Wednesday, September 10, 2008

Skódagurinn mikli

Í dag fórum við Sedda að raða upp í Perlunni... okkur brá heldur í brún þegar við tókum eftir því að það var skómarkaður þar í gangi!!!

Karlarnir í vinnunni hefðu átt að vita betur en að senda tvær stelpur að raða upp þar sem skómarkaður var en við enduðum að sjálfsögðu á því að skoða alla þessa skó. Þetta voru rosalega flottir og skemmtilegir skór. og ég sem hef alltaf átt rosalega erfitt með að velja skó keypti mér par

erm..... pör

eh... nokkur pör.....

tvenn...... fern.... eh.... *hóst* ...... sex!

ég keypti mér sex pör af flottum hælaskóm!!! somebody help me!
en ég meina þetta var útsala svo ég græddi... hefði þetta ekki verið útsala hefði ég bara getað fengið tvenn pör á sama verði og auk þess verð ég að hafa fína skó ef ég er að fara að vinna á skrifstofu it's a well known fact

Svo verður aldeilis mikið að gera hjá mér um helgina... á morgun er ég að fara með stelpunum út að borða og í bíó, á föstudaginn er ég að fara með seddu leeengst upp í sveit að fá að sjá hestinn sem við vorum að kaupa hlut í, á laugardaginn er ég að fara í afmælisparty og á sunnudaginn fer ég til siggu að skrappa og þarf líka að klára að pakka niður þar sem ég fer þá aftur í Borgarnesið!
- Hvenær ætli ég hafi tíma til að fara niður í bæ, kíkja á þessa skemmtilegu skota og lyfta upp nokkrum pilsföldum ^^


3 comments:

Anonymous said...

hahaha ó já það verður örugglega hægt að redda einni niðriíbæ-ferð og kíkja á alla þessa pilsa wink wink nudge nudge

Anonymous said...

og til hamingju með nýju skópörin ^^

Anonymous said...

Þú þurftir auðvitað öll þessi skópör ;) Meina a girl has to have some pretty shoes :P Svo voru þeir líka allir svo flottir!