að vísu ágætis hugmynd frá henni Möggu um að hafa 80's þema en ég er samt ekki alveg viss, ef einhver hefur hugmyndir endilega deila ;)

Í dag fórum við mamma og Sigga með Huginn litla að kaupa á hann föt fyrir brúðkaupið í ágúst.. ekki nema sex vikur í stóra daginn og manni er sko farið að hlakka mikið til en líka smá kvíði enda mikið eftir að gera en þetta á bara eftir að vera frábært ^^

Annars er allt við sama heygarðs hornið, nema að hestarnir hafa verið í fríi núna í nokkrar vikur og mig er nú eiginlega farið að hlakka dáldið til að geta komist aftur á bak.
Já og svo er ég hugsanlega eitthvað að fara að búa með henni Önnu Maríu næstu vikurnar, held að það verði nú bara stuð á okkur stöllum
10th kingdom marathon og þess háttar ;)

Saturday, June 21, 2008

Tíminn líður hratt á gervihnatta öld

já gott fólk það er bara kominn 21. júní believe it or not, þjóðhátíðardagurinn kominn og farinn og ég fékk enga gasblöðru þetta árið :(
En hún Anna María stóð sig svo glimmrandi vel sem fjallkona að það er bara ekki annað hægt en að klappa fyrir því *klapp, klapp*

við systur fórum í sleppitúr 15. júní svo núna eru gobbalínurnar okkar komnar upp í sveit og bíta þar grasið af áfergju. Fegnar því fríi sem þær fá meðan þær eru að venjast fóðurbreytingunum en ég býst við að fara aftur á hestbak í júlí.
Sleppitúrinn var náttúrulega bara snilld, 4,5 klst á hestbaki og veðrið eins og best var ákosið og ekki hægt að kvarta undan neinu nema aumum rössum, hehe

Ég hef verið frekar léleg að mæta í boot camp sl tvær vikur sökum veikinda... fékk leiðinda hálsbólgu sem þróaðist upp í gífurleg hóstaköst sem færði sig svo aftur í hálsbólgu sem er svo gott sem farin núna sem betur fer... hélt ég ætlaði aldrei að losna við þetta... það er bara eitthvað svo rangt við að vera lasin á sumrin.
En maður getur þó byrjað aftur að Boot campast á mánudaginn... úff... farið að hálf kvíða fyrir harðsperrunum sem ég á eftir að fá eftir þetta "frí"

Friday, June 13, 2008

Föstudagurinn 13. !

Já kæru lesendur, í dag er föstudagurinn þrettándi!
- hafið þið lent í einhverjum óhöppum í dag?

Enn sem komið er virðist ég hafa sloppið, en klukkan er bara að verða 6 svo það eru enn 6 tímar til stefnu...vona samt að það gerist ekkert neitt mjög hræðilegt.

Ég sá nú samt eitt alveg hræðilega fyndið í dag. Var fyrir utan sjoppu hér í höfuðborginni þegar ég sé mann sem á í basli með bílinn sinn, greinilega rafmagnslaus og það hafði nú einhver miskunnað sér yfir hann og ætlað að gefa honum rafmagn.
Teknir eru upp glænýjir startkaplar, rifnir úr plastinu á staðnum og alles. En snillingurinn drap ekki á bílnum þegar hann var að tengja kaplana... sem tjah er kannski ekkert svo svakalega alvarlegt nema hvað að hann setti + í - og - í + sem olli miklu neistaflugi og reyk og ég sver að snúran bara datt einhvernvegin í sundur!

og eins illkvittin og ég er að þá fór ég að skellihlægja.. að vísu ekki í opið geðið á þeim, tölti aðeins frá og hló þar... þetta var bara svo skelfilega fyndið *devilish grin*

Þessi bölvaða hálsbólga og hósti sem ég er með þó er ekki jafn mikil skemmtun og þetta atvik sem ég sá í dag og ég svaf frekar lítið í nótt sökum þess að ég var alltaf að vakna og hósta... ekkert lítið pirrandi, spurning hvort að ég hafi nokkuð haldið vöku fyrir hinu fólkinu á heimilinu því að þetta er svo hljóðbært hús að það hálfa væri náttúrulega hellingur :P

Wednesday, June 11, 2008

Sumarblíða

Já það er nú aldeilis búið að vera mikil sumarblíða þessa dagana og alls ekki hægt að kvarta yfir því ^^

en ég get þó kvartað yfir því hversu margir fullorðnir einstaklingar sýna fram á það ábyrgðarleysi að vera úti að hjóla með börnum sínum og enginn notar hjálm! ekki foreldrarnir og ekki börnin!
held að ég sé búin að sjá amk 6 börn núna bara á tveim dögum á aldrinum 6 og upp í ca 12 ára úti að hjóla, oftast í fylgd með fullorðnum, og þau nota ekki hjálm, ég bara skil þetta ekki...

Annars er mest lítið að frétta.. ég fór jú til tannsa á föstudaginn og hann vildi ekkert gera þar sem jaxlinn er enn svo neðarlega, en hann tók þó í burtu vír sem ég er búin að vera með uppí mér í nærri tvö ár, eða síðan síðasta barnatönnin mín var dregin... já... ég var enn mað barna tönn þegar ég var 18 ára ^^