Já kæru lesendur, í dag er föstudagurinn þrettándi!
- hafið þið lent í einhverjum óhöppum í dag?
Enn sem komið er virðist ég hafa sloppið, en klukkan er bara að verða 6 svo það eru enn 6 tímar til stefnu...vona samt að það gerist ekkert neitt mjög hræðilegt.
Ég sá nú samt eitt alveg hræðilega fyndið í dag. Var fyrir utan sjoppu hér í höfuðborginni þegar ég sé mann sem á í basli með bílinn sinn, greinilega rafmagnslaus og það hafði nú einhver miskunnað sér yfir hann og ætlað að gefa honum rafmagn.
Teknir eru upp glænýjir startkaplar, rifnir úr plastinu á staðnum og alles. En snillingurinn drap ekki á bílnum þegar hann var að tengja kaplana... sem tjah er kannski ekkert svo svakalega alvarlegt nema hvað að hann setti + í - og - í + sem olli miklu neistaflugi og reyk og ég sver að snúran bara datt einhvernvegin í sundur!
og eins illkvittin og ég er að þá fór ég að skellihlægja.. að vísu ekki í opið geðið á þeim, tölti aðeins frá og hló þar... þetta var bara svo skelfilega fyndið *devilish grin*
Þessi bölvaða hálsbólga og hósti sem ég er með þó er ekki jafn mikil skemmtun og þetta atvik sem ég sá í dag og ég svaf frekar lítið í nótt sökum þess að ég var alltaf að vakna og hósta... ekkert lítið pirrandi, spurning hvort að ég hafi nokkuð haldið vöku fyrir hinu fólkinu á heimilinu því að þetta er svo hljóðbært hús að það hálfa væri náttúrulega hellingur :P
No comments:
Post a Comment