Já tíminn flýgur og tíminn líður og það er jafnvel stundum að hann lýgur.
Hér er ég stödd í Sviss 7 mánuðum eftir að ég kom heim frá Kanada og hér mun ég dvelja næstu 3 - 6 mánuðina.
Ferðalagið hófst kl 4 í morgunn eftir slitróttan 2ja tíma svefn, þá lögðum við feðgin af stað til Keflavíkur en ég þurfti að ná flugi til Gatwick, England og þaðan til Zurich, Sviss (hmm.. skyldi maður núna vera orðin Englands vinur?) þetta gekk nú bara áfallalaust fyrir sig fyrir utan yfirvigtina.. á farangrinum ekki mér þú skilur. En það er frekar erfitt að mega bara hafa 20 kg í farangri fyrir svona langa dvöl fjarri heimilinu.
En aðal áhyggjan var nú hvort ég myndi þekkja hann Christian Brönnimann eða hvort það myndi taka mig einhvern tíma að hafa uppi á þeim manni þegar til Sviss var komið. En það voru óþarfa áhyggjur þar sem að hann stóð þarna með A4 blað sem stóð á stórum stöfum Ásrún... hefði ekki getað farið fram hjá mér :P
Upphófst þá 1,5 klst keyrsla heim í bæinn og spjölluðum við Christan dáldið saman á leiðinni. hann er mjög næs, ég hef enn voða lítið talað við Susanne en hún var upptekin með einhverri konu þegar við komum og núna eru þau bæði farin að skila einhverjum bíl. En hún er örugglega bara mjög fín... vona ég.
þetta þykir mér vera sérkennilegur bær. Hér búa um 400 manns og öll húsin eru nú bara í einum hnapp. Hér eru þau með hestana, hundana og kettina og ég sver að áðan heyrði ég baul úr næsta húsi! Frekar sérstakt.
Annars er ég bara búin að koma mér ágætlega fyrir í íbúðinni minni - já íbúðinni minni. Það er pínu lítil krútta íbúð sem ég fæ að vera í smá stofa með baðherbergi og svefnherbergi bara mjög kósý og að sjálfsögðu internetið :)
Ég ætla nú að reyna að halda þessu bloggi eitthvað lifandi svona meðan ég er hérna úti uppá að fólk fái jú að fylgjast aðeins með.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Víííí!
Til hamingju með bloggið! Vona líka að þau séu fín;)
Hæ skvís, mín bara komin til Sviss. Hvað á að gera þar í 6 mánuði??
kv. Svanhvít
Svakalega fegin þessari nútíma tækni ;-)
Verð dyggur lesandi. XXX
Flott að sjá að þú ert kominn á rétt ról fyrir framan tölvuna. Ég er líka frekar syfjaður eftir ferðina og vinnuna. verður gaman að fylgjast með þér hér.
Ástar kveðja pabbi
Frábært að heyra að ferðalagið gekk vel :)
kossar og knús, góða skemmtun þarna úti :D
Jæja þú komst allavega á leiðarenda í heilu lagi :P ;)
Þetta hljómar bara rosalega vel :D Væri nú gaman svo að sjá myndir af þessu þorpi og íbúðinni! Svo auðvitað af dýrunum! :)
Post a Comment