Wednesday, June 11, 2008

Sumarblíða

Já það er nú aldeilis búið að vera mikil sumarblíða þessa dagana og alls ekki hægt að kvarta yfir því ^^

en ég get þó kvartað yfir því hversu margir fullorðnir einstaklingar sýna fram á það ábyrgðarleysi að vera úti að hjóla með börnum sínum og enginn notar hjálm! ekki foreldrarnir og ekki börnin!
held að ég sé búin að sjá amk 6 börn núna bara á tveim dögum á aldrinum 6 og upp í ca 12 ára úti að hjóla, oftast í fylgd með fullorðnum, og þau nota ekki hjálm, ég bara skil þetta ekki...

Annars er mest lítið að frétta.. ég fór jú til tannsa á föstudaginn og hann vildi ekkert gera þar sem jaxlinn er enn svo neðarlega, en hann tók þó í burtu vír sem ég er búin að vera með uppí mér í nærri tvö ár, eða síðan síðasta barnatönnin mín var dregin... já... ég var enn mað barna tönn þegar ég var 18 ára ^^

1 comment:

  1. oooooooooooooohh mamma gamla saknar þess þegar verið var að telja hvað væru komnar margar barnatennur........................Það er eins og gerst haf´í gær já eins og gerst hafi í gær tra la la

    ReplyDelete