Sunday, February 21, 2010

Nærri komin vika

Já núna á þriðjudaginn verður komin vika síðan ég kom til Sviss og lífið hér er bara mjög fínt.
Er að vísu á miklu kanínufóðri hérna og þarf að vakna eeldsnemma á morgnanna en var ekki einhver sem segir að vinnan göfgi manninn?
- þá hlýt ég að vera orðin asskúri göfug í lok sumars ;)

Dagarnir snúast að mestu leyti um það að gefa hrossunum, fara á hestbak, sópa, fara út með hundana, sópa, taka skítinn úr gerðunum, skera salat í matinn, sópa og já sópa svo aðeins meira.
Eitt af mikilvægustu þýsku orðinum sem Susanna vildi kenna mér var bisen en það þýðir einmitt kústur!

Á laugardaginn slapp ég þó léttilega með ekkert sóp þar sem að við fórum á hesta pilates námskeið sem varði allan daginn. Já ég sagði hesta pilates.
Dagurinn byrjaði um áttaleytið þangað sem við lögðum af stað til næsta þorps þar sem að námskeiðið átti sér stað og byrjuðum við á 3 klst pilates æfingum og fórum svo í hádegismat, eftir matinn var svo unnið með hestana en þá áttum við að nýta æfingarnar sem við höfðum lært til að hafa rétta ásetu og jafnvel geta stýrt hestunum án þess að nota tauminn.

Ég fékk ekki hnakk, heldur var lögð einskonar motta á bakið á hestinum sem ég var á sem fest var með lónseringargjörð og ég átti bara værsogú að sitja þannig. Það var nú alls ekkert svo slæmt en ég var samt dáldið stressuð fyrir því þegar við færum að brokka en ég er nú kannski ekki jafnvægismesta manneskjan enda þekkt fyrir að vera dáldill veltikall... en þetta fór nú bara allt á hinn besta veg og ég náði að halda mér á baki meðan brokkað var, það sem meira er ég náði að slaka alveg á á brokkinu og ekki spenna lappirnar utan um kviðinn á hrossinu eins og ég á til með að gera þegar ég er berbakt á baki
- en það má ekki því það virkar sem hvatning á hestinn ;)

Svo það gekk mjög svo vel og 21 mars munum við víst fara aftur í hesta pilates nema þá námskeið 2.

En þó svo að ég hafi ekki oltið af baki þann daginn þá tókst mér að velta á gólfið 4 stk glösum sem að bókstaflega smölluðust á hörðum gólfflísunum.
Málið var að ég ætlaði að ná í tölvuna mína inn í íbúð og fara inn í hús. Ég hafði hreinlega gleymt að hún var í hleðslu, lyfti henni upp og snúran sá um að sópa glösunum framaf borðinu.
Christan kom svo hendi færandi með kúst og fægiskóflu og sagði mér að það var til þýskt máltæki "brotið gler færir heppni"
- svo ég vonast til að vera mjög heppin hér :p

Ekki það að mér finnst ég hafa verið fullt heppin nú þegar. Fólkið hér er rosalega fínt, hundarnir eru skemmtilegir, hestarnir góðir, veðrið að vísu dáldið kalt en amk logn! og svo eru Susanne og Christan alltaf að plana eitthvað skemmtilegt fyrir mig að gera meðan ég er hérna; ýmsar skoðunarferðir, carnivöl, hestasýningar ofl ofl ...

En ætli það sé ekki komið nóg af bloggi í bili og tími á að kíkja aðeins í heimalærdóminn því maður er víst í námi líka :P

5 comments:

Anonymous said...

Sæl Elskan Flott að heyra að allt gengur vel fyrir utan sma glasaglamur. Fínt að þér gengur vel að aðlagst dýrum og mönnum á svæðinu. Var að velta fyrir mér með flakkarkann að þú getur ábyggilega skipft um kló á honum ef þessi sem á honum er passar ekki í innstúnguna,þá ætti málið að vera leyst. Þú manst svo eftir að spyrja þau um símanúmer sem að við megum hringja í til að tala við þig. Þú sendir okkur bara merki á facebook um að við megum hringja. Það er smá snjóföl hér yfir öllu í Borgó við mamma fórum í dag í kaffi til Heimis og Áslaugar og fórum þar í smá göngutúr ásamt Jónbirni og Rakel
Bið að heylsa Pabbi

Anonymous said...

hæhæ
gott að heyra að þú ert lent heilu & höldnu, aðstaðan sé fín & allir góðir við þig :)
ekki verra ef fólkið er duglegt við að taka þig í túrhestaferðir ^^
væri alveg til í nokkur stykki myndir ;D
kossar & knús :*
Sigrún

Anonymous said...

Sæl

já "Scherben bringen gluck". Ég heyrði þetta oft í Þýskalandi... ekki það að ég hafi verið stöðugt að brjóta eitthvað samt :)
Gaman að fylgjast með þér hér, verð dyggur lesandi.

knús,
Jenny Lind og Markus

Unknown said...

Hæ sæta, gaman að sjá að allt gengur vel og frábært comment frá pabba þínum! Alltaf gaman að lesa svona fréttir úr heimahögum þegar maður er staddur erlendis hehe.
Hafðu það gott og njóttu þín í sveitasælunni! :)

Unknown said...

Johanna er semsagt ég, HundaHanna hehehe